Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.12.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 04.12.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudaginn 4. Desember 1945 B B v o r u n Vcgnci mikils álags á rafveitukerfi eru rafmagnsnotendur varaðir við að gera nokkrar ráðstafanir til uppsetningar tækja fyrir rafmagnsupphitun, fyrr en fengið er leyfi raf- veitunnar fyrir raforkunni. Rafveita Akureyrar. l 1 | 8 I 1 1 Námskeið 8 i í hjálp í viðlögum og slysavörnum verður haldið að tilhlutun Rauða kross deildar Akureyrar og deildár Slysavarnafél. og hefst 5. (ekki 4. eins og áður var augl.) Des. n. k. í Verzlunarmannafélagshúsinu. Þeir, sem óská'að taka þátt í námskeiðinu, snúi sér hið fvrsta til einhvers af undirrituðum. Sesselja Eldjárn. Helgi Pálsson. Guðm. Karl Pétursson. 1 I I I I Kaupfél. Verkamanna 1 Jdiabaksturinn Karlmaniiaföt Hveifri, góð tegund Höfum nokkur sett Sítrondropar af karlmannafötum Vanilledropar Möndludropar Kaupf él. V erkamanna Kardímommudropar Blönduð sulta Jarðarberjasulta Vetrarfrakkar Rifsberjasulta Sva rtir Eplasulta Dökkblóir Sýróp, 4 tegundir Mislitir Hunang fóst í Súkkat Ssetar möndlur Strausykur Kaupfél. Verkamanna Kvenkápur einlitar Kvenkápur Púðursykur Vanilletöflur Vanilletölur Þurkuð egg Eggjaduft Kardimommur Kúmen tvöfaldar Ger. Kvenkánur mislitar Skæðadrífa SÍN KLÆKJÓTTUR KENNIR Eins og vitað er hefir atvinnu- rekendavald Sjálfstæðisflokks- ins gengið undir kommúnistum og eflt þá til valda í verklýðs- hreyfingunni undanfarin ár. — Hafa kommúnistaforsprakkarn- ir notfært sér þetta út í æsar og þykjast nú orðnir nógu sterkir til að fara að láta höndur standa fram úr ermum og skaffa Sjálf- stæðinu skarn fyrir brauð, þótt þeir hafi verið blíðmálir við það til þessa tíma. Nú standa kosningar fyrir dyr um, og báðir þessir flokkar hugsa til veiða í hinu grugguga vatni höfuðstaðarins. Þarna rek- ast fleyturnar á og samkomulag- ið þegar orðið gagnólíkt því, sem átt hefir sér stað milli Ólafs Thors og Einars Olgeirssonar á skrifstofu Kveldúlfs undanfarin ár. Og Morgunblaðið uppgötvar nú fyrst að það og flokkur þess hafi með samstarfi við Stalinpilt ana verið að magna þann djöfsa, sem nú rís upp í stafni á komma- fleytunni og ógnar vinnumönn- um Bjarna Ben. við veiðiskap- inn og þá fyrst átta ritarar Morgunblaðsins sig á að þeir liafa eytt kröftum sínum fyrir sinn svartasta óvin — einræðið — eins og þeir játa nú. Og Morg unbl. kveinar sáran: 0, mig auman! Eg vildi gera gott, en kommúnistar snéru því til ills! Viturt og framsýnt þóttist 'ég vera, en fávíst og heimskt hefi ég verið! Stoð og stytta míns flokks vildi ég vera, en er orðið skömm hans og skaði. ★ ENGIR VILJA EIGA HANN. Misskift er láni mannanna enn sem fyrr. Við þekkjum orð- tæki sem þessi: „Allar vildu meyjar með Ingólfi ganga“ og „Allir vildu piltarnir eig, ana.“ En það hafa nú ekki allir verið og eru ekki í þessu láninu. Til eru þeir, sem engir vilja eiga. Svo virðist nú vera um núver- andi bæjarstjóra hér á Akureyri. Má heita að Sjálfstæðið og Framsókn séu komin í hárið hvert á öðru út af því hverra sé sökin meiri, að við höfum orðið að búa við það framkvæmdaleysi í bæjarmálum undanfarið og fólkið þykist rekja til þess hve hörmulega tekist hefir með val framkvæmdastjóra bæjarins. Nú hefir það komið á daginn, að þegar smalar þessara tveggja flokka, sem ábyrgð bera á nú- verandi bæjarstjóra hafa verið á rölti út um bæinn undanfarið, hefir það verið krafa nær því hvers einasta kjósanda, að bær- inn sé losaður við bæjarstjórann og annar athafnasamari og fram sæknari fenginn í