Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.11.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 13.11.1945, Blaðsíða 2
2 ALÞTÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 13. Nóv. 1945 Hættuleg öf (Niðurlag.) í síðasta blaði lauk ég ináli mínu með því að birta hina furðulegu 25. grein í samning- um verkamannafélagsins „Dags- brún“ og Vinnuveitendafélags ís lands, en vegna þeirra, sem ekki kynnu að hafa lesið það blað, en fá þetta í hendur, tek ég hana hér upp aftur, og þá með frek- ari skýringum en áður. Greinin er svohljóðandi: „Stjórn Dagsbrúnar skuld- bindur sig til að vinna að því eftir mætti, að samning ur þessi verði haldinn í öllum greinum af hálfu fé- lagsmanna, meðan hann er í gildi, þar á meðal til að beita sér gegn því að verka- menn geri hópsamtök um að hverfa frá vinnuveitanda vegna tilboða annarstaðar um hærra kaup en ákveðið er í samningi þessum. A sama hátt skuldbindur stjórn vinnuveitendafélags- ins sig til að vinna móti því að verkamenn séu lokkað- ir frá vinnustöðvum með yfirboðum eða tilraunir séu gerðar til að fá þá til að vinna fyrir lægra kaup en samningur ákveður.“ Hvílík regin verklýðssvik eru framin af stjórn Dagsbrúnar með því að rita undir svona plagg, og hvílík svívirðing hér er á ferð, sést enn skýrar þegar at- huguð er 5. grein sama samn- ings. Hún byrjar svo: (Leturbr. mín) LÁGMARKSKAUP í al- mennri dagvinnu fyrir full- gilda verkamenn“ o. s. frv. Með orðinu lágmarkskaup er meint og því lofað, að verka- menn fái að njóta hærra kaups en þetta ef í boði er. Þ. e. geta sætt þeim hlunnindum, sem eft- irspurn og samkeppni um vinnu- kraftinn skapar. En svo koma bara þeir háu herrar, sem um þessi mál fjalla og semja per- sónulega um, að gera þetta á- kvæði að engu. Hjálpast að því að verja pyngju atvinnurekenda fyrir verkamönnum og gera hlut þeirra sem rýrastan. Til samanburðar er rétt að at- huga aðstöðu bænda á líkum vettvangi. Löggjöfin tryggir þeim hærra verð fyrir afurðir þeirra þann tíma ársins, sem eftirspurn in er mest eftir þeim, en það er sama og kauphækkun fyrir hænd Urna. Hvað skyldu bændur segja við sína forsvarsmenn, ef þeir færu að makka við neyt- I að verki. endurna um það að þeir skyldu „skuldhinda“ sig til „eftir mætti“, að hafa þessi hlunnindi af þeim, sem stunda húskapinn? Þó hér hafi verið bitið höfuð- ið af skömminni, þarf enginn að ætla, að kommúnistar séu allir þar sem stjórn Dagsbrúnar er. Hér nyrðra hafa formenn tveggja verklýðsfélaga sagt frá því, að þeir hafi fengið aðfinnslur frá starfsmanni kommúnistaforyst- unnar í Alþýðusambandinu fyr- ir nokkru síðan fyrir það eitt, að þeir náðu betri samningum við atvinnurekendur á staðnum en Alþýðusambandsstjórnin hefði talið gott og hæfilegt. Haustið 1942, þegar Erlingur hróðir minn gerði þá bestu samn inga við atvinnurekendur hér, sem þá átlu sér stað í landinu, gátu kommúnistar í Reykjavík ekki dulið gremju sína yfir því að þessir samningar höfðu tekist. Maður, sem kom frá Reykjavík rétt eftir að fréttin um þessa glæsilegu samninga barst þang- að, gat þess við mig, að sér hefði þótt einkennilegt að heyra ldjóð- ið í kommúnistunum í höfuð- staðnum út af þessum sanming- um. Einn hefði nú gengið svo langt að segja, að það væri naum ast r. . . . á karlhelv. . . . þarna norður á Akureyri. Það þvrfti að „handtéra“ hann við tæki- færi. Og það stóð ekki á „handter- ingunni“ þegar kommúnistar fengu áhrifavald í Alþýðusam- bandsstjórninni. För þeirra sam- einingar-Jónanna hingað var ekki farin fyrir verkalýðinn. Það, að stærsti atvinnurekandi bæjarins hljóp þegar til sam- vinnu við þá til að koma Verk- lýðsfélagi Akureyrar fyrir katt- arnef, var engin tilviljun. Hún var hara einn liður í þeirri þró- un, sem verið var að vinna braut í íslenskri verklýðshreyfingu, að koma þeim mönnum þar til valda, sem gera sanminga eins og Dagsbrúnarsamningana, sem aðal-perlurnar úr hafa ver- ið sýndar hér, og efla þá „sam- vinnu“, sem stofnað hefir verið til gegn hagsmunum og atvinnu- frelsi verkalýðsins. V. Þetta, sem ég hefi sagt hér á undan liggur opið fyrir. En nú býst ég við að einhverjir, sem ekki átta sig á samhengi ástæðna og athafna, spyrji hvað þetta komi máli B. B. við og dómi Fé- lagsdóms, sem ég gat um í upp- hafi þessarar greinar. Ófreskja kúgunarinnar hefir marga arma og langa. Klær henn ar læsa sig inn á ólíklegustu stöð um. Fyrir