Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.11.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 13.11.1945, Blaðsíða 1
Míjkmafiuruux XV. árg. Þriðjudaginn 13. Nóv. 1945. 46. tbl. Ræður um alþjoðamál Truman, Chnrchill, Bevia oö Molotov Það, sem einkennt hefir al- þjóðleg stjórnmál síðustu daga tfg jafnvel vikur, eru ræður. Það hefir verið svipað umhorfs á vettvangi alheimsstjórnmála eins og einhverjar alheims kosningar væru í nánd. Forystumenn stór- veldanna og formælendur þeirra hafa keppst hverjir við aðra um að skýra heiminum frá stefnu sinni og stjórna sinna, svo að öllum megi ljóst verða, að þeirra sé ekki sökin. Allir hafa þó tal- að varlega, svo að ekki lokuðust öll sund til frekari samkomulags umleitana. . TRUMAN Seint í Októbermánuði hélt Truman, forseti Bandaríkjanna, mikla ræðu og skýrði frá stefnu sinni og ríkis síns í utanríkis- málum. Ræða hans fjallaði að- allega um almennar meginreglur og sjónarmið, en einstök deilu- atriði ræddi hann ekki. Hann skýrði frá" 12 atriðum, sem fælu í sér meginatriðin í stefnu Banda ríkjanna. Fer hér á eftir útdrátt- ur úr þeim. 1. Bandaríkin óska ekki eftir nokkkrum breytingum á landa- mærum. 2. Bandaríkin trúa því, að þjÓðir þær, sem sviptar hafa verið sjálfstæði og sjálfstjórn, öðlist þau' aftur. 3. Bandaríkin viðurkenna eng ar breytingar á landamærum vin- veittra ríkja (in any friendly sart of the world) nema þær séu í samræmi við óskir þjóðanna, sem þessi lönd byggja. 4. Bandaríkin telja, að öllum þjóðum, sem hæfar eru til sjálfs- stjórnar, ætti að leyfast að á- kveða stjórnskipan ríkis síns. 5. I samvinnu við bandamenn sína vilja Bandaríkin stuðla að því, að óvinaþjóðirnar komi á hjá sér' lýðræði, og vinna að því að skapa heim, þar sem nasismi, fasismi og hernaðarárásir fá ekki þrifist. 6. Bandaríkin viðurkenna ekki nokkra stjórn, sem settt er á lagg irnar með hervaldi erlendra ríkja. 7. Bandaríkin telja, að allar þjóðir eigi að njóta frelsis til að sigla um höfin og skipgenga skurði eða ár, sem liggja um fleira en eitt land. 8. Bandaríkin telja, að allar þjóðir, sem viðurkenndar eru í samfélagi þjóðanna, eigi að hafa aðgang að hráefnum heimsins. 9. Bandaríkin telja, að öll sjálfstæð ríki Vesturálfunnar eigi að vinna saman sem góðir nágrannar að lausn sameigin- legra vandamála án íhlutunar að utan. 10. Bandaríkin telja, að al- þjóðleg samvinna í viðskipta- málum sé mikilvæg til þess að vinna bug á ótta og skorti. 11. Bandaríkin munu halda á- fram að vinna að eflingu rit- frelsis, málfrelsis og trúfrelsis. 12. Bandaríkin eru sannfærð um, að til varðveislu friðarins sé "nauðsynleg samtök samein- uðu þjóðanna og ætti öllum frið- sömum þjóðum að gefast kostur á að taka þátt í þeim, en það því aðeíns, að þær séu fúsar á að beita hervaldi, ef það er nauð- synlegt til þess að tryggja frið- inn. I lok ræðu sinnar ræddi Tru- man um kjarnorkuna og kjarn- orkusprengjuna. Tók hann þar skýrt fram, að hafinn væri und- irbúningur að því, að öðrum þjóðum en þátt tóku í kjarnorku- rannsóknunum yrði látin í té vitneskja um vísindalegar niður- stöður, en um framleiðslu kjarn- orkusprengjunnar yrði engin vitneskja látin í té. CHURCHILL og BEVIN Winston Churchill, fyrrv. for- sætisráðherra Breta, hóf umræð- ur um utanríkismál í neðri mál- stofu breska þingsins síðastlið- inn Miðvikudag. Tók