Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.12.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 11.12.1945, Blaðsíða 1
J*l|)íjkma<kritux XV. árg. Þriðjudaginn ll.Desember 1945 50. tbl. Heimavistarhúsið við mennta- skólann verður resst. Mörgum bæjarbúum leikur sennilega forvitni á að vita, hverjar horfur eru á, að nýtt heimavistarhús við Menntaskól- ann verði reist. Alþýðumaður- inn þykist geta fullyrt, að nú sé ekki lengur vafi á, að svo verði, og sennilegt er, að húsgerðin hefjist á sumri komanda. Unnið hefir verið dyggilega að málinu. — Skólameistari Menntaskólans skrifaði 2. Des. Alþingi nýtt bréf um málið, og fylgdi því annað bréf frá nátt- úrufræðikennara skólans, Stein- dóri Steindórssyni. Segir svo í bréfi skólameistara: „Mér hefir verið hermt, að sumir hafi spurt, því ég hafi ekki flutt þetta mál fyrr, þar sem eldhætta hafi sífellt vofað yfir skólahúsinu. Svar við slíku felst í bréfi skólaráðsmanns, þar sem sagt er, að ekki sé hægt að treysta örugglega mælitækjum og skoðunum rafveitunnar og eftirlitsmanna ríkisins, hversu samvizkusamlega sem þær eru gerðar eða af hendi leystar." Og enn segir í bréfinu: „Eg skal geta þess, að árið 1941 hafði breska setuliðið í hyggju að hertaka skólann til sinna þarfa. Eg þverneitaði að af- henda setuliðinu skólann. Hinu gat ég eigi ráðið, hvort hann yrði hertekinn eður eigi. Kvaðst herstjórnin neyðast til að hernema skólahúsið, þá er skólastörfum væri lokið 1941. Eg skrifaði þá herstjórninni bréf, þar sem ég þversynjaði að heimila henni húsið og bar fyrir mig eldhættuna. Ef skólinn — sem væri í röð hinna fjölsóttustu skóla landsins — brynni, yrði afleiðingin sú, að skólinn gæti ekki starfað um nokkurra ára skeið. Það er enn hægt að leiða að því ærin vitni, að herstjórn- in beygði sig fyrir þessari rök- semd og kvaðst ekki vilja taka á sig þá ábyrgð, er sökum eld- hættu fylgdi því, að skólinn yrði hertekinn, og hvarf frá hernámi hans. Eg treysti því, að hið háa Al- þingi sýni hér, að það hefir í þessu efni eigi minni ábyrgðar- tilfinningu en herstjórnin breska hafði sumarið 1941." í bréfi Steindórs Steindórs-, sonar er sýnt fram á, að náttúru- fræðikennslan geti, við þau skil- yrði sem skólinn býr nú sakir þrengsla, ekki samsvarað þeim kröfum, sem nú eru almennt gerð ar um kennsluaðferðir í þessari mjög svo mikilvægu kennslu- grein. Nýjustu fréttir herma, að fjár veitinganefnd Alþingis hafi sam þykkt að taka upp í fjárlög 500 þús. kr. fjárveitingu til heima- vistarhúss við Menntaskólann hér. Húsameistari ríkisins eða öllu heldur staðgengill hans, Bárður Isleifsson, áætlar, að húsið muni kosta um 3 millj. kr. Er því sýnt, að þeir, er málum ráða á Alþingi, ætla sér að reisa húsið á nokkrum árum. Slíkt er ekki aðalatriði, heldur hitt, að víst má telja, að húsið verður reist. Sökum eldhættu í skólanum hefir verið ráðinn vökumaður við stofnunina hr. Sigurður Sig- urbjörnsson. x. ASmennur borgarafundur um áfengismál var haldinn hér á Akureyri Mánudaginn 3. Des. sl., að tilhlutun ýmissa félaga- samtaka í bænum, bæjarstjórn- ar og skóla. Snorri Sigfússdn skólastjóri setti fundinn með ávarpi og stýrði honum, en ritari var Ei- ríkur Sigui'ðsson kennari. Þessir fjórir menn fluttu stutt- ar framsöguræður: Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri, Brynleifur Tobiasson menntaskólakennari, Jóhann Þorkelsson héraðslæknir og Armann Dalmannsson form. íþróttabandalags Akureyrar. — til máls: Helgi Valtýsson, Hall- ur Helgason, Lárus Thoraren- sen, Bjarni Halldórsson, Rós- berg Snædal, Jónas Jónsson og Áskell Snorrason. Á fundinum mættu um 300 manns og kom þar fram mikill áhugi á að takast mætti að ráða bót á vaxandi áfengisnautn Auk þeirra tóku eftirtaldir menn |Úr stefnuskrá Alþýðuflokksins á Akureyri I í bæjarmálum. |.