Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.12.1945, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 18.12.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURÍNN Þriðjudaginn 18. Des. 1945 JÓLATRÉ Vélstjórafélags Akureyrar verður haldið að Hótel Norðurlandi annan Jóladag og hefst kl. 2 e. h. Aðgöngumiðar verða afhentir á Þorláks- dag frá kl. 1—6 í Strandgötu 35 (austur- endanum). f§ i I y i y ( | P 1 1 Erum að já VOILE og fleiri tegundir af Gluggatjaldaefnum. Gluggatjaldablúiidur í mildu úrvali. Geysiúrval af ýmiskonar * i II 1 I M 'kÁ 1 y m m: I 1 i y i ♦ f'/t l dúkum hentugum til jólagjafa. , Silkisokkar, 3 tegundir. i I Hannyrðaverzl. Ragnh. O. Björnsson. « k'. HAI.LÓ! HALLÓ! | g Fallegasta jólagjöfin | er JÓLALAMPINN i i Raftækjavinnustofan, Túngötu ' GÚSTAV B. JÓNASSON, rajvirki. I & ■ | Uppboðsauglýsing; Eflir kröfu Friðriks Magnússonar, hdl., f. h. Björns Bryn- jólfssouar o. fl., og að undangengnu fjárnámi, verður vöru- bifreiðin A-118, eign Jóns Forberg Jónssonar, seld á opin- heru uppboði, sem fer fram við lögregiuvarðstofuna á Akur- eyri, miðvikudaginn 19. desember næstk., kl. 1.30 síðdegis. Söluskilmálar verða birtir á uppboðs ! iðmun. Bæjarfógetinn á Akureyri, 22. nóv. 1945. 3 | Fr. Skarphéðinsson. | s 1 u i I I I I 1 Orðsending mmmm i Þeir félagsmenn vorir og aðrir viðskiptamenn, sem hafa fengið úttektarlán á yfirstandandi ári, og eigi liafa gert skil, eru vinsamlega beðnir að gera upp viðskipti sín við félagið eigi síðar en 20. þ. m. Kaupfélag Eyfirðinga. I M I I I i m Skæðadríía Mannalœti Dags Síðasti Dagur þykist.nú allt í einu vera búinn að fá áhuga fyr- ir hafnarmannvirkjunum á Odd- eyrartanga. Flytur hann síðast þær fréttir, að 60—70 menn fái nú atvinnu við þessar fram- kvæmdir í vetur, og lætur svo sem að þarna sé loksins að ræt- ast draumur Framsóknarflokks- ins. Maður sér nú nokkurnveginn hvernig framtíðaráætlanirnar hafa verið hjá hinum ráðandi flokkum í bæjarstjórninni á því hvernig þetta stærsta mannvirki, sem bærinn hefir lengi ráðist í, er undirbúið. Engin tæki fyrir hendi, þegar liefja á grjótflutn- inginn í skjólgarðinn norðan og austan við skipakvína. Mönnum er ætlað með handafli einu að lesta flutningabíla með stórgrýti Og þegar ofan í garðinn komur verður að notast við járnkarla eina. Hefði nokkur framsýni verið þarna að verki, hefði átt að vera búið að útvega tvo „krana“, annan til að lesta bíl- ana með. Hinn niður við garðinn til að nota við hleðsluna. En þessu er ekki að heilsa. Verka- mennina á að níða út við reglu- legustu molbúavinnu, sem önn- ur eins mun hvergi eiga sér stað á þessum tímum nema hér. Og svo gengur verkið ekkert með þessum vinnubrögðum. Það virðist svo sem liggja í augum uppi hvernig spilin hafa legið fyrir hinum ráðandi flokk- um. Það hefir aldrei átt að hefja þessar framkvœmdir. En þegar þu,ngi almenningsálitsins lagð- ist á þá nú fyrir kosningarnar láta þeir undan þó allt sé óund- irbúið. Feitletruðu fyrirsagnirn- ar í Degi munu því ekki blekkja neinn eða boðskapur hans um vinnu fyrir 60—70 manns. — Meðan verkamönnunum er ekki lögð til nauðsynlegustu tæki lil að vinna þetta verk, er ekki hægt að veita nema í hæsta lagi 30 manns vinnu í einu. Gleðiboðskapur „Verkam.