Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.11.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 27.11.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 27. Nóv. 1943 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: AlþýSuflokksfélag Akureyrar Ábyrgðarmaður: Erlingur FriSjónsson Blaðið kemur út i hverjum Þriðjudegi Af greiðslumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar I’rentsmiðja Björns Jónssonar h.j. TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Bœjarfógetaskrifstofan 10—12 og 1—3 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 — byggingafulltrúa 11—12 — framfærslufulltrúa 414—514 — jarðræktarráðunauts 1—2 Skömmtunarsktifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Póststofan: Bréfastofan 10—6 Bögglastofan 10—12 og 1—5 Bankarnir opnir: Landsbankinn 1014—12 og 114—3 Búnaðarbankinn 1014—12 og 114—3 Útvegsbankinn 1014—12 og 1—4. Viðtalstími lækna: Héraðslæknirinn 1014—1114 Sjúkrasamlagslæknirinn 11—12 Árni Guðmundsson 2—4 Jón Geirsson 11—12 og 1—3 Ólafur Sigurðsson 1—3 Pétur Jónsson 10—12 og 5—6 Stefán Guðnason 1214—2 og 5—6 Helgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12, 1—3 og 4-6 Gunnar Hallgrímss. tannl. 10-12 og 114-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. Sjúkrasamlagið 10—12 og 3—6. Bókasafnið opið: Þriðjud., Fimtud., Laugardaga 4—7 Gufubaðstofa sundlaugarinnar>: Fimtud. Konur 8—11.50 og 5—7 Karlar 2—4.50 Laugard. Konur 3—4.50 Karlar 8-11.50 og 1-2.50 og 5-7. Kaupgjald og vísitala: Almennt kaup karla .... kr. 7,13 á klst. Almennt kaup kvenna .. kr. 4,42 á klst. Kaup ungl. 14—16 ára .. kr. 4,70 á klst. Vísitala framfærslukostnaðar 285 stig. Prestskosning fór fram í Reykjavík á Sunnu daginn. Kjósa átti einn prest Dómkirkjusafnaðarins í stað sr. Friðriks Hallgrímssonar dóm- prófasts, sem lætur af prestskap. A kjörskrá voru 8500 kjósend- ur. Af þeim greiddu 5599 atkv. Kosningin var fast sótt. Fjórir umsækjendur voru í kjöri. At- kvæði verða talin á Fimmtudag- inn. SM JÖR Von er á amerísku smjöri með Snæfellinu eða Esju. Kaupfél. Yerkamanna ALþýðum Björgunarskúta Norð- lendinga Að tilhlutan Björgunarskútu- ráðs Norðlendinga var fundur haldinn að Hótel KEA Sunnu- dagsinn 25. þ. m. Ráðið var kos- ið á Siglufirði 1939, og var skip að þessunt mönnum: Steindóri Hjaltalín frá Sigluf. Andrési Hafliðasyni s.st. Eyþóri Hallssyni s.st. Þorvaldi Friðfinnssyni Olafsf. Stefáni Jónssyni Dalvík. Á fundinum voru mættir úr ráðinu þeir: Steindór Hjaltalín og Stefán Jónsson, en hinir voru forfallaðir sökum veikinda. Steindór Hjaltalín setti fund- inn og bauð fulltrúa velkomna, en fulltrúar voru mættir frá flest um kvenna- og karladeildum slysavarnadeildanna á Norður- landi. Fundarboðandi gat þess, að tilgangurinn með fundinum væri að kjósa nýtt Björgunarskúturáð, afla upplýsinga hjá fulltrúutium hversu mikið fé væri fyrir hendi hjá sveitunum senr ætlað væri til kaupa á björgunarskútu, og síð- an hefja undirbúning til fram- kvæmda. Samkvæmt upplýsingum, sem fram komu, eru þegar fyrir hendi í sjóðum deildanna og tryggum loforðum ýmissa stofn- ana og félagasamtaka rúmar 300 þúsund krónur. Á fundinum ríkti mikill áhugi fyrir því að hraða því sém mest, að Norðlendingar gætu eignast hjörgunarskútu og bent á að hið væntanlega björgunarskúturáð ælti að leita samninga við ríkis- stjórnina um kaup á einu hinna þriggja varðskipa er ríkisstjórn- in hefir nýlega keypt frá Eng- landi. Hafa Vestfirðingar þegar gert samning um kaup á einu skipinu til björgunarstarfa fyrir Vestfjörðum. Allmiklar umræður urðu um málið og að þeim loknum voru kosin í björgunarskúturáð sem aðalmenn, þau: Hrefna Bjarnadóttir, frú Húsavík Steindór Hjaltalín, útgerðar- maður Siglufirði, Andrés Hafliðason, kaupmað- ur, Siglufirði, Eiríksína Ásgrímsdóttir, frú, Siglufirði, Stefán Jónsson, bóndi Dalvík, Sesselja Eldjárn, frk. Alcur- eyri og Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri Akureyri. Varamenn: Einar Sörensson, útgerðarm. Húsavík, Skafti Stefánsson, útgerðarm. Siglufirði, Þórarinn Dúason, skipstjóri, Siglufirði, AÐÚRINN