Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.11.1945, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 20.11.1945, Blaðsíða 2
2 AjLÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 20. Nóv. 1945 rt-Tp.r'i'íír- Stefnuskrá Aliiýöufiokksins á Akureyri í liæjanuálum Öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við frá- fall og jarðarför, RAFNS SIGURJÓNSSONAR voltum við okkar innilegasta þakklæti. Sérstaklega viljum við þakka hjónuniim Guðnýju Hjálmarsdóttir og Lárusi Hinrikssyni fyrir þá miklu hjálp og hluttekningu, sem þan hafa sýnt okkur. Fyrir mína hönd og annara vandamanna. Anna Jónsdóttir. Flokkurinn beitir sér fyrir að hrinda af stað og koma í fram- kvæmd, eftir því sem hann hefir styrkleika til, þessum atriðum: 1) í ATVINNUMÁLUM: a) Að útgerð í bænum verði aukin sem mest, hæði útgerð ein- stakra manna og félaga, en þó sérstaklega að stofnað verði til bæjarútgerðar. í því sambandi vill flokkur- inn einkúm beita sér fyrir því, að bærinn festi kaup á nýjum togurum og geri þá út, helst einn saman, en annars í félagi við áðra, Ennfremur leggur flokkurinn áherslu á, að bætt sé aðstaða smábátaútgerðarinnar. b) Að hafist sé tafarlaust handa um byggingu hafnarmann virkja á Tanganum fyrir dráttar- brautir, kolabryggju og smábáta lagi, eins og ráðgert hefir verið. c) Að Krossanesland verði keypt, og það, ásamt Glerár- þorpi, sameinað lögsagnarum- dæmi Akureyrarkaupstaða-r, og efld sé síldarbræðslustöð í Krossanesi sem bæjareign eða ríkis, sérstaklega í sambandi við aukna síldarsöltun í bænum.. d) Að niðursuðuverksmiðja sú, sem ríkið lætur væntanlega byggja, verði reist hér á Akur- eyri, þar sem hráefni er fyrir hendi mestan tíma ársins. Einn- ig sé annar fiskiðnaður efldúr. e) Að ríkið reisi hér og reki mikilvirka nýtísku tunnuverk- smiðju. f) - Að fyrirhuguð áburðar- verksmiðja ríkisins verði reist hér, þar sem ætla má, að hún sé best sett. g) Að væntanleg ullarverk- smiðja ríkisins verði reist hér, enda er Akureyri miðsvæðis í þeim héruðum, þar sem ullar- framleiðslan er mest og best á landinu. h) Að raforkukerfi bæjarins verði stórlega endurbætt, svo að orka sú, er flytst til bæjarins, nýtist sem best, og farið sé þeg- ar að undirbúa stækkun rafveit- unnar, þar sem komið er í ljós, að þess er brýn þörf. i) Að malbikað eða stéypt verði sem mest af götum bæjar- ins og þess gætt, að þær verði hafðar nægilega breiðar með steinlögðum gangstéttum beggja megin, og götulýsing stórlega aukin. 2) í HÚSNÆÐISMÁLUM: a) Að bærinn láti byggja hentugar íbúðir handa þeim bæjarbúum, sem ekki eru færir um það sjálfir, en búa í óviðun- andi húsnæði eða eru húsnæðis- lausir, og gangi að öðru jöfnu fjölskyldur með -börn fy.rir við úthlutun íbúðanna. Jafnframt sé ríkt gengið eftir því, að Akureyri njóti sömu framlaga af liálfu ríkisins lil bygginganna eins og Rvík eða aðrir bæir kunna að fá. b) Að mönnum sé gert kleift að eignast íbúðir, sem Bygging- arfélag Akureyrar reisir, á þann hátt, að bærinn greiði eða láni efnalitlum mönnum útborgun þá, sem greiða þarf samkv. lögum Byggingarsjóðs veikamanna. c) Að bærinn hlutist til um það eftir fremsta megni, að hyggingarefni það, er flytst til kaupstaðarins verði eingöngu varið til byggingar íbúðarhúsa, meðan húsnæðiseklan er, eða annarra þeirra hygginga, sem varða almenningsþörf. d) AAbærinn annist innkaup alls þess byggingarefnis, sem hann þarf til eigin framkvæmda og láli efnalitlum bæjarbúum, sem af eigin rannnleik reyna að koma sér upp íbúðum, í té bygg- ingarefni við kostnaðarverði. e) Að bærinn reki stein- steypuverkstæði, sem steypi alla steina, auk þess sem þar séu steyjrtir steinar, sem bærinn not- ar til byggingaframkvæmda sinna eða selur kostnaðarverði lil efnalítilla húsbyggjenda. f) Að bærinn vinni tafarlaust að því að útvega þeim húseig- endum hagkvæm, vaxtalítil lán, sem byggt hafa á núverandi verðbólgutímum, en geta ekki haldið þessari eign áinni, nema slíkt hjálp komi tih Telur flokkurinn þessar leiðir skynsamlegri en þær, sem bær- inn hefir hingað til farið, að kaupa göinul og léleg timburhús Iiáu verði og kosta ærnu fé til að. útbúa1 í þeifii íbúðir, sem þó aldrei verða nema til bráða- birgða, auk þeirrar