“ Ýkjur Dags um mikla vetrar- vinnu eru þó barnaleikur móts við blekkingar „Verkam.“ á þessu sviði. Blaðið segir í feit- letraðri fyrirsögn, að tunnusmíði eigi að geta hafist hér í bænum „upp úr áramótum“ vegna at- beina Áka atvinnumálaráðherra, ef bærinn skyldi vilja selja rík- inu járnadraslið við innri hafn- arbryggjuna, sem blaðið hefir svo mikið við að kalla tunnu- verksmiðju. Hvað er nú satt í þessu? Ekkert, sem máli skiptir fyrir vinnu í vetur, því þótt frumvarp það til lagá um tunnu- smíði, sem liggur fyrir Alþingi verði samþykkt, og Akureyrar- bær selji ríkinu fyrverandi tunnuverksmiðju bæjarins hljóða áðurnefnd lög ekki upp á annað en að ríkisstjórninni sé heimilt að hefja tunnusmíði „þtgar rannsókn hefir leitt. í ljós, að tunnusmíði hér á landi er samkeppnisfær við erlenda tunnufram- leiðslu bæði livað verð og gæði snertir.“ Nú hefir þessi rannsókn ekki far- ið fram. Vitað er, að hvorugt það, sem selt er að skilyrði fyr- ir að tunnusmíði verði hafið, er fyrir hendi. Hér er engin vinnu- hæf tunnuverksmiðja. Gamla tunnuverksmiðjuhúsið ekki einu sinni notliæft. Það eru því eng- in skilyrði fyrir hendi til tunnu- smíðis í vetur. En hvers vegna er þá blaðið að fara með þessar blekkingar? Það er auðskilið. Kosningasmal- ar konnnúnista liafa verið látn- ir hlaupa með þetta út um bæ- inn undanfarið til að hressa upp á trúgjarria og grunnhyggna menn í kjósendahópi. Vesæl til- raun til að stöðva sívaxandi flótta fólksins frá kommúnista- flokknum. Þeir, sem allt liafa svikið og ekkert írambærilegt hafa að flytja annað en það, sem þeir eru að reyna að stela frá Al- þýðuflokknum, verða að neýta fáránlegustu bragða til að fleyta sér á, í trausti þess að fólkið gleypi lýgina Iiugsunarlaust. „Vegna anna“ Tveir kommúnistar liafa vik- ið af Alþingi fyrir nokkru — vegna anna — segja fréttirnar. en allir vita hver orsökin er. Hið síþverrandi fylgi kommúnista er forystumönnunum svo aug- ljóst, að opinber trúnaðarstörf verður að fella niður til að reyna að bjarga því, sem bjargað verð- yr. Þessir þingmenn, sem flúið hafa af þingi, eru Þóroddlir Guðmundsson á Siglufirði og Lúðvík Jósefsson á Norðfirði. Sl. Laugardag voru gefin saman í hjónahand, af síra Frið- rik Rafnar vígslubiskupi, ung- frú Kristín Sigurbjarnardóttir saumakona og Gestur Pálsson miðstöðvarlagningamaður. Vísitala framfærslukostnaðar fyrir Desember hefir verið reikn uð út. Er hún 285 stig — einu stigi hærri en Nóvembervísital- an. Hækkunin er talin stafa af hækkuðu verði á vefnaðarvöru. Áttrœður verður 21. þ. m. Olafur Þórðarson (Olafur í Lundi), nú til heimilis í Odd- eyrargötu 11. Rakarastofur bœjarins verða opnar sem hér segir: Laugard. 22. Des. til kl. 11 s.d. Sunnud. 23. Des. frá kl. 9—12 á hád. Mánud. 24. Des. kl. 8—12 á hád Sjötugur er á mörgun Kristján S. Sigurðsson, trésmíðameistari, Brekkugötu 5B. Augíýsið í Alþýðum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.