Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.12.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 04.12.1945, Blaðsíða 1
fUj^kmou uruux XV. érg. Þriðjudaginn 4. Desember 1945 49. tbl. Farmannasamningarnir Það var missögn, sem stafaði af misheyrn í síma, sem sagt var í síðasta blaði, að kaup háseta í siglingaflotanum hefði lækkað. Fasta kaupið hœkkaði all-veru- lega frá því sem áður var. Aft- ur á móti lækkaði áhættuþókn- unin lítilsháttar nú þegar og fer svo lækkandi þar til h'ún fellur niður. Hér fara á eftir nokkur aðal- ákvæði samninganna: 1. gr. — Mánaðarkaup skal vera: Timburmanns, bátsmanns eða besta manns......kr. 492,00 Fullgilds1 háseta .. —440.00 Viðvanings ...... — 286,00 Óvanings........ — 186,00 Til þess að geta hlotið þetta kaup, þurfa hásetar að hafa siglt á verslunarskipum, sem hér segir: a) Bátsmaður eða besti mað- ur 36 mánuði: Þar af 12 mán- uði sem fullgildur háseti. b) Fullgildur háseti minnst 12 mánuði sem viðvaningur. c) Timburmaður minnst 12 mánuði sem fullgildur háseti. Á allt mánaðarkaup greiðist dýrtíðaruppbót miðuð við verð- lagsvísitölu kauplagsnefndar eins og hún hefir verið ákveðin í byrjun hvers mánaðar. 2. gr. —- Yfirvinna borgist þannig: a.) Þegar sjóvökur eru staðn- ar greiðist kr. 1,58 fyrir hverja byrjaða hálfa klukkustund. b.) Þegar sjóvökum er slitið greiðist kr. 1,84 fyrir byrjaða hálfa klst. frá kl. 17 til kl. 20 og kr. 2,45 fyrir byrjaða hálfa klst. frá kl. 20 til kl. 7l/2 og á helgum dögum. — Stoppitarnir við land á helgum dögum greið- ist með eftirvinnukaupi. Yfirvinnukaupið greiðist með verðlagsuppbót skv. ákvæðum 1. gr. i Auk helgidaga þjóðkirkjunn- ar teljast 1. Maí, 17. Júní og Sumardagurinn fyrsti helgir dag ar. 5. gr. — A skipum yfir 500 rúmlestir skulu sjóvökur vera þrískiptar (átta tíma vinna á sólarhring) og ekki minna en 2 menn á vöku, enda sé um lokað stýrishús að ræða. A skipum, 500 rúmlestir og minni, skulu sjóvökur vera þrí- skiftar eða tvískiftar, eftir því sem yfirmenn skipsins ákveða. Þegar vökur eru tvískiftar, greið ist háseta 20,00 kr. aukaþóknun á mánuði auk verðlagsuppbótar. 14. gr. — Til 1. maí 1946 skal greiða hásetum í stríðsáhættu- þóknun kr. 360,00 á mánuði á strandferðaskipum ríkissjóðs í strandferðum, en kr. 480,00 á mánuði á skipum þessum í milli- landasiglingum og skipum Eim- skipafélags íslands. Sigli skip Eimskipafélags íslands í strand- siglingum samfelt í einn mánuð eða meir, greiðist kr. 360,00 á mánuði til l.-Maí 1946. Frá þessum tíma til 1. Maí 1947 skal áhættuþóknunin á sama hátt vera kr. 180,00 á strandferðaskipum og kr. 240,00 á millilandaskipum, en fellur þá niður. Hér hefir verið getið þess í samningunum, sem deila stóð um. Á allt ákveðið kaup greið- ist dýrtíðaruppbót eins og hún er á hverjum tíma. Kaup háseta var áður kr. 329,00 á mánuði og annað kaup eftir því. Er því hér um all-veru- lega grunnkaupshækkun að ræða, enda mestur gróði að því, því grunnkaupið stendur áfram þótt vísitala lækki og ábættu- þóknunin hverfi úr sögunni. Að undirlagi Alþýðusam- bandsins, reyndu kommúnistar að spilla einingu sjómanna eftir mætti. Vildi Alþýðusambands- stjórnin fá samningamálin í sín- ar hendur, en sjómenn vantreystu henni að fara farsællega með þau mál, enda sýndu niðurstöð- urnar að sjómenn eru einfærir að fara með hagsmunamál sín og þarflaust er að gera þau að hrossakaupamynt