Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.11.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 06.11.1945, Blaðsíða 1
jUþíjkmoc uruux XV. árg. Þriðjudaginn 6. Nóvember 1945 45. tbl. FRA LEIKFELAGINU: Lénharður fógeti verður fyrsti leikur félagsins á þessum vetri. Sýniugar lief jast í næstu viku, Leikfélag Akureyrar hefir undanfarið æft af kappi leik- inn „Lénharður fógeti" eftir Einar H. Kvaran. Er æfingum senn lokið og búist við að leik- sýningar hefjist upp úr næstu helgi. Jón Norðfjörð hefir æft leik- inn og stjórnar honum. Hann fer líka með aðal persónuna, Lén- harð fógeta. Af öðrum persón- um má nefna: Guðnýju leikur frú Sigríður Schiöth, Hólmgeir Pálmason Torfa í Klofa, Helgu í Klofa frú Sigurjóna Jakobs- dóttir, Eystein í Mörk Elías Kristjánsson, Magnús Olafsson biskupsfrænda, Sverrir Áskels- son og Freystein á Kotströnd — „Kotstrandarkvikindið" — Björn Sigmundsson. Búningar eru að mestu fengnir að láni hjá Leikfélagi Reykja- víkur og eru þeir hinir fegurstu. Aðstaðan til leiksýninga hefir nokkuð batnað við það, að við- bót hefir verið byggð upp í brekkuna ofan við leiksviðið. Hefir leikfólkið fengið þarna búningsherbergi til afnota og sviðið verður einnig rýmra. Félagið .ráðgerir að taka gam anleik til sýninga upp úr ára- mótum, og síðar á vetrinum ís- lenskan leik, alvarlegs efnis. Er bað vel að félagið hyggst að starfa allan veturinn út og að sýningum góðra leikja. Setning Menntaskól- ans. - Skólameistari ræðir um ofdrykkju. Þrennar kosningar næstu kosningar á undan Alþýðufl. 48 ( Vinstri fl. 38 1 íhaldsfl. 26 1 Kommúnistafl. 18 Róttæki fl. 11 Dansk samling 4 Retsforb. 1 upjj Dönsku kosnhigarnar fóru svo, að jafnaðarmannaflokkur- inn gekk saman. Tapaði 18 þing sætum frá því næst á undan. — Vinstri menn og kommúnistar unnu á. Er þingmannafjöldi flokkanna eftir kosninganiar sem hér segir. Tölurnar í 'svig- unum sýna þingmannatölu við í: (66) (28) (31) (3) (13) (3) (2) í Danmörku og þá fyrst og fremst í Kaupmannahöfn hefir ríkt og ríkir enn hið mesta öng- þveiti. Frelsishreyfingin, sem á sínum tíma vann mikið og gott verk, hefir breytst í óaldarflokk, þar sem kommúnistar og annað ofbeldissjúkt fólk ræður öllu. Skeytir hvorki um lög né reglur og heldur starfseminni saman með æsingum og uppvöðsluhætti Sem dæmi upp á það hvað hægt er að segja fólkinu og æsa það upp á, er það í frásögur fært, að jafnaðarmannastjórnin var sök- uð um það að hafa ekki fyrir- skipað varnir gegn innrás Þjóð- verja 1940!!! eins og það hefði verið leikur einn. Alþýðuflokksstjórnin hefir sagt af sér. Konungur hefir fal- ið formanni Vinstri flokksins að mynda stjórrí, en ekki var hann búinn að því er þetta var ritað, enda örðugleikarnir margir og miklir. Við síðustu kosningar fyrir ^styrjöldina var kjörorð dönsku alþýðunnar: „Stauning — eller Ka—os." Þá fékk hún Stauning og leið vel uirdir stjórnarforystu hans. Nú er þjóðin búin að misst Stauning en hefir fengið Ka—os í staðinn — ástand, sem kommúnistar berjast fyrir í hverju lýðræðisþjóðfélagi. Bæjarstjórnarkosningar fóru fram í Englandi og Wales í síð- ustu viku. Alþýðuflokkurinn vann ennþá glæsilegri sigur en í þingkosningunum. Fékk víða alla bæjarfulltrúana kjörna. — Unnu um 40 bæi og borgir frá íhaldsfl. I London vann flokk- Formlegri setningu Mennta- skólans hér var frestað í haust, þegar skólinn hófst, vegna þess að skólameistari var þá fjarver- andi. Dváldist