Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.11.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 27.11.1945, Blaðsíða 4
4 Þriðjudaginn 27. Nóv. 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN ........■ .. ■■■■ .. »■ -BÆKUR- Símon í Norðurhlíð Það mun ekki ofmælt, að tölu- vert stór hluti íslenskra lesenda bíði með nokkurri eftirvæntingu eftir hverri nýrri bók, sem frú Elinborg Lárusdóttir sendir frá sér Bækur hennar seljast bóka best þótt sérstaklega lítið hafi verið fyrir þær gert til að koma þeim út í þjóðina samanborið við það skefjalausa auglýsinga- skrum, sem á síðari árum er aus ið út í sambandi við sumar bæk- ur. Þetta sýnir að bækur frúar- innar eiga greiðan aðgang að hug og hjarta landsmanna og þá um leið, að sögurnar hennar eru bundnar sterkum böndum við líf þjóðarinnar og sögu. Síðasta saga frú Elinborgar — Símon í Norðurhlíð —, sem út kom í haust á vegum bókaforlags ins „Norðri“ h. f. hefir engan nýjan boðskap að flytja frá höf- undi. Bendir ekki á neina breyt- ingu á stefnu hennar og sögu- gerð. Ekki fráhvarf frá vett- vangi, sem hún hefir kosið sér að starfa á. Hún (bókin) er ein- ungis ný mynd úr því stóra safni, sem hið daglega líf þjóðarinnar undanfarnar aldir hefir verið ís- lenskum rithöfundum.. Mér hef- ir ætíð fundist koma bóka frú Elinborgar Lárusdóttur í hendur mínar líkjast komu góðs vinar eða kunningja, sem er í heim- sókn, dvelur stund hjá mér og segir frá að hætti góðra gesta. Eg er þakklátur fyrir heimsókn- ' ina, en finnst stundum að við- dvölin hefði mátt vera lengri. Margt hefði verið ósagt enn. Þessi bók er ein af því taginu. Hún verður ekki talin nema inn- gangur að því, sem koma hlýtur í framhaldi af henni. Um hana verður því ekki dæmt sem heild, því allt veltur á því hvernig höf- undi tekst að greiða úr þeim flækjum, sem rás viðburðanna í þessari bók hefir lagt henni á herðar að leysa úr. Og takist frú Elinb. það eins vel að undir- byggja áframhaldið, verður hér bæði um merka bók að ræða og athyglisverða, eins og svo oft hafa komið frá hennar hendi. Og frú Elinborg hefir enn ekki skilið við sögupersónur sínar í svaðinu. Henni er gefin sú náð- argáfu að leinða þær heilu og höldnu á veglegan stað í tilver- unni. Að minna leggur hún sig ekki. Vor um alla veröld heitir hók eftir Nordahl Grieg, sem Bókabúð Rikku hefir gefið út. Þetta er fyrsta bókin, sem út kemur á vegum þessa forlags og verður ekki annað sagt en að myndarlega sé af stað farið. Nafn þessa glæsilega og ástsæla höfundar sveipar líka hálfgerð- um töfraljóma um hókina, ásamt nafni þýðandans, dr. Jóns Helga- sonar, sem kunnur er að því að leggja ekki verk í annað en það, sem meira en lítið er í varið. Við fljótan lestur bókarinnar verður ekki annað séð, en að söguefnið sé eins og gerist og gengur. Sagan gerist í Rússlandi og á Spáni. FjaUar um fólk — svona upp og ofan, en meðferð höf. á sögupersónum lýsir þeirri samúð og göfugmennsku, sem hann var þekktur fyrir um öll Norðurlönd. Vegna þessa verður söguþráðurinn ekki rakinn hér, enda í mörgum tilfellum hjarnar greiði gerður þeim, sem sjálfir vilja leita, vænta, finna og geta sér til. Bókin er á fjórða hundrað hlaðsíður í stóru broti, frágang- ur vandaður og smekklegur. Verðinu er stillt í hóf. Prentverk Odds Björnssonar prentaði. Er ástæða til að óska útgef- andanum allra heilla með svona myndarlegt