Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.10.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 23.10.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 23. Október 1945 3 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar ÁbyrgðarmaSur: Erlingur Friðjónsson Blaðið kemur út á hverjum Þriðjudegi Af greiðalumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: B»jarfógetaBkrifstofan 10—12 og 1—3 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 — byggingafulltrúa 11—12 —- framfasrslufulltrúa 4%—5% — jarðrektarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Póststofan: Bréfastofan 10—6 Bögglastofan 10—12 og 1—5 Bankarnir opnir: Landsbankinn 10%—12 og 1%—3 Búnaðarbankinn 10%—12 og 1%—3 Útvegsbankinn 10%—12 og 1—4. Viðtalstími lækna: Héraðslrknirinn 10%—11% Sjúkrasamlagslœknlrinn 11—12 Árni Guðmundsson 2—4 Jón Geirsson 11—12 og 1—3 Pétur Jónsson 10—12 og 5—6 Stefán Guðnason 12%—2 og 5—6 Helgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12, 1—3 og 4-ð Gunnar Hallgrímss. tannl. 10-12 og l%-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. SjúkrasamlagiS 10—12 og 3—6. Gufubaðstofa sundlaugarinnar>: Fimtud. Konur 8—11.50 og 5—7 Karlar 2-4.50 Laugard. Konur 3—4.50 Karlar 8-11.50 og 1-2.50 og 5-7. Kaupgjald og vísitala: Almennt kaup karla .... kr. 6,95 á klst. Almennt kaup kvenna .. kr. 4,31 á klst. Kaup ungl. 14—16 ára .. kr. 4,59 á klst. Vísitala framfærslukostnaðar 278 stig. Alþýðublaðið kostar 5 krónur á mánuði fyrir áskrif- endur. Hvert sérstakt blað 40 aura. Af- greiðslan f Lundargötu 5. Er selt á Ráð- hústorgi eftir komu hraðferðanna á kvöld- in. Er einnig selt í Bókaversl. Gunnl. Tr. Jónssonar, Versl. Baldurshagi og Kaupfél Verkamanna, nýlenduvörudeild. Alþýðumaðurinn er seldur í lausasölu í Versl. Baldurs- hagi og í Kaupfél. Verkamanna. — Af- greiðslan er í Eiðsvallagötu 9. Skutull, blað Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, frst keypt i afgreiðslu Alþýðublaðsins hér í bænum. — Skutull er vel ritað blað og fjölbreytt að efni. Hver sá, sem fylgj- ast vill með landsmilum, verður að lesa Skutul. Vestfirðingar hafa lengi suðið framarlega f barittu þjóðarinnar fyrir auknu frelsi, umbótum í atvinnumilum hennar og heilbrigði f félagsmálum. — flokka til samvinnu, undir for- ystu Moskva-þjálfaðra kommún- ista, sem svo er beitt til að tryggja Rússum öll yfirráð í þeim löndum, sem hægt er að koma þessu við. ALÞÝÐUM Skæðadríta „HALELÚJA“ STALIN. Brynjólfur er nú farinn að láta íslenska útvarpið leika söngva um Stalin. A þetta lík- lega að vera kynning á nútíma rússneskri tónlist. Ætti útvarps- sljóri að semja lofgjörðaróð fyr- ir kommúnista, undir þessum lögum, sem þeir gætu raulað á samkomum sínum í stað örega- söngsins, sem eitt sinn var í fullu gildi í Rússlandi en hefir nú orðið að víkja þar fyrir sönn- um um marskálk Stalin, svona á hærri stöðunum, þótt alrnúg- inn megi raula hann ennþá sem minningarsöng frá þeim tímum, þegar rússneska alþýðan hélt að hún væri frjáls. Utvarpsstjóri ætti að semja viðbót við fyrri línur sínar — íslenskan söng um Stalin. Gæti hann þá með heimilisfólkinu í útvarpinu setið hin löngu, ís- lensku vetrarkvöld, syngjandi því venslafólki lof og dýrð, sem útvarpið virðist nú orðið vera helgað að mestu leyti. ★ E. A. M. er eitt af gáfnaljósum kommún- ista á Siglufirði, sem oft lætur ljós sitt skína í blaði flokksins á átæðnum — Mjölni. 17. þ. m. ritar fangamarkið grein í hlaðið undir fyrirsögninni „Margt er líkt með skyldum“. Er þar sagt að norskir Alþýðuflokksmenn hafi stöðvað útkomu kommún- istablaðsins „Friheten“ af því þeir hafi haft yfirráð í prent- smiðjunni, sem hlaðið var prent- að í. Svo teygir E. A. M. vírinn Segir að svona sitji Alþýðu- flokksmenn alltaf á svikráðum við hina dygðugu kommúnista. Og ekki muni þetta eiga sér síð- ur stað hér á landi. Og mikið happ sé það að velunnarar Þjóð- viljans hafi séð honum fyrir eigin prentsmiðju. Margt fleira þessu líkt segir hinn frómi E. A. M. — En svo kemur athuga- semd frá ritstj. Mjölnis, sem segir, að reyridar sé allt þetta lygi. Blað kommúnista komi á- fram út, prentað í sömu prent- smiðju og áður, en komi nú að- eins út sem kvöldblað í stað þess að það var áður morgunblað!! ★ HÁLMSTRÁ DAGS. í raunum sínum hefir