Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.10.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 30.10.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 30. Október 1945 Hið „stétíiausa þjóðíéiag“ komið, að liðsforingjaskólarnir Undanfarið hefir verið mikið rætt og ritað um hið „austræna“ og „vestræna“ lýðræði. í þeim umræðum hafa forsvarsmenn hins austræna lýðræðis (konnn- únistar) lagt mikið upp úr því að hið „stéttlausa“ þjóðfélag, sem þeir segja að sé í sovjetríkj- unum í Rússlandi hafi ekkert með vestrænt lýðræði að gera. Það sé einmitt þetta þjóðskipu- lag, sem geri einstaklingsfrelsið óþarft — jafnvel hlægilega fjar- stæðu. An þess að dæma hér nokkuð upp á milli, eða færa rök að því að þetta er blekking ein og fjarstæða, væri ekki úr vegi að athuga það sem er að gerast og hefir verið að gerast í þessum efnum í Rússlandi. hinni „stéttlausu“ paradís komm únismans. Fer hér á eftir grein, sem birtist í Alþýðublaðinu 27. Sept. s. 1. og er rituð í tilefni af fréttum, sem blaðið bafði flutt nokkrum dögum áður, og heitir: „SOVÉTAÐALL Fyrir nokkrum dögnm var frá því skýrt hér í blaðinu, sam- kvæmt upplýsingum sænsks dag- blaðs, að þess væru greinileg merki, að mjög hefði breytst skipan og metorð innan rauða hersins og mætti segja, að skap- ast hefði nýr aðall, nýr sovétað- all. Það, sem mestu hefir áorkað í þessum málum til þess að mynda nýjan aðal, nýja yfirstétt í Rússlandi, er það, að svo hefir veiið ákveðið, að aðrir fái ekki aðgang að liðsforingjaskólum Rússa en synir herforingja í þessari styrjöld og, ef vel lætur, synir þeirra, sem fallið hafa sem skæruliðar. Hins vegar virð- ast til dæmis synir verkamanna eða bænda algerlega útilokaðir frá þessum stöðum og þeim hlunnindum, sem hermennskunni í Rússlandi fylgja. Verkamannaherinn, eða þjóð- arherinn, sem gat sér svo mikinn orðstír í byltingunni í Rússlandi undir lok síðustu heimsstyrjald- ar og raunar síðar, er samkvæmt þessu ekki lengur til, heldur til- komin atvinnustétt herforingja, sem nýtur réttinda, sem öðrum er bægt frá. Frá þessu var, eins og fyrr getur, skýrt fyrir nokkru, samkvæmt fregnum sænska blaðsins „Göteborg Mor- gonpost“. Annað sænskt blað, „Svenska Dagbladet“ hefir einn- ig fjallað um þetta mál og skýrt ýmsa þá hluti í þessu sambandi, sem ætla má, að íslenskum les- endum séu ekki kunnir og aðal- atriðin í því, sem hér fer á eftir, eru tekin úr þessu blaði, sem út kom 8. þ. m. Blaðið segir, að nú sé svo séu nú lokaðir í Rússlandi fyrir öðrum en sonum herforingja í stríðinu, eins og fyrr getur og þar með geli liðsforingjatign verið arfgeng. Sámtímis hefir verið lagt bann við því, að for- ingjar umgangist óbreytta her- menn á sama hált og áður; þar sé alltaf bil á milli. Ekki geta foringjar og óbreyttir hermenn haft sömu samkomusali, veit- ingahús eða „klúbba“. , Menn bafa ef til vill veitt því eftirtekt af myndum, að rúss- neskir foringjar bafa skrautlegar rendur á buxnaskálmunum. Þetta er nýtt í rauða hernum, en þó ekki nýrra en svo, að fyrir stríð voru þessi virðingarmerki ijinleidd. Meðan á styrjöldinni stóð, voru aftur innleiddir gull- skúfa rnir á öxlum foringjanna, sem voru í miklum metum á , r timum zaranna. Aður en styrj- öldin hófst var það orðið alsiða í rauða hernum, að foringjar hefðu allt annan og betri mat og annan aðbúnað en óbreytlir her- menn. Þá hefir það einnig vakið nokkra alhygli, hversu hátt marskálkar og yfirhershöfðingj- ar rauða liersins eru nú hafnir yfir undirmenn síná, þeir virð- ast lifa í heimi út af fyrir sig. Þá njóta ýmsar herdeildir sér- stakra hlunninda, eins og til dæmis ýmsar lífvarðarsveitir og minnir það nokkuð á daga Pét- urs mikla. Auk þess nýtur stór- skotaliðið sérstakrar virðingar, svo og skriðdrekasveitirnar. Allt þetta bendir til þess, að breytt bafi verið um stefnu í þessum málum nú á síðustu ár- um í Rússlandi. Nú er ekki leng- ur sagt „félagi“ við menn í hern- um, eins og áður þótti góð latína, lieldur er kyrfilega haldið á titl- unum; menn eru marskálkar eða eitlhvað í þá ált. Oreigaherinn hefir smám sam an verið að breytast í imperial- islískan her og stjórnendur hans vita hvað þeir eru að gera í þess- um efnum. Þessum nýja stéttar- her er teflt fram á mörgum víg- stöðvum í landvinningaskyni og kemur þetta herlegar á daginn eftir því sem tímar líða“. Þessi einfalda og sanna