Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.11.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 06.11.1945, Blaðsíða 2
2 .■ -* alþYðumaðurinn Þriðjudaginn 6. Nóvember 1945 Hættnleg Ofl afi verki Verkíall sjómanna Nú em þeir ekld lengur „lietjur hafsins6’ á á máli þeirra, sem þeir liafa liætt lífi sínu fyrir styrjáldarárin og gera enn. Við lestur fyrri liluta þessar- ar greinar hlýtur hver maður, sem um mál þessi vill hugsa, að gera tilraun til að leita að or- sökum fyrir því, að atvinnu- frelsi og réttur óbreytts verka- manns samkvæmt stjórnarskrá ríkisins er dærndur enginn um leið og „betri borgurum“ er dæmdur hann fullur og óskor- aður. Menn munu almennt ekki virða þá ályktun Félagsdóms, að atvinnufrelsi eftir stjórnar- skránni gildi ekki fyrir óhrot- inn verkamann,af því að í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sé ekki bannað að hefta atvinnu- frelsi hans með samningum milli atvinnurekenda og verklýðsfé- laga. Svo fjarri er hún nokkru viti. En hvað er það þá, sem veldur því að niðurstöður Fé- lagsdóms í máli verkamannsins verða allar aðrar en HæstarStt- ar í máli Halldórs Kiljan Lax- ness og Félagsdóms í máli Stein- gríms Aðalsteinssonar. Trauðla geta menn álitið að mennirnir, sem skipa Félagsdóm og skila þessum furðidegu niðurstöðum, séu haldnir löngun til þess að níðast á þessum sérstaka manni. Onnur öfl hljóta því að standa hér á bak við. Eins og ég hefi tekið fram fyr í þessari grein, hefi ég engan mann fyrirhitt, sem ekki hefir játað það, að samningar milli verklýðsfélaga og atvinnurek- enda, sem úfiloka utanfélags- menn frá vinnu, séu augljóst brot á stjórnarskrá ríkisins. Hitt er aftur jafn kunnugt, að menn eru til, sem hvorki virða stjórn- arskrána eða lög landsins, og telja sjálfsagt að brjóta hvoru- tveggja meðan þeim lielst það uppi. Atburðir innan verklýðsfé- laganna sjálfra sýna og sanna það að forystumenn þeirra vita þetta afar vel. Það eru nokkur dæmi þess að verklýðsfélög hafa rekið menn, sem kallað er, en um leið hafa þau lýst yfir, að liinir brottreknu skuli haja full réttindi á félagssvœðinu eft- ir sem áður, hafi félögin haft þannig lagaða sanminga við at- vinnurekendur, að félagsmenn skuli sitja fyrir vinnu. Félögin hafa með þessu játað óskoraðan, almennan rétt manns til að stunda atvinnu sína, sér til fram færslu — rétt, sem ekki megi af honum taka, hvað brotlegur, sem hann gerist við starfsreglur félaganna og almennt velsæmi í félagsmálum, en hrot á þessu tvennu hafa verið og eru aðal orsakirnar til hurtrekstra manna úr félögunum. Kem ég þá að þeim óheilla- öflum, sem að mínu áliti — og margra annara — eru þess vald- andi, að dómur, sem sá er felld- ur var í máli B. B. getur átt sér stað. Eins og vitað er hafa verið í gildi og eru víst enn samningar milli Kommúnistafloþksins og Sjálfstæðisflokksins — eða sam komulag — um að Sjálfstæðið veiti kommúnistum að málum í verklýðsfélögunum í valdabar- áttu þeirra. Með öðrum orðum: Hjálpi kommúnistum til að ná völdum í verklýðshreyfingunni. Morgunblaðið hefir játað þetta nýlega og þetta var öllum ljóst þegar kommúnistar tóku fyrrv. erindreka Sjúlfstæðisfl. Hermann Guðmundsson, og gerðu hann að forseta Alþýðu- sambandsins. Það þarf enginn að halda að kommúnistar verði ekki að endurgjalda þenna greiða með einhverju öðru en því að gera fyrrv. þjón atvinnu- rekendavaldsins í landinu að æðsta manni í samtökum verka- lýðsins, þó þann félagsskap geti auðvitað ekki lient meiri van- virða og niðurlæging. Síðan þessi samvinna fór að verða á- berandi, sérstaklega í Reykjavík hafa hvað eftir annað gerst þeir atburðir, sem henda á að kommúnistar séu frekar þjónar atvinnurekenda innan verklýðs- hreyfingárinnar en forsvarsmenn verkalýðsins. Gæti ég nefnt mörg dæmi þessa ef á þyrfti að halda. En að þjónkun kommúnista væri eins alger og opinher og samn- ingar Dagsbrúnar í Rvík við Vinnuveitendafél. íslands sýna, mun fáa gruna. 