framlag til bókaút- gáfu þjóðarinnar þegar í byrjun. Sumarleyfi Ingibjargar heitir sögukver, sem nýkomið er út hjá Bókaforlagi Æskunnar. Höf. er Eva Dam Thomsen en Marinó L. Stefánsson hefir þýtt. Sagan er 125 blaðsíður í líku broti og Æskusögurnar eru venju lega. Bókin er ætluð börnum og unglingum. Efni, stíll og at- burðarás við þeirra hæfi, og bókin mun öðlast sömu vinsældir hjá þessum fjölmenna hópi les- enda og Æskubækurnar eiga jafnan að fagna. H. F. ÍHKBKHlHKHlHKHKHKHKHKBKBlHKBKBKBjHÍBKHKBjBKHKBKBKBKBKHlBKBlBK TiLBOÐ ÓSKAST Bæjarstjórn Akureyrar hefir samþykkt að sorphreins- un í bænum verði boðin út fyrir næsta ár.. — Tilboð- um sé skilað á skrifstofu bæjarstjóra fyrir 5. des. næstk. Nánari upplýsingar um starfið á skrifstofunni. BÆJARSTJÓRI. HKHKHKHKBKBKBKHKHKHKBKBKHKBKHKBKHKHKBKHKBKBKHKBKHÍTKW £Mllllllllllllllllllllllllllirllllllllllllllllllllllllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil■IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII11111111111111IIIII11» | Frá Húsmæðraskóla [ Akureyrar Það tilkynnist að umsóknir um námsvist í Húsmæðra- \ skóla Akureyrar, veturinn 1946—1947, þurfa að vera i komnar til undirritaðrar fyrir 15. janúar, og veitir hún = allar nánari upplýsingar milli kl. 1 og 5 e. h. á mið- ■ i vikudögum. i | HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, forstöðukona. 7iitiiiiiiiitiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«iiiiiii*iiiiiiiiiiiii*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*i>**><iii**i*ti>**» TILKYNNING FRÁ RÍKISSTJÓRNINNI Tilkynt hefir verið frá breska flutningamálaráðuneyt- inu (MWT) að öll skip, sem taka farm í Englandi, verði hér eftir að hafa hleðslumerki og hleðslumerkja- skírteini, sem er í gildi, samkvæmt ákvæðum alþjóða- hleðslumerkjasamþykktarinnar. Samgöngumálaráðuneytið, 16. nóvember 1945. Gerist strax í dag áskrifandi að hinni nýjui vönduðu útgáfu Islendingasagna Kosta í ágætu skinnbandi aðeins kr. 372.00. Óbundnar kr. 300.00. Þetta eru ódýrustu og langbeztu bókakaupin. AðalumboðsmaSur á Akureyri og nálægum sýslum: Árni Bjarnarson, Bókaverzl. Eddu, Akureyri. Sími 334 — Pósthólf 42 Kjörskrá til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri, er gildir fyrir tímabilið 24. janúar 1946 til 23. janúar 1947, liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjarstjóra frá 27. nóv. til 31. desember n. k., að báðum dögum meðtöldum. Kærum út af skránni verður að skila á skrifstofu bæj- arstjóra í síðasta lagi 3 vikum fyrir kjördag. Kærur, er berast eftir þann dag er ekki hægt að taka til greina. Bæjarstjórinn á Akureyri, 22. nóvember 1945. Steinn Steinsen. ‘IHHIIIHIMIIMII M*llltlllltllH*IIIIIIIIIIIIMIII*llllltillHltll 1111111111111111111111111111*111 II lll IIIIII lll llllll IIIIIIIHII lll IIIIIIIIIIIIIIHIl'1" I Ný> g! æsileg útgáfa af Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar | I í þrem bindum, er komin út. Þetta er bók, sem vekja = mun meiri athygli en flestar aðrar, er verða á mark- = aðinum fyrir jólin. — Pantið liana strax í dag. Bókaverzlunin EDDA, Akurevri | § Simi 334 — Pósthólf 42 «iitiiiiiiii»iiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuiiiiiiMiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiMiiiHiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiitiHiM£

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.