Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.11.1945, Side 1

Alþýðumaðurinn - 20.11.1945, Side 1
Kjarnorknmálin Samkomulag í Washington Helstu tíðindi síðustú viku eru viðræður forystumanna eng- ilsaxnesku þjóðanna, Trumans, Attlees og Maceuzie Kings, um kjarnorkumálin. — Síðastliðið Finnntudagskvöld var lilkynnt í Washington, að samkomulag hefði orðið um lausn þessa / 1 mikla vandamáls. Er samkomu- lag þetta í fullu samræmi við það, sem fram hafði komið í ræðum ráðamanna í þessum löndum og skýrt var frá í síðasta blaði. Aðalalriði samkomulags- ins eru þau, að alþjóðanefnd verði sett á stofn til þess að hafa umsjón með frumeindarrann- sóknum og hvernig orka frum- eindanna verði helst hagnýtt. — Stejna skal að því, að bamiað verði, að kjarnorkan sé noluð í styrjöldum, lieldur verði hún að- eins hagnýtt til j)ess að auka hag sœld Jjjóðanna og til léttis við friðsamleg störf. Að svo komnu máli verður engin vitneskja látin öðrum þjóð um í té um það, hvernig kjarn- orkusprengjan er framleidd. — Sömuleiðis verður fyrst í stað alger leynd yfir því, hvernig hagnýta má orkuna til iðnaðar, enda ekki talinn mikill munur á þessu. Síðar er þó talið, að slík vitneskja verði veitt, en fyrst verður að tryggja, að engin þjóð hyggist nota kjarnorkuvopn til árásar á aðrar þjóðir. Um sömu inundir og fréttir um þetta samkomulag, hefir sænsk- ur vísindamaður skýrt frá því, að Svíar kunni að framleiða kjarnorkusprengjur og aðferð þeirra standi á engan hált að baki þeirri aðferð, er Banda- ríkjamenn nota. Segir í sömu fregn, að framleiðsla kjarnorku- sprengna sé ekki framar neitt leyndarmál. Og nokkru síðar kom sú.frétt, að rússneskir vís- indamenn telji sig geta framleitt kjarnorkusprengjur. Ef þessar fréttir reynast sann- ar, virðist samkomulagið í Was- hington harla lítils virði. Vanda- málið, sem uppgötvun kjarnork- unnar hefir í för með sér, er á- reiðanlega mesta vandamálið, sem nú er á döfinni. Sem dæmi þess, hve ægilegt vopn kjarnorku sprengjan er, má geta þess, að einn þingmaður í Bandaríkjun- um lagði þá spurningu fyrir dr. Oppenheimer, einn þeirra vís- indamanna, er starfaði"að kjarn- orkurannsóknum á styrjaldarár- unum, hvort satt væri, að hægt væri að drepa 40 milljónir Ame- ríkumanna í einni kjarnorku- sprengjuárás. „Eg er hræddur um það“, sagði dr. Oppenhei- mer. æ. Frá AlþýðuflokkS' félaginu Alþýðuflokksfélag Akureyrar hélt fund sl. Miðvikudagskvöld. Auk inntöku nýrra félaga og skipun starfsnefnda, var stefnú- skrá Alþýðuflokksins í bæjar- málum við íliönd farandi bæjar- stjórnarkosningar, lögð fram, rædd og samþykkt. Er stefuuskráin birt á annari síðu blaðsins í dag. Er hlaðið þess fullvisst að bæjarbúar muni lesa stefnuskrána með athygli— og fylkja sér um hana, ef ekki á að ríkja áfram sama ófremdar- ástandið í bæjarmálum, einkum atvinnumálunum og verið hefir. Léoharður íógeti hefir nú verið sýndur í fjögur skipti á 6 dögum. Aðsókn var ekki mikil að tveim fyrstu sýn- ingunum, en troðfullt h'ús á báð- um sýningunum nú um helgina. Leikurinn fær góða dóma yf- irleitt. Búningar skrautlegir og leiksviðsúthúnaður ágætur. — Vegna mistaka hefir leikhúsgest- ur Alþýðumannsins ekki getað séð leikinn ennþá. Dómup um hann verður því að bíða næsta blaðs. En ekki er að efa að að- sókn að leiknum fer vaxandi eft- ir því sem sýningum fjölgar. Alþýðuvikan Alþýðuflokksfélag Akureyrar efnir til sérstakrar alþýðu- viku dagana 20.