mér liggur málið þann- ig, og ég trúi ekki öðru en það verði margir, sem líta á það á sama 'hátt þegar gögnin liggja á borðinu fyrir framan þá. Eins og sagt er frá fyr í þess- ari grein, hefir Morgunblaðið játað nýlega, að samningar séu í gildi milli forystumanna Sjálf- stæðisfl. og Kommúnistafl. um haráttu gegn Alþýðufl. innan verklýðsfélaganna. Þetta vissu reyndar allir áður, en játning Morgunbl. er þó mikilvæg sönn- un í málinu. Reyndar virðist vera hér um samninga milli at- vinnurekendavalds Sjálfstæðis- flokksins og kommúnistaforyst- unnar að ræða, en ekki milli flokkanna sem heilda. Það sýna og sanna Dagsbrúnarsamning- arnir hest. Virðast þá málin liggja þannig fyrir frá háðum hliðum. Til þess að kommúnista- forystan í Alþýðusamhandinu geti staðið við samningana frá sinni hlið, er nauðsynlegt fyrir hana að geta kúgað alla verkamenn inn í verk- lýðsfélögin, og svo heimtar Al- þýðusamhandsstjórnin að henni sé falið að fara með alla samn- inga fyrir verklýðsfélögin. Með þessu er félögunum sjálfum ýtt til liliðar í baráttunnni. Félágarn ir missa áhugann fvrir haráttu- málunum og taka því, sem að þeim er rétt. Eins er það með félög at- vinnurekenda. Þegar allt samn- ingavald verklýðsfélaganna er komið í hendur Alþýðusamhands stjórnarinnar í Reykjavík, eru þessi félög út um land nauð- beygð til að ganga í Vinnuveit- endafélag íslands og láta það fara með umboð sitt í samning- um um kaup og kjör. Hér verða því aðilar að öllum þessum mál- um tvær fámennar klíkur í R.- vík, sem nota aðstöðu sína til pólitískra hrossakaupa. Báðir aðilar vita að öll þessi atvinnukúgun er hrot á atvinnu- frelsi manna og stjórnarskrá ríkisins, en til þess að viðhalda þessari aðstöðu verður að berja niður hverja tilraun til að brjóta þessar viðjar. í Félagsdómi eiga þessir tveir aðilar sinn fulltrúann hvor, eða samningsaðilar tvo dómendur af fimm. Þetta er sterk aðstaða. Svo sterk að ekki þarf nema einn af hinum þremur að snúast á sveif með fulltrúum áður- nefndra samningsaðila og dóm- urinn er á valdi þeirra. Auðvitað er þetta óþolandi ástand og bein- asta leið til að skapa vald í landinu, sem getur aðhafst hvaða svívirðingu 'sem er, þar sem skannnsýni löggjafanna hafa sett Félagsdóm á bekk með Hæsta- réttij svo ómögulegt er að ná rétti sínum gagnvart honum, hvernig sem framferði hans er. Hér tel ég vera fólginn lykil- inn að því að dómurinn í máli B. B. féll eins og raun varð á. Pólitískir hagsmunir og hrossa- lcaup tveggja aðila, sem háðir eiga gengi sitt undir því að per- sónufrelsi og réttindum alþýð- unnar sé haldið undir jámhæl kúgarans voru í veði. Þess vegna varð að herja niður tilraun verka mannsins til að ná þeim rétti, sem honum er heitið í stjórnar- skrá ríkisins. Aðeins af þessum ástæðum getur — að mínu áliti •— skapast þvílíkt plagg, sem dómur Félagsdóms í máli B. B. er. Svo langt er frá. að hann byggist á lögum og almennum rétti. Og það er enginn tilviljun, að það er verkamaður, sem óréttin- um er beittur. Hann á sameigin- legan óvin í háðum þeim aðil- um, sem hafa skapað sér að- stöðu til að svifta hann mann- réttindum og frelsi. Síðar mun ég svo sýna fram á hvílík blekking það er, að það sé hagsmunaatriði fyrir verka- menn yfirleitt, að hafa í samn- ingum verklýðsfélaganna for- rétlindaákvæði til vinnu hjá sér- stökum atvinnurekendum. Þau eru livergi til í reynd. Halldór Friðjónsson. Burt með áfengið! Ríkisstjórnin hefir sagt upp fjórum af lögregluþjónum hæj- arins, en þeim var bætt .við lög- regluliðið 1940. Málið lá fyrir síðasta bæjarstjórnarfundi. Var bæjarstjórnin sammála um, að ekki megi fækka lögregluþjón- unum, meðan núverandi ástand ríkir í áfengismálum hæjarius. Samþykkti hún því, að gerði rík isstjórnin alvöru úr þessu, krefð ist bæjarstjórnin þess að áfe.ng- isútsölunni hér yrði lokað. Búist er við að á næstunni verði haldinn hér almennur fund ur um áfengismál, samskonar og fundirnir syðra, sem sagt var frá í síðasta blaði. Er vel að þessi mál séu tekin til meðferðar á sem flestum stöðum. ★ Þing Æskulýðsfylkingarinn- ar, nýlega haldið í Reykjavík, skoraði á ríkisstjórnina að láta héraðabönn koma til fram- kvæmda sem fyrst og veita ekki drykkjumönnum ábyrgðarmikl- ar stöður. Skoraði það á önnur æskulýðsfélög landsins að veita bindindismálinu allan þann stuðning er þau mega.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.