Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.12.1945, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 18.12.1945, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 18. Des. 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN 5 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefaudi: AlþýSuflokksféiag Akureyrar ÁbyrgðarmaSur: Erlingur FriSjónsson Blaðið kemur út á hverjum Þriðjudegi Af greiðslumaSur: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Bæjarfógetaskrifstofan 10—12 og 1—3 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 — byggingafulltrúa 11—12 — framfærslufulltrúa 4V&—5Víi — jarðræktarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Póststofan: Bréfastofan 10—6 Bögglastofan 10—12 og 1—5 Bankarnir opnir: Landsbankinn 10%—12 og 1%—3 Búnaðarbankinn 10%—12 og 1%—3 Útvegsbankinn 10%—12 og 1—4. Viðtalstími lækna: Héraðslæknirinn 10%—11% Sjúkrahúslæknirinn 11—12 Árni Guðmundsson 2—4 Jón Geirsson 11—12 og 1—3 Olafur Sigurðsson 1—3 Pétur Jónsson 10—12 og 5—6 Stefán Guðnason 12%—2 og 5—6 Helgi Skúlason, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12, 1—3 og 4-6 Gunnar Hallgrímss. tannl. 10-12 og l%-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. Sjúkrasamlagið 10—12 og 3—6. Bókasafnið opið: Þriðjud., Fimtud., Laugardaga 4—7 Gufubaðstofa sundlaugarinnar< Fimtud. Konur 8—11.50 og 5—7 Karlar 2—4.50 Laugard. Konur 3—4.50 Karlar 8-11.50 og 1-2.50 og 5-7. Kaupgjald og vísitala: Almennt kaup karla .... kr. 7,10 á klst. Almennt kaup kvenna .. kr. 4,40 á klst. Kaup ungl. 14—16 ára .. kr. 4,69 á klst. Vísitala framfærslukostnaðar 284 stig. KYRTILLINN eftir Lloyd C. Douglas. Bóka- gerðin Lilja. — Reykjavík 1945 Síðan hinar ágætu bækur, Cue vadis og Ben Hur, komu út í íslenskri þýðingu, hefir fátt komið af þeim bókum, sem mörg um bókaunnendum eru kær- komnastar, bækur, sem fjalla um frumkristnina, áreiðalilega eitt hugnæmasta og um leið merkilegasta viðfangsefni góðra skálda. En nú hefir bókagerðin Lilja sent á markaðinn allstóra bók í þrem bindum, eftir breska skáldið L. C. Douglas, sem heit- GÖFUG IÐJA Eins og alþjóð þegar veit hef- ir kommúnistaklíkan í Alþýðu- sambandinu hafið herferð á þau verklýðsfélög, sem ekki lúta boði hennar og banni í einu og öllu og láta ekki nota sig sem verk- færi kommúnistaflokksins í stað þess að vinna að hagsmunamál- urn verkalýðsins. Eins og sagt hefir verið frá hér í blaðinu ætl- ar þessi skemmdarklíka að reka verkakvennafélagið í Reykjavík úr Alþýðusambandinu vegna þess að kommúnistar ná þar ekki yfirráðum. Setti „klíkan“ verkakonum tvo kosti, annað hvort að leggja niður félag sitt og svo stofnuðu kommúnistar upp úr því félag við sitt hæfi, eða að verkakonur fælu Þvottakvennafél. Freyju, sem kommúnistar ráða, að semja um kaup og kjör þeirra þvottakvenna, sem í verka- kvennafélaginu. eru, en þvotta- konur í verkakvennafélaginu búa við betri kjör, en Freyju- konur. Verkakvennafélagið efndi í sl. viku til allsherjar atkvæða- greiðslu um þessi skilyrði kommanna. Á kjörskrá voru 620 konur. 408 greiddu atkvæði. — Með því að leggja niður félagið greiddu 12 atkvæði. Nei sögðu 391. — Með hinu skilyrðinu greiddu 10 jáyrði, en 384 móti. Verður nú fróðlegt að sjá hvort „klíkan“ í Alþýðusambandinu hefir nægri fúlmensku yfir að ráða til að gera alvöru úr hót- unum sínum, en það myndi kosta allsherjar klofning í sam- bandinu. Meðan Sjómannafél. Reykja- ir í þýðingu Kyrtillinn. Þessi prýðilega bók fjallar í stórum dráttum um, hvernig hin kristna trú gerði innrás í hið forna Rómaveldi og að hún réðist ekki aðeins á garðinn, þar sem hann var lægstur, því að aðalsögu- hetjurnar eru börn æðstu höfð- ingjanna í Róm, er ganga að síð- ustu í dauðann fyrir trú sína. Allur frágangur bókarinnar er hinn vandaðasti og þýðingin lipur, og mun verðið á þessari bók vera mjög sanngjarnt mið- að við núgildandi verð bóka.