eldhættu, sem fylgir þessum húsum. Sjálfsagt er, að ítarleg rann- sókn fari fram á því, hvað hús- næðisþörfin er mikil, og verði framkvæmdir miðaðar við þá vitneskju, er þannig fæst. 3) í MENNINGARMÁLUM: a) Að hafist verði handa þeg- ar á næsta ári um byggingu vænt- anlegs barnaskóla á Oddeyr- inni, þar sem barnaskólahús bæjarins er orðið svo þéttsetið, að ekki verður lengur við unað. b) Að hlutast verði til um það, að bærinn fái einkarétt til reksturs kvikmyndahúss og taki liann síðan í sínar hendur. c) Að byggt verði ráðhús og það athugað, hvort lieppilegt sé að byggja kvikmynda- og leik- hús í sambandi við það. d) Að reistir verði tafarlaust klefar við útisundlaug bæjarins með fullkomnum böðurn, og enn- fremur sé reist yfirbyggð kennslu laug, svo framarlega, sem sund- kennsla skólanna á að fara fram að vetrinum. e) ^ Að íþróttasvæði bæjarins verði fullgert liið bráðasta, og leikvellir handa börnum verði gerðir á hæfilega mörgum stöð- um í bænum og séð fyrir vörslu á þfeim, eftir því sem þörf kref- ur. f) Að bærinn komi upp á hent ugum stað dagheimili fyrir börn. g) Að byggt verði elliheimili í bænum svo fljótt sem kostur er á. h) Að sorphreinsunarmálum ^bæjarins, sem nú erú í algeru ófremdarástandi, verði komið í viðunandi horf. i) Að hyggð verði tafarlaust almenningssalerni í bænum. j) Að bifreiðastæði verði þeg- ar skipulögð þannig, að fullt lillit sé tekið lil haasnnma o bifreiðastjóra, án þess að um- ferðaröryggi sé rýrt. k) Að lögð sé fyllsta alúð við fegrun bæjarins. l) Að Matthíasai'bókhlaðan verði tafarlaust reist, svo að bær- inn verði firrtur þeirri vanvirðu, að dýrmætt bókasafn eyðileggist í höndum hans sökum óhæfs .húsnæðis. Auk þeirra mála, sem hér eru talin, vill flokkurinn vinna að framgángi allra þeirra mála annarra, sem fram kunna að koma og hann telur stefna til al- menningsheilla í bænum. AHUGIÐ: - Á Alþýðuvikunni á Hótel Norðurland í kvöld segir Friðj. Skarphéðinss. bæjarfóg. frá því hvernig Hafnarfjarðarbær er orð in best stæðasti bær landsins og hvað megi af honum læra. -— Bæjarbúar! Þetta er sérstakt tækifæri til að fá hlutláusa fræðslu um eitt mikilvægasta mál kaupstaðanna. í tæpu vaM Það er gleðilegur vottur um vax- andi ábyrgðartilfinningu gagn- vart landi og þjóð, þegar álirifa- menn taka að ræða um vanda- mál almennings. Ofdl'ykkjan er eitt þeii ra mála, og nú á skönnn- um tíma hafa þau verið rædd á opinberum vettvangi svo eftir hefir verið tekið. Blöðin á Akureyri liafa skýrt frá ræðu, sem herra skólameist- ari, Sig. Guðmundsson, flutti við setningu Menntaskólans nú fyrir skönnnu. Því miður heyrði ég ekki þessa ræðu. Efast ekki um að margt liafi þar verið vel sagt. Hlýt ég því að byggja á frásögn- um blaðanna er ég leyfi mér að gera við hugleiðingar skólameist ara nokkrar alhugasemdir. Skólameistari virðist taka undir með Salómoui. Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta, og „guðaveigar“ virðast finna náð fyrir augum lians. Það verður því ekki litið á ræðu þessa fræðimanns öðru vísi en sem gullhamra, slegna hófdrykkj unni, sem sumir eru að tala um, en í raun og veru er ekki til öðru vísi en sem minna skaðlegur löstur en ofdrykkjunnar. Þegar skólain. talaði um of- drykkjuna sem óvin helgi sálar- innar og fegurðar, hefði hann mátt hafa líkamann með. Einn versti óvinur líkamans, heil- brigði hans og fegurðar, er of- drykkjan. Stöðug nautn áfengis eyðileggur líkamann ekki minna en versta vinnuþrælkun, og ó- fegurri mannslíkama en Hkama drykkjumannsins getur ekki. Mætti vel stinga þessu að yngri og eldri konum, sem nú iðka drykkjusiðina af ískyggilegri alúð, en vilja auðvitað allar vera „fagrar konur“ eins og skáldið orðaði það. Þá er hin fróma ráðlegging skólameistarans til ungra manna að vera í bindindi. Skyldu þeir ekki vera nokkuð margir, ungu mennirnir og konurnar, sem þyk ir það götótt fræði, að ráðleggja þeim að forðast það, sem eru „guðaveigar“ eldra fólki og „lífga sálaryl“. Og þykist það ekki vera fullvaxta fólk nokkuð snenuna — unga fólkið nú á dögum? Trúlofast ekki stúlkurn- ar nokkuð margar — upp úr fermingu og jafnvel fyrr? Eru þær ekki orðnar „mömmur“ svo

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.