Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.11.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 06.11.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 6. Nóvember 1945 Húsmæðraskólafélag Akureyrar hefir ákveðið að gefa félagskonum kost á að liafa kaffi- samdrykkju í nýja húsmæðraskólanum miðvikudagiim þ. 14. þ. m. — Konur þær, sem óska að vera. þátttakendur, verða að hafa ákveðið sig í síðasta lagi á laugardaginn þ. 10. þ. m. Áskriftarlistar liggja frammi í verzlununum: Hamborg, Björk og útibúum KEA í Höepfner, Hamarstíg og Alaska. STJÓRNIN. TILKYNNING Með tilliti til árstíðasveiflna á verði eggja, hefir Viðskiptaráð ákveðið eftirfarándi hámarksverð á innlendum eggjum frá og með 1. nóv. 1945: í heildsölu .... kr. 16.00 í smásölu ...... kr. 18.00 Með auglýsingu þessari er úr gildi fallin auglýs- ing Viðskiptaráðsins um hámarksverð á eggjum, dags. 31. júlí 1945. Reykjavík, 30. október 1945. VERÐLAGSSTJÓRINN. Innilega þakka ég öllum, sem glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum og skeytum og margskonar hlýhug og vin- áttuvotti á áttræðisajmœli mínu.. Bið ég góðan guð að blessa allt þetta góða fólk og aðra bœjarbúa, sem ég hefi nú verið samdvölum með í nær því hálfa öld. Guðrún Símonardóttir. Jón Þorsteinsson — Minningarorð. — Jón Þorsteinsson fæddist 17. Sept. 1926. Hann var sonur hjón anna Jónínu Jónsdóttur og Þor- steins Iiallssonar nú til heimil- is í Aðalstræti 66 hér á Akur- eyri. Jón lést 14. Okt. síðastliðimi. Starfsferill hans varð því ekki langur, þar sem hann hafði ekki lifað æskuna alla. Eg ætla ekki að rekja hér æfiatburði hans. En þar sem ég gat ekki rétt hon- um hendina í kveðjuskyni, frek- ar en aðrir, áður en hann fór héðan, vil ég minnast hans með fáeinum orðum. Við æskuna eru ávallt tengd- ar vonir urn framtíðina. Þess vegna er öllum þeim, sem um það hugsa, hryggðarefni þegar efnilegur og góður maður hverf- ur af starfssviði lífsins svo snemma á vori. En hvað þá um foreldra og systkini, sem auk þess að hafa mist barn sitt og bróður, hafa þurft að sjá á bak öllum þeim framtíðarvonum, sem við hann voru tengdar. \ Sviplegt fráfall nánasta vanda manns, hefir að sumu leyti ekki ósvipuð áhrif, og þegar ljós er slökkt fyrir þeim, er ljóselskir eru, og góðs vinar eins og þegar blóm er slitið upp úr beði þeirra sem elska blómin. Eg ætla ekki að skýra þetta nánar, því ég vil ekki ýfa lítt gróin sár þeirra, er hlut eiga að máli. Þó að það sé vitanlega öllum ljóst, að eitt sinn á hver að deyja, þá er dauði dugmikilla gáfaðra og góðra ungmenna á- valt mjög tilfinnanlegur fyrir vini þeirra og kunningja. Þó að hann sé ennþá meira áfall fyrir nánustu vandamenn, en máske er hann þó afdrifaríkastur fyrir þjóðfélagsheildina. Hér er þó alltaf nokkur hugg- un þeim, er syrgja og sakna, að eftir lifir hjá þeim minningin um greindan, dugmikinn og heið virðan ungan mann, verulega glæsilegan og góðan dreng. Slík minning er öllum við- komandi ósjálfráð hvöt til feg- urri hugsana og árangursríkari og betri starfa. Vinur. Drengjastígvél Skóhlífar Bomsur Gúmmístígvél karlm. væntanl. með e.s. Bláfell Kaupfél. Verkamanna Vefnaðarvörudeild ÞRJAR BÆKUR frá forlagi „Æskunnar“ hafa blaðinu borist nýlega. Eru þetta barna- og unglingabækur eins og vant er hjá Æskunni og ætl- aðar til tækifærisgjafa og glaðn- ingar. A æfinlýraleiðum