frá- sögn varpar sínu ljósi yfir sann- leiksgildi þeirra yfirlýsinga, er kommúnistar eru alltaf með á vörunum um hið stéttlausa þjóð- félag í ríkjum Stalins. Og það eru mörg ár síðan þessi þróun hófst. Það hefir verið boðað að markskálkur Stalin ætli að til- kynna merkilega hluti 7. Nóv. n. k. Máske verður eitt af því það, að félagi Björn Fransson ljúgi því, að í Rússlandi sé eng- inn stéttaskifting, og „séra Sig- fús“ tilvonandi annar borgar- stjóri í Reykjavík — af náð Bjarna Benediktssonar sé ekki „félagi“ lengur. Til þess sé hann kominn of hátt, bæði í bitlingum og „ráng“. Fjaðraiok Eins og sagt var frá í síðasta blaði, hefir bæjarstjórn leyft B. P. að byggja olíugeyma í fjörunni ofan við ShellgeymaHa á Oddeyrartanga. Var þetta sam- þykkt með. öllum atkv. Fram- sóknar, einu atkv. Sjálfstæðisins og öðru frá kommúnistum. Eru það því í raun og veru sök kommúnista, að göinlu geymarn- ir voru nokkurn tíma settir þar sem þeir eru, og að leyft hefir verið að setja hina fyrirhuguðu geyma niður ofan við þá. Þegar deilan um gömlu geymana stóð hér á árunum, gaf Elísabet Eiríksdóttir íhaldinu meiri hluta í hæjarstjórn með því að mæta ekki á bæjarstjórnarfundi, og nú hliipu kommúnistar í skarðið til að gefa bæjarstjórn- aríhaldinu meirihluta í þessu hneykslismáli. Ef hin önnur starfandi olíufélög í landinu kæmu á eftir með heiðni um sömu aðstöðu og Shell og B. P. liafa nú fengið, myndi geyma- 'röðin komist bráðlega upp undir Gránu. Og þar sem búast má við stofnun enn fleiri félaga, og ef bæjarstjórn verður líkt skipuð framvegis og hún nú er, mega bæjarbúar eiga von á að fá olíugeymaröðina upp undir miðbæ. Þegar gömlu geymarnir voru leyfðir, vakti það almennt hneyksli meðal bæjarbúa. En að nokkrum hafi þó dollið í hug að samskonar svívirðing myndi nokkurntíma eiga sér stað framar, mun ekki hafa átt sér stað. En svona verður það með- an dýrkendur gullkálfsins og þá um leið fjendur almennings, sitja að völdum í bænum. ★ Það er mikið hvað gamlir draugar geta oft gengið aftur. Þegar verið var að finna núver- andi barnaskólahúsi stað, vildi bæjarstjórnaríhaldið setja það niður neðan við brekkuna niður af Brekkugötunni, Fyrir öfluga mótspyrnu Alþýðuflokksmanna í bæjarstjórn varð þessu afstýrt og skólahúsið byggt uppi á brekkunni, þar sem það er best sett. Á síðasta bæjarstjórnar- fundi lá fyrir að ætla barna- skólahúsi fyrir Oddeyrina stað. Og sjá! íhaldið setti sig niður Á11 r æ ð er á morgun Guðrún Símonar- dóttir, Gránnfélagsgötu 51, ekkja Lofts Jónssonar, múrara. Guð- rún er Sunnlendingur að ætt. Fædd 31. Október 1865 að Jór- vík í Álftaveri Vestur-Skafta- fellssýslu. Hún flutti hingað með manni sínum um síðustu alda- mót og liefir dvalið hér síðan. Guðrún hefir ætíð verið og er enn tápkona, dálítið hrjúf á manninn stundum, enda lengst- um haft við örðug lífskjör að búa, en inrian við skelina er hún hlý og sönn. Vinnr vina sinna og trygglynd. Hún dvelur nú hjá börnum sínum tveimur, Guðbjörgu og Ólafi. Er víst að vinir hennar og kunningjar minnast hennar á morgun. Kunnugur. í hinu forna vígi, með tvær af fjölförnustu götum bæjarins til beggja handa. Brekkugötu ofan við skólahúsið og Glerárgötu neðan við. Var aðalástæðan fyr- ir þessu háttalagi talin sú að þarna væri svo jriðsœlt!! ★ Rósberg á erfitt með að hugsa sér annað en allir þeir, sem við stjórnmál fást, séu hugsjóna- þrælar, og verði að spyrja um hvað þeir megi segja og skrifa. Fyrir nokkru ritaði hann um rit- stjóra Alþýðumannsins eins og honum væri — af stjórn Alþýðu- flokksfélagsins — sagt fyrir um það hvað hann mætli segja í blaðinu. Nú segir hann, að Braga Sigurjónssyni sé — af frændum sínum — sagt fyrir um það hvað hann skrifi um stjórnmál í Stíganda. Svo langt er búið að dýfa þessum stjórn- málavesalingi niður í svaðið, að hann virðist vera búinn að gleyma almennu persónufrelsi í lýðræðisþjóðfélagi. S j ónTannadeilan er ekki leyst enn. Fimin skip liggja nú í Reykjavík og verða ekki hreyfð þaðan fyrr en deil- an er leyst. Ríkisstjórnin hefir skipað nefnd til að leita sátta með deiluaðilum. Deilan hefir nú staðið yfir í mánuð. Framan af var hún óvirk, því öll skip voru þá úti, en nú hafa sum þeirra þegar verið stöðvuð yfir hálfan mánuð. Miklar vörur liggja í Reykjavík og farið er að bera á vöruvöntun út um land.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.