ritstj. Dags slegið sér upp á skakkri prentun á einu orði í fréttadálki síðasta Alþýðum. Þar stendur ólíkt ríflegri, en átti að standa, samkvæmt handriti, eitthvað ríf- legri. Er Dagur svo sem ekkert öfundsverður af þessu, svo fá flothylki hefir hann í afurða- sölumálunum. ★ AÐURINN í ERLENDUM FÖÐURHÚSUM Það hefir vakið athygli, að þegar gæðingar kommúnista, sem hér heima heita sósíalistar, koma út fyrir pollinn, eiga þeir aldrei tal við menn með sama pólitísku nafni þar ytra. Nei, Einar Olgeirsson („Minister 01geirsson“) talar sem „félagi“ á útifundi kommúnista í Osló. Kristinn Andrésson situr komm- únistaþing í Danmörku, og flyt- ur kveðju frá samstarfsbræðr- unum heima? „Félagarnir“ Ein- ar og Björn strika framhjá öllum sósialistasamtökum á megin- landinu alla leið í náðarfaðm kommúnista í Moskvu, og „sósí- alistarnir“ heima á íslandi geta ekki haldið þing sitt fyrr en drengirnir eru komnir heim frá „mömmu“. • KOSNINGARNAR í FRAKKLANDI Síðastliðinn Sunnudag fóru fram þingkosningar í Frakk- landi, hinar fyrstu, síðan ófriðn- um lauk. Konur höfðu nú í fyrsta sinn kosningarrétt. Miklar breyt ingar liafa orðið á styrkleik flokkanna frá því fyrir stvrjöld- ina. Þannig hefir Róttæki flokk- urinn, sem eitt sinn var stærstur franskra stjórnmálaflokka svo að segja þurrkast út. Hefir hann nú aðeins 19 þingsæti. Yfirleitt hafa vinstri flokkarnir unnið mikið á. Kommúnistar eru stærsti flokkur þingsins og hafa hlotið 151 þingsæti, Næstur þeim er nýr flokkur Alþýðlegi lýð- veldisflokkurinn (Repuhlicaius populairs) með 142 þingsæti og Alþýðuflokkurinn (sósíalistar) með 139 þingsæti. (Ófrétt er enn um ca. 100 þingsæti). Báðir síð- artöldu flokkanna eru stuðnings- flokkar De Gaulle, hafa að mörgu leyti mjög svipaða stefnu og eru t. d. báðir mjög andslæðir kommúnistum. Hafa þessir flokkar sameiginlega meirihluta í þinginu. Úrslit kosninganna eru því talin mikill sigur fyrir De Gaulle. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í sambandi við kosningarn- ar. Voru kjósendur um það spurð ir, hvort þeir vildu, að þing það, er nú kæmi saman yrði stjórn- lagaþing með takmörkuðu um- boði, og hvort stjórnin skyldi vera óháð því, þar til nýjar kosningar liefðu farið fram. — Yfirgnæfandi meirihluti kvað já við báðum spurningunum og galt þannig stefnu De Gaulles já- kvæði sitt. Það, sem mönnum kemur mest á óvkrt við þessar kosning- ar, er fylgi kommúnista. Höfðu ýmsir búist við, að Rússadekur myndi minnka þar í landi, eftir að Molotov liafði staðið gegn kröfum Frakka á ráðherrafund- inum í London í haust. En þess ber að geta, að fylgi kommún- ista hefir jafnan verið mikið í Frakklandi. x. ATH. Vafalaust byggist fylgi komm únista mikið á því, að fasistar, sem ekki fengu að bjóða fram við kosningarnar, hafa farið yfir til þeirra. Þessir tveir flokkar stóðu saman í byrjun styrjaldar- innar gegn lýðræðisflokkunum og nú hafa fasistar ekkert annað að flýja en í faðm kommúnista. Þetta átti sér stað í Finnlandi og Noregi og nú í Frakklandi. Sama mun líka eiga sér stað hér við næstu kosningar, ef Sjálf- stæðisflokkurinn verður ekki áð- ur búinn að taka íslensku fasist- ana í faðm sér í annað sinn. Ritstj. Fregnir á Sunnudaginn hermdu, að rússneska setuliðið á Born- hólmi í Danrhörku væri nú sem óðast að byggja sér vetursetu- skála og ætlaði auðsjáanlega að sitja sem fastast. Einnig væri orðrómur á sveimi um það, að Rússar ætluðu að hafa þarna flotadeild í vetur, en eins og munað er hafa Rússar oftar en einu sinni lýst því yfir, að land- ganga þeirra á Bornhólmi hafi verið gjörð til að hrekja Þjóð- verja þaðan, sem þó var óþarft því Þjóðverjar voru yfirunnir þegar Rússar komu þangað. Eins og von er, er kurr í. Dönuiri yfir þessum ruddalega yfirgangi, því aldrei hafa Rússar leitað samn- inga við dönsku stjórnina um dvöl þarna. Hafa Danir nú gefið vikapiltum Stalins í Danmörku nýtt nafn óg kalla þá Bomhólm- ara, og þykir það lítið virðingar heiti nú um stund. KVENKJÓLAR Kvensloppar Kvensokkar, ódýrir Silkinærföt kvenna Náttkjólar kvenna Náttjakkar kvenna Barnakjólar Barnasokkar nr. 6—9^/2 Bandprjónar Títuprjónar nýkomið, KaupféL Verkamanna Vef naða rvörudeild SNYRTIVÖRUR — mikið úrval — nýkomið Kaupfél. Verkamanna

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.