hann þá í Reykja- vík við útvegun kennara. Var á tímabili útlit á, að skólinn yrði að draga saman seglin vegna skorts á kennurum, en úr því rættist, eins og best varð á kos- ið, á síðustu stundu. Skólasetning fór fram í há- tíðasal skólans síðastl. Sunnu- dag kl. 5, að viðstöddum nem- endum skólans, kennrírum og nokkrum bæjarbúum. Við skólasetningu. hélt skólameistar- inn, Sigurður Guðmundsson, mikla, merka og gagnhugsaða ræðu um áfengisnautn. Lýsti hann ofnautn áfengis sem sjúk- legu fyrirbæri og rakti nokkuð orsakir þess, að menn drekka frá sér vit og rænu. Taldi hann lífshatur og hugleysi meðal meg inástæðnanna til þess, að menn leggja stund á ofdrykkju. Vitn- aði hann í því sambandi til rit- gerðar Halldórs Kiljans Laxness Fylliraftarnir og lýsingu hans á drykkjumanninum, Magnúsi í Bræðratungu, í Hinu Ijósa man. Einnig vitnaði hann máli sínu til stuðnings til nýjustu rannsókna amerískra sálfræðinga um þetta efni. Er niðurstaða þeirra mjög á sömu lund. Skólameistari gat þess, að hann hefði enga tilhneigingu til að fæða málið einhliða. Hann kvaðst ekki vera bannmaður, og ef víns væri neytt í hófi, gæti það „lífgað sálaryl," eins og skáldið segir. Það væri guðs gjöf til mannanna og yki þor urinn 22 bæjarhverfi af 28. Og þessu lík eru hlutföllin annars- staðar. Þeir vita hvað þeir vilja og hvað þeir eru að gera, Eng- lendingarnir. Kosningar fara fram í Ung- verjalandi í dag. Búist er við að fl. smábænda fái flesta þing- menn. Talið er að kosningarn- ar fari fram á lýðræðislegan hátt, eins og Bandamenn hafa krafist. þeirra og gleði. En þess yrði vandlega að gæta, að Bakkus væri öfganna guð, og það væri einungis fyrir þroskaða menn að fást við hann. Ungum mönnum væri hollast að vera í algeru bindindi. En menn yrðu að gera sér ljóst, að öðrum tökum þyrfti að taka áfengisnautn unglinga en drykkjuskap fullorðinna manna. Bjargráðið kvað skólameist- ari vera nýja trú, trú á mann- helgi og lífshelgi. Það yrði að innræta mönnum trúarkennda lotning fyrir mannhelgri sál. x. BURT MEÐ ÁFENGIÐ! Tveir fjölmennir fundir um áfengismál hafa nýlega verið haldnir á Suðurlandi. Annar í Hafnarfirði, og stóðu að honum ýms félagasamiök í bænum, skólarnir, bæjarstjórn o. fl. — Voru þarna bornar fram áskor- anir á ríkisstjórn og kröfur um, að draga úr hinu ægilega áfeng- isböli, sem er að skapast með þjóðinni. Þá bundust ýms stærstu félögin í bænum samtök- um um að ekkert vín skuli haft um hönd á skemmtunum þeirra og öðrum samkomum. Hinn fundurinn var haldinn í Reykjavík, að tilhlutun Þing- stúku Reykjavíkur. Voru máls- hefjendur þeir dr. Símon Jónas- son og Sigurbjörn Einarssono dósent. Voru þarna bornar fram og samþykktar skorinorðar kröf ur um róttækar aðgerðir hins op- inbera til að draga úr drykkju- bölinu. Voru báðir þessir fundir fjölmennir og einhuga um að krefjast bóta á því ástandi, sem nú ríkir í áfengismálum þjóðar- innar, og sem er löngu orðið henni til vansæmdar og ómetan- legs tjóns. ,Dronning Alexandrine, leggur af stað í fyrstu íslands- ferð sína eftir styrjaldarlok 11. þ. m. Mun skipið aðeins fara til Reykjavíkur. Er skipið fullhlað- ið vörum og með því munu verða 180 farþegar. Aðra ferð hingað kemur Drottningin í Desember. Leggur upp í þá ferð 2. Des. Skipherra á Drottningunni verður sá, sem var 1. stýrimaður á skipinu í Is- landsferðum fyrir stríð.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.