—25. þ. m. Hefst hún í kvöld — Þriðjudag 20. þ. m. með frœðslu- og skemmtikvöldi að Hótel Norður- land, kl. 9 e. h. Síðan öll kvöld vinkuna út. \ Til fróðleiks og skemmtunar verða á þessum kvöldum flutt ávörp og stutt erindi, upplestrar, söngur, kvikmyndir o. jl. Samkomugestir geta fengið keyptar veitingar og neytt þeina meðan á skemmtun stendur. Dagskrá livers dags verður auglýst á götunum og í útvarpinu. Aðgöngumiðar að öllum skemmtununum eru enn til sölu í Kaupfélagi Verkamanna og kosla kr. 10.00. Einnig verður seldur aðgangur að lwerju sérstöku kvöldi meðan húsrúm leyfir, og kostar kr. 5.00. Akureyringar! Sækið þessar einstæðu skemmt- anir, ykkur til fróðleiks og skemmtunar! Fullt hús hvert kvöld er markið. Forstöðunefndin. -------------------- Fréttatilkynning frá ríkisstjórninni 11. Nóv. 1945. Almennar trygjingar heitir bók, sem nýkomin er úl á vegum félagsmálaráðuneytis- ins. Er hún 350 bls. í stóru broti og liefir að flytja margskonar fróðleik um almannatryggingar hér á landi og víðar. Bókin er samin að tilhlutun félagsmála- ráðuneytisins og hafa þeir Jón Blöndal hagfræðingur og Jó- hann Sæniundsson, trygginga- yfirlæknir starfað að þessum mál um alllengi. Meginþættirnir eru um almannatryggingar, heilsu- gæslu og atvinnuleysismál. — Fylgja mjög m'erkilegar tillögur í öllum þessum málum. Annars er mikill hluti bókarinnar skýrsl ur og töflur, þurrar aflestrar, en fróðlegar engu að síður. Er bókin líka sérstaklega ætl- uð starfsmönnum þeim, er þessi mál heyra undir, stjórnendum bæja og sveita, þingmönnum og öðrum þeim, sem sérstaklega þurfa um tryggingamál að fjalla En ekki fer heldur hjá því, að margir lesi hana sér’til fróðleiks og skilningsauka á þessu einu mesta vandamáli hverrar þjóð- ar. — í danska blaðinu Faaborg Folketidende birtist'nýlega rit- stjómargrein um íslensk handrit í dönskum söfnum. Er þess get- ið í greininni, liver ánægja Dön- um liafi orðið að því að fá Is- ted-ljónið, frægt minnismerki, aftur í sínar heudur, en það höfðu Þjóðverjar hernumið ár- ið 1864. í þessu sambandi er vakin á því athygli, að mörg handrit jslenskra fornrita séu í konunglega bókasafnimi í Kaup- mannahöfn, en þangað liafi þau komist, meðan ísland laut Dan- mörku. Telur blaðið rétt að framselja Islendingum handrit- in til þess að sýna þeim að Dan- ir vilji varðveita samúð og menn ingarfélag með íslendingum, þrátt fyrir skilnaðinn. Eigi tel- ur blaðið þurfa að óttast að ís- lendipgar gæti handritanna síð- ur en Danir, heldur þvert á móti. Kveður blaðið framsal handrit- anna munu verða frægt dæmi um vinsamleg samskipti þjóða á milli, einkum ef Danir eigi sjálf- ir að því frumkvæði.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.