$ Flokkurinn béifir sér fyrir að hrinda aí stab og koma í framkvæmd, cffir É því sem hann hefir sfyrkleika ril, þessum afriðum: I n 3. MENNINGARMÁLUM: a) Að hafist verði handa þegar á næsta ári um bygg- ingu væntanlegs barnaskóla á Oddeyrinni, þar sem barna- skólahús bæjarins er orðið svo þéttsetið, að ekki verður lengur við unað. b) Að hlutast verði til um það, að bærinn fái einkarétt til reksturs kvikmyndahúss og taki hann síðan í sínar hendur c) Að byggt verði ráðhús og það athugað, hvort heppi- legt sé að byggja kvikmynda- og leikhús í sambandi við það. d) Að reistar verði tafarlaust klefar við útisundlaug bæjarins með fullkomnum böðum, og ennfremur sé reist yfirbyggð kennslulaug, svo framarlega, sem sundkennsla skólanna á að fara fram að vetrinum. e) Að íþrótiasvæði bæjarins verði fullgert hið bráð- asta, og leikvellir handa börnum verði gerðir á hæfilega mörgum stöðum í bænum og séð fyrir vörslu á þeim, eftir því sem þörf krefur. f) Að bærinn komi upp á hentugum stað dagheimili fyrir börn. g) Að byggt verði elliheimili í bænum svo fljótt sem kostur er á. i h) Að sorphreinsunarmálum bæjarins, sem nú eru í algeru áfremdarástandi, verði komið í viðunandi horf. i) Að byggt verði tafarlaust almenningssalerni í bænum j) Að bifreiðastæði verði þegar skipulögð þannig, að fullt tillit sé tekið til hagsmuna bifreiðastjóra, án þess að umferðaröryggi sé rýrt. k) Að lögð sé fyllsta alúð við fegrun bæjarins. 1) Að Matthía sarbókhlaðan verði tafarlaust reist, svo að bærinn verði firrtur þeirri vanvirðu, að dýrmætt bóka- safn eyðileggist í höndum hans sökum óhæfs húsnæðis. Auk þeirra mála, sem hér eru talin, vill flokkurinn vinna að framgangi allra þeirra mála annarra, sem fram kunna að koma og "hann telur stefna til almenningsheilla í bænum. i § 1 I 1 | I | I | 1 I I I 1 I i I 1 | 1 | I i 1 þjóðarinnar og því böli er hún veldur. Voru þessar tillögur þar sam- þykktar einum rómi: • 1. Almennur borgarafundur á Akureyri, haldinn 3. Desem- ber 1945, skorar á ríkisstjórn- ina að láta lögin um héraðabönn koma nú þegar til framkvæmda. 2. Almennur borgarafundur á Akureyri, haldinn 3. Desember 1945, telur með öllu ófært að auðvelda mÖnnum að ná í á- fengi, með því að fjölga útsölu- stöðum þess, eða á annan hátt, og mótmælir því öllum ráðstöf- unum hins opinbera er stefna í þá átt. 3. Eins og nú er komið mál- um, og með tilliti til þeirra á- stæðna, sem skapast hafa vegna hinnar stórauknu áfengissölu og áfengisnautnar hér, átelur al- mennur borgarafundur á Akur- eyri, haldinn 3. Des. 1945, þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að ætla að stórminnka fjárframlag ríkisins til lögregluhalds á Ak- ureyri, þar sem vitanlegt er, að mikið af starfi lögreglunnar er vegna ölvunar, sem er bein af- leiðing áfengisverslunar ríkis- ins hér á staðnum. Fundurinn lýsir sig samþykkan nýlega geVðri samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar um þetta mál. 4. Almennur borgarafundur, haldinn á Akureyri, 3. Desem- ber 1945, skorar á stofnanir, fé- lög og félagasambönd í bænum

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.