María Jóhannsdóttir, frú Siglufirði, Egill Júlíusson, útgerðarm. Dalvík, Sigríður Árnadóttir, frú Ak- ureyri og Jóhannes Jónasson, verkstjóri Akureyri. Vonandi tekst hinu nýkosna björgunarskúturáði giftusam- lega, og sem fyrst, að ráða fram úr þessu almenna og vinsæla á- hugamáli allra norðlenskra kvenna og karla. Skemdarstörf komm- únista í verklýðsfélög- unum Það þarf engan að undra þótt ekki liði á löngu þar til komm- úninstar hæfu skemmdarstarf- semi sína innan verklýðshreyf- ingarinnar þegar þeir voru komnir til valda í Alþýðusam- bandinu með tilstyrk samtaka atviimurekendavaldsins í land- inu. Ut um land er starfseminni haldið áfram í anda og krafti dreifibréfsins, sem formaður Kommúnistaflokksins, Brynjólf- ur Bjarnason, sendi út fyrir sið- asta Alþýðusamliandsþing, þar sem liðsmönnum voru keimdir klækir samkvæmt rússneskum og þýskum fyrirmyndum. En stjórn Alþýðusambandsins mun hafa orðið þess vör að skæruliðar hennar út um land þyrftu að fá fyrirmynd og livatn ingu frá aðalstöðvunum í höfuð- staðnum, ef þeir ættu að fást til að gera alvöru úr bræðravígun- um út á landi. Þessvegna hafa þeir nú sálufélagarnir Hermann Guðmundsson, Jón Rafnsson og Eggert Þorbjarnarson kosið verkakvennafél. „Framsókn" í Rvík fyrir aðalskotmark. Hefir stjórn Alþýðusamhandsins fyrir- skipað að félagið geri eitt af tvennu, að ganga í samsteypu með þvottakvennafél. „Freyja“ og félagi afgreiðslustúlkna í mjólkur- ö'g brauðsölubúðum, en kommúnistar ráða í þessum tveim félögum, og skipi komm- únistar málum þessa samsteypu- félags eftir vild, eða að „Fram- sókn“ verði lögð niður“!\\ og svo stofni kommúnistar upp úr þessu öllu saman félag við sitt hæfi og undir forystu síns fólks. Hlj'ði Framsókn ekki þessum fyrirskipunum á að reka hana úr Alþýðusambandinu. Verkakvennafélagið „Fram- sókn“ er þriðja stærsta verklýðs- félag höfuðstaðarins og eitt af þeim, sem stofnuðu Alþýðusam- bandið. Hún hefir haldið svo vel á málum verkakvenna að t. d. þvottakonur og konur, sem á síð- ari árum hafa unnið í iðnaði hafa búið við betri kjör vegna 3 sanminga félagsins, en sérfélög kommúnista í þessum greinum, Freyja og Iðja, hafa náð fyrir sína félaga. Og auðvitað vilja verkakonurnar ekki leggja félag sitt niður, enda eru engin ákvæði fyrir slíku hvorki í lögum félags ins sjálfs eða lögum Alþýðusam bandsins. En forystukonur Framsóknar eru á öndverðum meiði pólitíkst við hrossakaupamennina, sem nú skipa stjórn Alþýðusambands ins, þó það komi hvergi fram í innbyrðismálum félagsins. Og þá er gripið til hefndarráðstaf- ana, brottrekstranna, alveg eins og kommúnistar á Siglufirði gerðu innan Kaupfélags Sigl- firðinga í trú um að þeim héld- ist uppi sú framkoma. Hvað hér er á ferðinni geta allir heilskyggnir menn séð. Það er unnið að því tvennu að við- halda yfirráðum kommúnista í Alþýðusambandinu hvað sem það kostar og kljúfa og lama verklýðsfélögin þar til þau verða þægt, pólitískt verkfæri í liöndum þeirrar óþjóðlegu klíku, sem lýtur hoði og banni erlends einræðisstórveldis og hikar ekki við að fylgja gulu siðfrœðinni út í æsar hve ósamrýmanleg sem hún er óspilltu íslendingseðli. Héðan og þaðan Sjötugur varð sl. Sunnudag Hallgrímur Valdimarsson af- greiðslumaður. ★ Húsmæðraskólafélag Akureyr ar efndi til fjársöfnunar síðastl. Sunnudag. Merki voru seld. — Kaffisala síðdegis á Hótel Akur- eyri og dansleikur að Hótel Norðurland um kvöldið. Fjár- söfnunin gekk prýðilega. * Kvenfélagið Framtíðin hefir dansleik í Samkomuhúsinu 1. Desember og hefst hann klukkan 9 síðdegis. Inngangseyri verður varið til glaðningar fyrir jólin. Sjá að öðru leyti götuauglýsing- ar síðar í vikunni. Þingkosningar í Austurríki fóru frarn sl. Sunnudag. Úr- slitatölur í kosningunum voru ekki kunnar í gærkvöldi, en þá voru fólksflokkurinn og jafnað- armannaflokkurinn nokkurnveg inn jafnir að fylgi. Jafnaðar- menn höfðu hreinan meirihluta í Wien. Fólksflokkurinn er sam- steypa íhalds- og Bændaflokk- anna gömlu. Kommúnistar hafa reynst algerlega fylgislausir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.