er 220 bls. bók eftir E. Unnerstad, þýdd af Guðjóni Guðjónssyni skólastjóra Kalla fer í vist eftir Mallbie Faustman, þýdd af Guðjóni Guðjónssyni skólastjóra, 180 blaðsíða bók, og sú þriðja Undraflugvélin eftir Kai Berg Madsen, þýdd af Eiríki Sigurðs- syni kennara, tæpar 100 blað- síður að stærð, en hefir inni að halda frásögu um þetta uudraá- hald, sem öll börn þrá nú á dög- um. Það þykir ekki ástæða til að geta efnis bókanna frekar hér. Væntanlegir lesendur þeirra verða að vera einir um þau æfin týr og undralönd, sem þær bregða ujrp fyrir þeim. Eitt er aftur hægt að segja foreldrum og öðrum þeim, sem velja bækur handa ungdóminum, að það eru alltaf Æskubækurnar, sem þar koma fyrst til greina. Þær eru alltaf hollur lestur og skemmti- legur, göfgandi fyrir hina ungu lesendur og um leið fræðandi. Þetta eru kostir sem aldrei verða metnir að fullu. Og svo eru Æskubækurnar alltaf fyrirmynd að frágangi og snoturleik og allstaðar heimilisprýði. Þær eru líka keyptar og lesnar allra bóka mest. Stuttar erlendar fréttir. Hafnarverkföllunum er lokið í Englandi. Verkamenn tóku aft- ur upp vinnu í gærmorgun. Sam- tímis liófust samkomulagsum- leitanir milli fulltrúa atvinnurek enda og verkamanna. Mun ríkis- stjórnin láta það mál til sín taka ef með þarf. Verði ekki komnar á sættir 1. Des. n. k. hefjast verk- föllin aftur. ★ Urslitin í kosningunum í Ung- verjalandi verða ekki kunn fyr en á morgun. Mælt er að þrír stærstu flokkarnir:' Smáhænda- flokkurinn, Jafnaðarmannaflokk urinn og Kommúnistaflokkurinn hafi samið um það fyrirfram, að hvernig sem kosningarnar fari, verði mynduð samsteypu- stjórn þessara flokka án tillits til styrkléikahlutfalla. Skuli þeir í sameiningu vinna að endur- reisn landsins. ★ r A morgun er 28. afmælisdag- ur rússnesku öregabyltingarinn- ar. Verður þá mikið um dýrðir í Moskvu. Hersýningar miklar fara fram þar sem gefur að líta hinn nýja aðal Rússlands stýra herskörunum, borðalagðan með gullskúfa á öxlum eins og á Zartímabilinu. Óneitanlega á- berandi þróun frá fyrirætlunum foringja byltingarinnar, sem voru „félagar“ eins og hinir óbrotnu hermenn, fordæmdu heri og styrjaldir og ætluðu að stofna ríki friðarins á jörðu. ★ Talið er að fundið sé lyf við mýraköldu, sem taki fram öllum lyfjum, sem áður hafa verið not- uð til lækninga á þessum sjúk- dómi. Er þetta talinn mikill og merkur viðburður í baráttu læknavísindanna við plágur þær er hrjá mannkynið. ★ Forysta Komúnistaflokksins í Frakklandi liefir lýst því yfir, að flokkurinn muni berjast gegn því, að Frakkland gerist aðili að vestur-evrópisku bandalagi, sem stofnað yrði gegn austur- evrópisku þjóðabandalagi!!! — Konu vantar til að ræsta landsíma- stöðina með annari. — SÍMASTJÓRINN. Skyldi mönnum koma þetta á ó- vart? * -- Bresku blöðin fluttu í gær þá fregn — undir stórum fyrirsögn- um — að Rússar í Þýskalandi hafi vísað um 4.5 milj. manns af hernámssvæði sínu inn á her- námssvæði Breta. Fregnin liefir ekki verið staðfest af breska ut- anríkismálaráðuneytinu, en fregnir frá Stokkhólmi í gær- kvöldi gátu um þetta, en töldu að ekki væri um eins margt fólk að ræða og bresku blöðin telja. En reynist þetta rétt vera, sýnir það hve heilir Rússar eru í sam- vinnunni við vesturveldin um að bjarga þýsku þjóðinni frá liungri og fári í vetur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.