hann mjög í sama streng og Truman um kjarnorkusprengjuna. Sagði hann, að Bretar og, Bandaríkja- menn œttu að halda vörð um hana sem helgan dóm. Hinsveg- ar hældi Churihill Rússum á hvert reipi og taldi Stalin mikil- ,menni. Churchill var svartsýim um horfur í alþjóðamálum og taldi þær verri en 1918. Síðar í umræðunum tók Ernst Bevin, utanríkisráðherra Breta til máls. Var hann enn tortryggn- ari í garð Rússa en Churchill og vítti þá mjög fyrir ásælni í Suð- austur-Evrópu. MOLOTOV. Molotov, utanríkisráðherra Rússa, hélt ræðu 6. Nóv., daginn fyrir byltingarafmæli Sovét-ríkj anna. Fréttir höfðu áður borist um, að Stalin myndi þá halda ræðu og skýra frá stefnu sinni, en hans er ekki getið í sambandi við hátíðahöldin. Er ýmsum get- um leitt að f jarvist hans, en eng- in vissa fyrir því, af hverju þau stafa. Molotov ræddi um ástandið í alþjóðamálum. Rakti hann enda lok stríðsins og ræddi um sigur- inn yfir fasistaríkjunum og þátt- töku Rússa í hernámi Japana. Tvö atriði ræðu hans vekja þó mesta athygli: Hann taldi heim- inum stafa hætta af því, að ein þjóð hefði umráð yfir kjarnorku sprengjunni. Sagði hann, að Rússar skyldu fá kjarnorkuna og fjölmargt fleira. Hitt atriðið, sem athygli vakti, var afstaða Molotovs til bandalags vest- rænna þjóða. Var hann slíku bandalagi mjög andvígur. Taldi hann, að slíkt bandalag gæti að- eins haft illt í för með sér. Telja má, að ræður þær, er skýrt hefir verið frá, gefi ekki miklar bendingar um það, er koma skal. Af þeim er að vísu ljóst, að samkomulag Rússa og Vesturveldanna er ekki eins gott og ákjósanlegt væri. Flestir munu geta fallist á meginreglur Trumans, en sítt er hvað megin- reglur og framkvæmd þeirra og í öllum stjórnmálum er fram- kvœmdin aðalatriðið. Ræða Molotovs bendir eindregið til, að Rússar séu í vörn. Þeir hræð- ast bandalag Breta og Bandaríkj anna og þeir óttast kjarnorku- sprengjuna, en eftir er að sjá, hvort sá ótti hefir áhrif á stefnu þeirra í utanríkismálum, og það er heldur ekki sýnt, hvort sam- komulag, sem stofnað yrði til vegna þess, að annar aðilinn ótt- Fundur í Verslunarmannahúsinu Fimtu- daginn 15. Nóv. og hefst kl. 8.30 eftir hádegi. FUNDAREFNI: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Stefnuskrá Alþýðufl. í bæjarmálum 3. Kosnings skipulags- nefndar 4. Fréttir 5. Orðið er laust. Fastlega skorað á félagsfólk- ið að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. Verkamað- ur skrifar Það er engin ný skemmtisaga, sem 'hér skal sögð, heldur aðeins á stöku stað gripið ofan í gömlu söguna um öryggisleysi og illar horfur um afkomu okkar Akur- eyringa. Hefir sjaldan þótt byr- lega blása hér í þeim efnum þegar frá eru skilin hernámsár- in. Og er álit margra kunnugra manna að nú muni fyrst kasta tólfunum ef við ekki þegar í stað gerumst virkir aðilar að þeirri nýsköpun atvinnuveganna, sem nú er að hefjast um land allt. Eins og fullkunnugt er hafa flestir kaupstaðir og kauptún landsins gert stórhuga áætlanir í þá átt að byggja upp atvinnulíf- ið, en hér á okkar fögru Akur- eyri — bæ margháttaðra mögu- leika, virðist takmarkið vera, að daufheyrast við kalli nýja tím* ans og fljóta sofandi að feigðar- ósi. Að vísu tókst. eftir mikið Framhald á 4. síðu. ast hinn, myndi til langframa megnugt þess að skapa frið á jörð.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.