Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.10.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 30.10.1945, Blaðsíða 1
|U|)<|kma' uuutx XV. árg. Þriðjudaginn 30. Október 1945 44. tbl. s Vetur heilsar. Þótt ekki þurfi að kvarta und- an veðurvonsku enn sem komið er, hefir snjófölið, sem féllum fyrstu vetrarhelgina, minnt okk- ur á, að ekki munum við lengur búa við blíðuatlot hins besta sumars, sem yfir mestan hluta landsins hefir komið í rninni elstu manna. Er ekki ólíklegt að hugur margra hafi um þessa helgi hvarflað til ýmissa atvika þessa einstæða sumars, hvort sem þakklætið og verðug ánægja hef- ir þar fylgt eða ekki. Hvað komu vetrar snertir stöndum við íslendingar svo vel að vígi móts við aðrar þjóðir, að við mættum þakka það af alhug, ef við annars værum haldnir af þeirri kennd í svo ríkum mæli, sem vera ber. Við höfum í land- inu gnægð matvæla, hitagjafa og annað það, sem við þurfum til að láta okkur líða vel í vetur. Og þótt þessum gæðum sé, eins og ætíð, misjafnlega skipt milli einstaklinganna, ætti að vera auðvelt að jafna það svo að allir fái að búa við öryggi og engir þurfi að kvíða. En það verður ekki sagt hið sama um aðrar þjóðir álfunnar. Allar þjóðir fögnuðu styrjaldar- lokum s. 1. sumar, en eftirköst þeirrar vitfyrringar og mann- vonsku, sem hrindir af stað og rekur styrjaldir, verða ekki þurrkaðar út á skömmum tíma hvað þá fáum mánuðum. Vafa- laust bíður allra þjóða á megin- landinu erfiður vetur. Þó eru þær misjafnlega á vegi staddar. Sumar munu berjast af. Annara bíður vetui' hörmunga, hungur- dauða, kulda og annara plága. Miljónum saman reikar fólk- ið um húsnæðislaust, klæðlaust, hungrað, vonláust og móðlaust. Þótt allt sé gert, sem utanað- komand hjálparhendur geta ork- að til að draga úr neyð þeirra þjóða, sem styrjöldin lék harð- ast, nær það skammt. I tryllingi hildarleiksins hefir allt það, sem margar kynslóðir hafa eytt lífi sínu til að byggja upp og skapa mönnum til farsældar, verið lagt í rústir — rústir sem miljónirnar reyka nú um og bíða fárs og dauða. Sigri hefir verið fagnað. Stríðsglæpamenn eru teknir af lífi, en hörmung- arnar halda áfram að þjá fólk- ið. Víst væri það þess vert að hver og einn gæfi sér tíma til að athuga þessi mál ef ske kynni að fólkið kæmist að þeirri niðurstöðu, að íslenska þjóðin hefir mikið að þakka, mikið að gleðjast yfir heima fyrir. Mikið að læra — einkum þeir, sem hrifist hafa með djöfulæði stríðsins og jafnvel sakna þess að það er á enda. Því miður er það fólk til — andlegir sjúkl- ingar, sem hernaðaræðio hefir sýkt og fengið til að gleyma því hvers virði friður og farsæld er mannkyninu. Ötrúlegt fyrir- brigði, en þó staðreynd. Og veturinn er kominn. Hann hefir sína ánægju og verðmæti að færa — okkur hér, sem erum hamingjunnar börn í samanburði við aðrar þjóðir, sem við heyr- um frá daglega. Skólarnir fyll- ast af lífsglöðu æskufólki. — Vetraríþróttirnar eru að hefjast. Samlíf, samstarf bíður fólksins. Hér kvíðir enginn vetri. Gerir fólkið sér þetta ljóst? Veitir það því athygli, að það er að ganga frá unaði einsdæma fag- urs sumars inn í glæsilönd ís- lensks vetrar, meðán aðrar þjóð- ir þjást. Höfum við ekki fulla ástæðu til að bjóða hver öðrum gleði- legan vetur? FráAlþýðullokksfélapu Fundur félagsins s. 1. Miðvikudag var vel sótt- ur. 3 nýir f élagar gengu inn. Fundurinn ræddi f élagsmál og atvinnumál. Fundur Alþýðuflokksfélags- ins s. 1. Miðvikudag var vel sótt- ur og hinn fjörugasti. Þrír nýir félagar gengu inn. Hafa þá fé- laginu bætst 21 nýir félagar á þessu ári, og munu margir koma í hópinn á