25. grein þess samnings hljóðar svo í heild. Leturhreyting gjörð af mér: „Stjórn Dagshrúnar skuld- bindur sig til að vinna að því eftir mætti, að samning- ur þessi verði haldinn í öllum greinum af liálfu fé- lagsmanna, meðan hann er í gildi, þar á meðal til að beita sér gegn því að verka menn geri hópsamtök um að hverfa frá vinnuveitanda vegna tilboða annarstaðar um hærra kaup en ákveðið er í samningi þessum. A sama hátt skuldbindur stjórn vinnuveitendafélags- ins sig til að vinna móti því að verkamenn séu lokkað- ir frá vinnustöðvum með yfirboðum eða tilraunir séu gerðar til að fá þá til að vinna fyrir lægra kaup en samningur ákveður.“ Hér er ekki farið dult með Sjómannadagurinn er orðinn einn af mestu hátíðardögum landsins. Þá stendur ekki á því að tungumjúkir talarar úr bur- geisahópi flytji skjallandi skála- ræður fyrir minni sjómannanna. Þá heita þeir „hetjur hafsins“, „hermenn hafsins“ „fullhugar“ „þjóðarsómi“ og hvernig þau nú eru öll fallegu nöfnin á sjó- mönnunum okkar. Einu sinni vildi það^til á ein- um slíkum degi, að sjómanni varð það á að kasta því fram að hann og samherjar hans óskuðu eftir að verða varir allrar þessar- ar virðingar og þakklætis, sem um þá lyki á sjómannadaginn, þegar fjallað væri urn kjör þeirra á sjónum, öryggi og að- . húð alla. I Blað atvinnurekendavaldsinsJ í landinu ætlaði af göflurn að ganga vegna þessa óviðeigandi munnsafnaðar hins óbreytta sjó- r manns. Astæðulausar aðdróttan- ir voru orð hans kölluð. Hvat- skeytleg hrigsl og annað þessu Ííkt. Og blaðið fullvissaði sjó- mennina og alla landshúa um það, að hólræðurnar á sjómanna- daginn væru ekkert fleipur, og það myndi sannast hvenær, sem þjónkunina við atvinnurekenda- valdið. Það er ekki einungis svo, að stjórn stærsta og sterkasta verklýðsfélags landsins ráði sig í vinnumennsku hjá atvinnurek- endavaldinu til þess að varna því að verkamenn geti sætt hœrra kaupi, sem þeim er boðið, heldur er tekið LOFORÐ af at- vinnurekendum um að þeir greiði ekki hærra kaup en hin kommúnistisku stjórnarvöld fé- lagsins hafa gengið inn á fyrir hönd félagsins. Hvenær skyldi brautryðendur verklýðshreyfing arinnar á Islandi hafa dreymt 'um að stjórn eins verklýðsfélags gæti gengið svona langt í þjón- ustu við höfuðóvin verklýðssam- takanna? Það þarf heldur enginn að halda að hér standi ekki annað og meira á bak við eða að at- vinnurekendavaldið geri sig á- nægt með að svona sé það og verði í Dagsbrún einni. Að því kem ég nánar í niður- lagi þessarar greinar. (Meira). Halldór Friðjónsson. þeir þyrftu á skilningi og sann- girni að halda. Nú standa sjómenn á siglinga- flotanum í verkfalli og eru húnir ,að standa það í meir en mánuð. Hvers vegna? Af því að það virð ist þurfa meíra en einn-, tvo-, þrjá-mánuði til að fá skálaræðu- mennina frá sjómannadögum undanfarandi ára til að skilja það, að enn er sjórinn í kring- um landið og mikill hluti út- hafanina hættusvæði fyrir sjó- mennina. Enn mora siglingaleið- irnar af ,,rekduflum“, þótt styrj- öldinni í Evrópu sé lokið um stund. Og mennirnir, sem alltaf eru í landi og vilja ekki greiða sjó- mönnunum áhættufé eins og þeir fara fram á, reyna að fá aðra menn, sem líka eru í landi og hafa ekkert af liættum hafsins að segja, til að trúa því að sjómenn- irnir séu ósanngjarnlega harðir í kröfum og ámælisverðir fyrir að halda á rétti sínum á lögleg- an liátt. Nú eru þeir ekki lengur „hetjur“ og „hermenn" hafsins — „stolt þjóðarinnar“ og vel- gjörðamenn. Þeir mega ekki fá sæmil. hlutdeild í miljónunum, sem lnúgast hafa upp undanfar- in ár, innan lands og utan vegna þegnskapar þeirra við land og þjóð. Hugdirfsku og hetjuþrótt. Já, það kemur sér betur að verkfallið ber ekki upp á sjó- mannadaginn. Idvernig ætti þá að vera hægt að halda hinar snjöllu skálaræður fyrir „lietj- um hafsins“? Það er rætt um að sjómanna- verkfallið geti leitt til matvæla- þurðar hér og þar í landinu —- og vetur genginn í garð. Og and- inn í þessum umræðum er sá, að sjómenn eigi sök á þessu. Þeir, sem hafa athugað rökstuðn ing heggja deihiaðila í þessu máli ættu ekki að þurfa að vera í vafa um það, að sökin er ekki þeirra frekar en skipaeigend- anna. Og þegar á það er litið að fiskiskipin sigla upp á sömu kjör og áður hafa gilt, virðist þrái skipaeigendanna að ganga inn á kröfur sjómanna vera sprottinn af öðru en umhyggju fyrir sjómönnum þjóðarinnar í heild. ★

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.