staðinn, ella leggi þeir Framsókn eða Sjálf- stæðinu ekkert lið í bæjarstjórn- arkosningunum eftir nýárið. Gildir þetta jafnt um ákveðna flokksmenn sem aðra. Og Sjálf- stæðið og Framsókn keppast um að sverja af sér króann — hvert í sínu lagi og í sameiningu. Framsókn segir, að Jjæjarstjór- inn sé Sjálfstæðismaður og flokk ur hans verði að svara til sakar hvað honum við kemur. En Sjálfstæðið segir aftur á móti, að Framsókn hafi útvegað hann hingað og stutt af öllum mætti sínum að því að hann yrði hér sem lengst. Hafa smalar Sjálf- stæðisflokksins meðal annars bent á þá staðreynd, að bæjar- stjóri hafi setið hér af náð 6 bæj- arfulltrúa af II. Af þessum 6 séu 4 Framsóknarflokksmenn svo að það sitji síst á Framsókn að vera með þau „flottheit“ að gefa öðrum það, sem hún á að % hlutum. Innanum og saman við brosa menn að þessu. Finnst, sem von er, hvorugum flokkn- um farast að vera að kasta bæj- arstjóranum í hinn. Hann er eina samningsbundna fyrirtækið, sem þessir flokkar hafa stofnað með sér í bæjarmálum. Og það af því, að bæjarstjórinn er eins og báðir þessir flokkar vilja haja bæjarstjórann. Báðir eru þeir jafn áhugalausir um bæjarmál — vilja engar jramkvœmdir á vegum lians. Sjálfstæðið vegna sauðþráa og meðfæddrar blindu á kröfur yfirstandandi tíma. — Framsókn vegna ofsatrúar og að dáunar á KEA-valdinu, sem hef- ir það eitt að takmarki að ná yf- irráðum í bænum og drottna á líkan hátt og gömlu selstöðu- verslanirnar gerðu fyrir eina tíð. Það er því gegn þessum jlokkum, sem kjósendur eiga að snúa geiri sínum, en ekki bæjar- stjóranum. Hann er ekkert ann- að en framkvæmdar/eysisstjóri í bæjarmála/eysi þessara flokka. ★ GÁFULEG RÖKSEMDA- FÆRSLA Blaðið „Einherji“ á Siglu- firði gerir nýlega að umtalsefni þá krö(u Akureyringa, að nið- ursuðuverksmiðja sú, sem ríkið lætur væntanlega reisa hér á Norðurlandi, verði byggð hér á Akureyri. Þetta finnst ,,Ein- herja“ hin mesta fjarstæða, því þótt rekstur verksmiðjunnar verði auðsjáanlega ódýrari hér, nóg vinnuafl sé fyrir hendi og oftast nægilegt hráefni fáanlegt hér í firðinum til að vinna úr, sé verksmiðjan best sett á Siglu- firði. Og röksemdir blaðsins eru svo sem veigamiklar. Siglufjörð- ur hefir alltof fáar verksmiðjur. Hann hefir ekki nema 5 síldar- verksm. Og hann á að fá lýsis- herslu- og tunnuverksmiðju. — Þetta finnst blaðinu alltof lítið móts við aðra kaupstaði. Og þótt bæði skorti hráefni til að vinna úr og fólkið til að vinna, er það „bara betra“, eins og karlinn sagði. Bara flytja hvorutveggja að. Miklu betra fyrir fólkið á Akureyri að þurfa að fara til Siglufjarðar, liggja þar í „brögg um“ og kaupa fæði og annað helmingi hærra verði en það kostar það heima. Sérstök hlunn indi fyrir eyfirska sjómenn að flytja aflann til Siglufjarðar. T. d. smásíldina, sem veiðist hérna á Pollinum, og sem myndi verða allverulegur hluti af hráefni slíkrar verksmiðju, sem hér um ræðir. Allt þetta telur þetta vitra og velviljaða blað svo veigamik- il rök fyrir því, að verksmiðjan yrði sett á Siglufjörð að ekkert annað geli komið til mála. KaupféL Verkamanna Kartöílnmjöl °9 Hrfsgrjðn fæst í Kaupfél Verkamanna Út af frásögn Alþýðum. um knattspyrnukeppni skólanna fyr- ir nokkru, hefir skólastjóri Iðn- skólans leiðrétt það við ritstj. blaðsins, að hann hafi í nefnd- um leik komið fram sem skóla- stjóri Iðnskólans, en ekki sem staðgengill skólastj. Gagnfræða- skólans. Er Alþýðum. ljúft að leiðrétta þetta og geta þess um leið, að kemiaralið Iðnskólans tók þátt í knattspyrnukeppninni með kennurum Gagnfræðaskól- ans. 1

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.