næstunni. Rætt var um vetrarstarfið. Teknar á- kvarðanir og kosnar nefndir til að sjá um hin ýmsu verkefni. Eru það fyrst og fremst bæjar- stjórnarkosningarnar eftir næsta nýár, sem krefjast mikils starfs og svo félagslífið í vetur. Lýsti sér mikill áhugi á fundinum að efla starf félagsins sem mest og búa það undir þau átök, sem bíða þess. Síðast voru atvinnumál og at- vinnuskortur í vetur tekið til umiæðu. Skýrði framkvæmda- stj óri Vinnumiðlunar skrif stof - unnar frá því, að nú þegar væri atvinnuleysingjahópurinn orðinn ískyggilega stór, þrátt fyrir góða tíð og góð skilyrði til atvinnu. Bar hann fram eftirfarandi á- lyktun, sem, að loknum umræð- um, var samþykkt í einu hljóði: „Fundur, haldinn í Alþýðu- flokksfélagi Akureyrar 24. Okt. 1945, telur brýna þörf á, að ráðstafnir séu gjörðar til þess að halda uppi vetrarvinnu handa verkamönnum og sjómönnum, með tilliti til þess atvinnubrests og slæmrar afkomu margs fólks, sem orsakast hefir af síldarleys- inu í sumar, og vaxandi dýrtíð í landinu. Skorar fundurinn á bæjarstjórn, að taka þetta mál föstum tökum og bendir á, að bygging skjólgarðsins fyrir hin fyrirhuguðu hafnarmannvirki a Oddeyrartanga sé tilvalin vetr- arvinna, um leið og flýtt er fyrir því að þessi aðkallandi atvinnu- stöð komist upp." í s. 1. viku var byrjað að brjóta veginn upp að hinu fyrir- hugaða sjúkrahúsi. Hefir stór- virk jarðýta verið þar að verki og hefir landbrotið unnist greið- lega. Er nú vegarlagningin hafin og er vonandi áð tíð vinnis't til að ganga frá honum í haust. Ofsagt var það í síðasta blaði, að vegurinn liggi gegnum Lysti- garðinn. Hann tekur aðeins dá- lítið horn af garðinum, og í sára- bætur mun garðurinn fá lands- viðauka til suðurs í Eyrarlands- túnið. Raímagns- skortnrinn. er þegar farinn að verða all á- berandi í sumum hverfum bæj- arins. Kemur þetta sér mjög illá þar sem þeim f jölgar óðum, sem taka ráfmagnið til suðu og upp- hitunar, einkum í nýjum hús- um. Vegna fyrirspurnar til blaðs- ins um hvað v'kldi þessu hörm- ungarástandi þegar á haustnótt- um, spurðist það fyrir hjá raf- veitustjóra um það hvort von væri nokkurra bóta á þessu á næstunni og af hverju rafmagns- skorturinn stafaði. Taldi hann þtta stafa af tvennu. Fyrst af því, að álagið væri orðið svo mikið í sumum hverfum bæjar- ins, að leiðslurnar þar nægðu ekki til að flytja rafmagnið. ^En ekki hefði ennþá tekist að fá erlendis frá nægilegt efni og á- höld til að bæta úr þessu. Þó taldi hann, að með Lagarfossi nú væri eitthvað af efni, sem vantað hefði, en dráttur myndi verða á að fá það hingað vegna stöðvunar flutningaskipanna. I öðru lagi upplýsti rafveitustjóri, að ekki hefði enn tekist að fá framleitt eins mikið afl með nýju vélasamstæðunni í Laxár- stöðinni og áætlað sé. Munar þetta töluvert miklu og kemur sér mjög bagalega sem von er. Það mun því ekki að vænta verulegra bóta á núverandi á- standi fyrst um sinn. Raunveru- leikinn er sá, að hvorki Laxár- stöðin né bæjarkerfið nægir Ak- ureyri einni. Það er því engin furða þó það láti hlægilega í eyrum Akureyrarbúa, þegar þing og stjórn eru að gera á- ætlanir um að lýsa og hita stór- an hluta Norðurlands með þess- ari rafstöð. Útvarpið boðar hækkun á út- varpsárgjaldi næsta ár upp í 100 krónur. Er þessi hækkun sett í samband við fyrirhugaða byggingu útvarpshallar, sem á að verða stór og dýr. * Aðalfundur Iþróttafél. Þór er ákveðinn á morgun — Miðviku- dag — í Rotarisal K. E. A. og hefst kl. 8. — Venjuleg aðal- fundarstörf o. fl. Félagar! Mæt- ið margir og stundvíslega!

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.