kommúnist- iskra stjórnmálabraskara. Trésmíðaverksmiðjan „Akur" í Reykjavík brann til kaldra kola s. 1. Sunnudagsnótt. Einnig kviknaði í tveimur öðrum hús- um þar í borginni um helgina. Mishermi þar það í síðasta blaði, að dr. Jón Helgason 'hafi þýtt bókina: Vor um alla veröld. Þýðandinn er Jón Helgason, blaðamaður við Tímann. Ur stefnuskrá Alþýðuflokksins á Akureyri í bæjarináluiii. Flokkurinn beirir sér fyrir oo hrinda of stað og koma í framkvæmd, eftir bví sem hann hefir styrkleika til, þessum atriðum: I húsnæðismálum: a) Að bærinn láti byggja hentugar íbúðir handa þeim bæjar- búum, sem ekki eru færir um það sjálfir, en búa í óviðunandi húsnæði eða eru húsnæðislausir, og gangi að öðru jöfnu fjöl-! skyldur með börn fyrir við úthlutun íbúðanna. Jafnframt sé ríkt gengið eftir því, að Akureyri njóti sömu framlaga af hálfu ríkisins til bygginganna eins og Reykjavík eða aðrir bæir kunna að fá. ; b) Að mönnum sé gert kleift að eignast íbúðir, sem Bygginga-.;> félag Akureyrar reisir, á þann hátt, að bærinn greiði eða láni efnalitlum mönnum útborgun þá, sem greiða þarf samkv. lög- um Byggingasjóðs verkamanna. c) Að bærinn hlutist til um það eftir fremsta megni, að bygg- ; ingarefni það, er flytst til kaupstaðarins verði eingöngu varið til byggingar íbúðarhúsa, meðan húsnæðiseklan er, eða annara ; þeirra bygginga, sem varða almenningsþörf. ; d) Að bærinn annist kaup alls þess byggingarefnis, sem hann; ; þarf til eigin framkvæmda og láti efnalitlum bæjarbúum, sem af ;;eigin rammleik reyna að koma sér upp íbúðum, í té byggingar- j efni við kostnaðarverði. !; e) Að bærinn reki steinsteypuverkstæði, sem steypi alla steina,!; auk þess sem þar séu steyptir steinar, sem bærinn notar til bygg-!: ; ingaframkvæmda sinna eða selur kostnaðarverði til efnalítilla; húsbyggjenda. .'•:';,!; f) Að bærinn vinni tafarlaust að því að útvega þeim húseig-!: endum hagkvæm, vaxtalítil lán, sem byggt hafa á núverandi verð- ! bólgutímum, en geta ekki haldið þessari eign sinni, nema slík!; hjálp komi til. . , ! Telur flokkurinn þessar leiðir skynsamlegri en þær, sem bær- ! inn hefir hingað til farið, að kaupa gömul og léleg timburhús! ; háu verði og kosta ærnu fé til að útbúa í þeim íbúðir, sem þó aldrei verða nema til bráðabirgða, auk þeirrar eldhættu, sem fylgir þessum húsum. Sjálfsagt er, að ítarleg rannsókn fari fram á því, hvað hús-! ; næðisþörfin er mikil, og verði framkvæmdir miðaðar við þá ^vitneskju, er þannig fæst. , / < ~~~------~—~—^^—^,—^^^^^.^^„^—} | Kosninflaskrifstofa Afþyöuflokksins i I | 1 | I | I -1 i ^verður fyrst um sinn í Strandgötu 35 — gengið inn að austan |— og verður opin kl. 6—7 síðdegis. Sími auglýstur síðar. | Kjörskrá liggur frammi og ætti fólk að athuga það semi Ifvrst, hvort nafn þess hefir ekki fallið út af skránni. | Fólk, sem hefir flutt í bæinn á þessu ári, gefi sig þegar| 1 i gfram svo að hægt sé að klaga það inn á skrána í tíma. Utanbæjar-Í ifólki, sem dvelur hér um stundarsakir, veitt aðstoð til að komai iatkvæði sínu í tæka tíð til heimakjörstaðar. i á Alþýðuflokksfólk og aðrir styðjendur flokksins, mætið seml tí N ifyrst á skrifstofunni og gefið upplýsingar, þar á meðal um fólk,|| *nýflutt í bæinn, fólk sem verður fjarverandi á kjördegi o. fl i Takið þátt í starfinu strax. 1 i Skipulagsnefndin. 1 B

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.