Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.10.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 30.10.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 30. Október 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýouflokksfélag Akureyrar ÁbyrgðarmaSur: Erlingur Friðjónsson Blaðið kemur út á hverjum Þriðjudegi Afgreiðslumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar PrentsmiSja Bj'órns Jónssonar h.f. v TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Baejarfogetaskrifstofan 10—12 og 1—3 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 — byggingafulltrúa 11—12 —- framfærslufulltrúa 414—5Mt — jarðræktarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Póststofan: Bréfastofan 10—6 Bögglastofan 10—12 og 1—5 Bankarnir opnir: Landsbankinn 1014—12 og 114—3 Búnaðarbankinn 1014—12 og 114—3 Útvegsbankinn 1014—12 og 1—4. Viðtalstími lækna: Héraðslæknirinn 1014—1114 Sjúkrasamlagslæknirinn 11—12 Árni Guðmundsson 2—4 Jón Geirsson 11—12 og 1—3 Pétur Jónsson 10—12 og 5—6 Stefán Guðnason 1214—2 og 5—6 Ilelgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12, 1—3 og 4-6 Gunnar Hallgrímss. tannl. 10-12 og 114-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. Sjúkrasamlagið 10—12 og 3—6. G ufuba ðstofa suncllauga rin nar< Fimtud. Konur 8—11.50. og 5—7 Karlar 2—4.50 Laugard. Konur 3—4.50 Karlar 8-11.50 og 1-2.50 og 5-7. Kaupgjald og vísitala: Almennt kaup karla .... kr. 6,95 á klst. Almennt kaup kvenna .. kr. 4,31 á klst. Kaup ungl. 14—16 ára .. kr. 4,59 á klst. Vísitala framfærslukostnaðar 278 stig. Alþýðublaðið kostar 5 krónur á mánuði fyrir áskrif- endur. Hvert sérstakt blað 40 aura. Af- greiðslan í Lundargötu 5. Er selt á Ráð- hústorgi eftir komu hraðferðanna á kvöld- in. Er einnig selt í Bókaversl. Gunnl. Tr. Jónssonár, Versl. Baldurshagi og Kaupfél. Verkamanna, nýlenduvörudeild. Alþýðumaðurinn er seldur í' lausasölu í Versl. Baldurs- hagi og í Kaupfél. Verkamanna. — Af- greiðslan er í Eiðsvallagötu 9. Skuiull, blað Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, fæst keypt á afgreiðslu Alþýðublaðsins hér í bænum. — Skutull er vel ritað blað og fjölbreytt að efni. Hver sá, sem fylgj- ast vill með landsmálum, verður að lesa Skutul. Vestfirðingar hafa lengi staðið framarlega í baráttu þjóðarinnar fyrir auknu frelsi, umbótum í atvinnumálum hennar og heilbrigði í félagsmálum. — Árroði blað ungra jafnaðarmanna, er blað, sem allt ungt fólk þarf að kaupa og lesa. Ræðir áhugamál unga fólksins á prúðan og fræðilegan hátt, en af fullri einurð og hreinskilni. Blaðið keur út mánaðarlega að vetrin- um. Ánoði fæst á afgr. Alþýðublaðsins hér, Lundargötu 5. því yfir, að danski Alþýðuflokk urinn rnuni ekki taka þátt í neinni samsteypustjórn eftir kosn ingarnar. Baráttan §tæði því um það, livort flokkurinn næði hrein um meirihluta og myndaði hreiua flokksstjórn undir stjórn Vilhelms Buhl eða hvort mynd- uð yrði samsteypustjórn borgara flokkanna undir forystu Knud Kristinsens, foringja hænda. x. Héðan og þaðan Bílstjórafélag Akureyrar held ur fund í Verklýðshúsinu annað kvöld — Miðvikudaginn 31.. Okt. -— kl. 8,30 e. h. Mörg veiga mikil mál til umræðu. Félagarn- ir eru beðnir að fjölmenna og mæta stundvíslega. ¥ Fyrir helgina kom breskur knatlspyrnuflokkur frá Reykja- vík til að þreyta við knattspyrnu- félögin hér — úrvalslið úr þeim. Fyrri leikurinn var þreyttur á Laugardaginn og lyktaði honum svo, að Akureyringar unnu með 2 : 0. Síðari leikurinn fór fram á Sunnudaginn, og höfðu Bret- arnir þá sótt svo í sig veðrið, að þeir unnu með 5:1. Að keppninni lokinni sátu knatt- spyrnugarparnir veglegt boð hjá Iþróttaráði Akureyrar. ★ Stuttar erléndar fréttir. Borgarstyrjöld hefir hrotist út í Kína. Kommúnistar hafa hafn- að samkomulagstillögum ríkis- stjórnarinnar og hafið sókn á hendur herjum hennar. Stjórnin hefir sent mikinn herafla gegn hinum kommúnistisku hersveit- um. Talið er að Rússar útbúi lieri þeirra að vopnum, sem þeir hafa tekið af Japönum. ★ Talið er að Verkamanna- flokkurinn í Noregi hafi nú stjórn sína tilbúna. Er hún hrein Alþýðuflokksstjórn og eiga sæti í henni nokkrir af ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar frá styrjaldarárunum. ★ Bretar, Bandaríkjamenn og Rússar vinna af kappi að rann- sóknum á kjarnorkusprengjunni. Er svo að sjá að öll ríkin húist við styrjöld. ★ Þingkosningar fara fram í Danmörku í dag. Er úrslitanna heðið með nokkurri óþreyjú, því pólitísk veðrahrigði eru í lofti. Nasistafiokkuriiín hefir leyfi til að hjóða fram, en á örðugt upp- dráttar vegna andúðar almenn- ings. Alþýðuflokkurinn er hinn vonhesti. Ymsir aðrir telja það ógætilega bjartsýni. ★ Hafnarmannaverkföllin í Eng- landi fara heldur rénandi. Von um samkomulag á næstunni. FRAKKLAND— NOREGUR— DANMÖRK. Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, urðu úrslit kosuinganna í Frakklandi þau, að stuðnings- flokkar De Gaulle, Alþýðuflokk urinn (sósíalistar) undir for- ystu Leon Blurn og Alþýðlegi lýðveldisflokkurinn undir for- ystu Bidault, utanríkisráðherra, hlutu algeran meirihluja í þing- inu, og er húist við, að De Gaulle muni endurskipa stjórn sína í samræmi við úrslit kosn- inganna. Með þessum kosning- um er lýðræðið í Frakklandi tryggt, þó að fylgi kommúnista sé ískyggilega mikið og megi ekki aukast, ef friðurinn þar í landi á að haldast, svo að eðli- leg þróun geli átt sér stað, með- an unnið verður að endurreisn- inni eftir stríðið. Síðustu freguir herma, að fröusku lýræðisflokk- arnir hafi komið sér saman um stefnu stjórnarinnar. 1 Noregi er húist við stjórn- arskiftum. Eins og kunnugt er, hlutu uorskir Alþýðuflokks- menn (Verkamannaflokkurinn) lneinan meirihluta í þingi (76 þingsæti af 150), þó að litlu munaði. Hefir nú miðstjórn flokksins samþykkt með 33 at- kvæðum gegn 5 að mynda hreina jafnaðarmannastjórn í Noregi, en hafna samvinnu við komnninista og borgaraflokk- r ana. Astæðan er sú, að miðstjórn in telur hreina flokksstjórn frjálsari um athafnir sínar, en samsteypustjórn. Flokkurinn gerir sér þó vafalaust Ijóst, að erfitt er að stjórna með svo tæp- an meirihluta, en þess her þó að gæta, að andstöðuflokkarnir verða vafalaust ’ekki einhuga í andstöðunni. Auk þess hefir flokkurinn sýnt það áður í stjórn málastarfi sínu, að hann kann þá meginreglu lýðræðisins að taka tillit til minni hlutans. Mun hann því vart knýja fram stefnu- mál, sem mikilli andspyrnu sæta, á þessu stigi málsins, enda mun aðalstarf stjórnarinnar heinast að endurreisninni, sem nauðsyn- leg er eftir styrjöldina. Kosningar fara fram í Dan- mörku í dag. Engu skal spáð um úrslit þeirra. Ber þess að gæta, að agasamt hefir verið í Danmörku í sumar. Danska frelsishreyfingin, sem í fyrstu voru vel skipulögð samtök, er unnu aðdáunarverða sigra, varð í stríðslokin, þegar vopnum var dreifl út meðal lýðsins, að and- styggilegri ofheldisstefnu, sem hindraði, að lög og réttur gæti ríkt í landinu. Má húast við, að þetta hafi nokkur áhrif á gang kosninganna. Hedtoft Hansen, félagsmálaráðherra, hefir lýst í dag fór fram jarðarför Pét- urs Ilansen, sem fórst af slysa- sköti fyrra Sunnudag. Er þetta 50. útförin, sem fer fram frá kirkj unni hér á þessu ári. Er þetta óvenju há tala jarðarfara á einu ári og eiga þó sjálfsagt nokkrar eftir að bætast við. * Landsímastöðin er nú flutt í hin nýju húsakynni hennar á II. hæð hússins nr. 102 við Hafnar- stræti. Bæjarfógetaskrifstofurn- ar eru einnig fluttar í þetta hús — á III. hæð. ★ Á Laugardagsmorguninn var andaðist hér á sjúkrahúsinu Kristinn Jóhannesson sjómaður, Norðurgölu 11. 59 ára að aldri. Kristinn var vel látinn maður. Hann var kvæntur Björgu Ós- land. Börn þeirra eru 3, öll á ómagaaldri. ★ Klukkan var færð aftur á hak um eina stund nú um helgina. Ekki var þetta þó tilkynnt fyr en fjórum klukkustundum áður en þetta átti að gerast. Vissu margir því ekkert um þetta fyr en daginn eftir. Fólkið horðaði hádegismat kl. 11, fékk mið- degisútvarp ekki fyrr en klukk- an að ganga 14 og þar fram eftir götunum. Hljóta þéir, sem áttu að sjá um tilkynningu til fólks- ins um þessa tíniahreytingu, að hafa ált annríkt í rneira lagi fyrst tilkynningin kom svona seint. ★ Sjötugur varð á Sunnudaginn var Edvald Möller, fyrrv. versl- unarstjóri. ★ Iðnþingi er nýlega lokið í Reykjavík. Gerði það margar merkar ályktanir, senr máske verður getið hér í blaðinu síðar. ★ í þessari viku verður bílferð- um milli Rvíkur og Akureyrar fækkað ofan í tvær á viku. Munu þær verða á Þriðjudögum og Föstudögum. Mun póststjórnin sjá um ferðirnar. ★

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.