— Enda mun bókagerðin Lilja engu síður starfa til þess að færa al- menningi góðar vandaðar og sið bætandi bækur en fyrir ágóða- vonina. Mætti því vel benda al- menningi á, að styðja þessa bókagerð með því að kaupa bæk ur hennar, því að víst er, að mörgum yrðu þær kærkomin eign. B. r—— --------------------— --------- LOKAÐ allan Laugardaginn 22. Des. Hannyrðaverzlun Ragnli. O. Björnsson víkur stóð í kaupdeilu og verk- falli, voru sendimenn kommún- ista alltaf á ferðinni milli sjó- manna til að reyna að spilla ein- ingu félagsins með það fyrir augum að félagið tapaði deil- unni. Síðan fann „klíkan“ upp á því að vilja kljúfa félagið í margar deildir, sem svo átti að etja hverri mót annari og eyði- leggja félagið á þann liátt. Voru þessar „tillögur“ til meðferðar á sjómannafélagsfundi 2. Des. síðastl. Vísaði fundurinn öll- um klofningstilraunum kommún istanna heim til föðurhúsanna með 217 atkvæðum, en Jón Rafnsson stóð Stalinsmegin með 55 sálir. Ætlaði hann að hleypa upp fundinum, en tókst ekki og varð sér til skammar eins og al- staðar annarsstaðar. Hafa sjó- menn með þessu sýnt að þeir vita hvað þeir vilja og að þeir ætla ekki að láta skemmdavarga kommúnista sundra röðum sín- um. Eldhússdagsumræður fóru nýlega fram á Alþingi — og var útvarpað. Ekki voru þær veigamiklar, en ekki varð um deilt, að ráðherrar Alþýðu- flokksins báru þar af hvað rök- færslu og hóflega málfærslu snerti. Um þetta segir Alþýðu- blaðið 13. þ. m. Eldhúsumræðurnar færðu þjóðinni glöggt heim sanninn um það, að Alþýðuflokkurinn berst nú, sem áður, ótrauður fyrir mál- stað alþýðustéttanna og launþeg- aniiíT. Mál Alþýðuflokksins setja mestan svip á hin jákvæðu störf þess alþingis, sem nú situr. — Ræðumenn flokksins í eldhúss- dagsumræðunum kynntu þjóð- inni þessi mál hans af festu og háttprýði. Eftir þessar umræður er alþýðustéttum og launþegum landsins ljósara en áður, að far- sæld þeirra er fyrst og fremst undir því komin, að Alþýðu- flokknum auðnist í framtíðinni, að setja svip starfs síns og stefnu á íslenskt þjóðlíf. Ræðumenn Alþýðuflokksins í eldhúsdagsumræðunum, þeir Haraldur Guðmundsson og Emil Jónsson, færðu mörg og glögg rök að því, að skilyrði þau, sem Alþýðuflokkurinn setti fyrir þátt töku sinni í .ríkisstjórninni, setja mestan svip og bestan á málefna- samning þann, sem liggur störf- um hennar til grundvallar. Mörg þau mál, sem Alþýðuflokk urinn þannig beitti sér fyrir, hafa þegar náð fram að ganga. Onnur munu hljóta afgreiðslu innan skamms, þar á meðal hin stórmerku frumvörp um húsnæð- ismálin og almannatryggingar, sem liggja fyrir alþingi því sem nú situr. Jafnframt hafa svo ráð- herrar Alþýðuflokksins beitt sér fyrir ýmsum öðrum málum, sem varða ráðuneyti þeirra, þótt ekki hafi verið sérstaklega um þau Samið í sambandi við stjórnar- myndunina. Alþýðuflokkurinn er nú sem allajafna áður stað- ráðinn í því að láta málefni ráða. — Hann gekk til stjórnar- samvinnunnar til þess að vinna að framgangi fjölmargra, þýð- ingarmikilla mála, sem varða hag og heill alþýðustéttanna og launþeganna. Og hann mun eiga þátt í núverandi ríkisstjórn, með- an hinir stuðningsflokkar henn- ar halda málefnasamning þann, sem henni var fenginn, fyrst og fremst að ráði og frumkvæði Alþýðuflokksins — hvorki skem ur né lengur. Kommúnistar hugðust láta umræður þessar mjög til sín taka og fóru geyst af stað. En kappi þeirra fylgdi engin forsjá, og í heimsku sinni og hvatvísi gættu þeir þess ekki, að málflutningur þeirra var fyrst og fremst árásir á samstarfsflokka þeirra í ríkis- stjórninni. Ræðumenn Alþýðu- flokksins hröktu eítirminnilega löðurmannlegar tilraunir Áka Jakobssonar og Einars Olgeirs- sonar til að bera lygi og níð á Alþýðuflokkinn, og lauk þeirri viðureign, sem endranær, með hraksmánarlegum óförum komm únista. Þá varði hinn kommún- istiski atvinnumálaráðherra meginhlutanum af ræðutíma sín- um til beinna og óbeinna árása á Pétur Magnússon, fjármálaráð- herra, sem varð til þess, að fjár- málaráðherra og forsætisráð- herra sáu sig tilneydda að láta í ljós álit sitt á kommúnistum. Má með sanni segja, að þessi framkoma kommúnista hafi ver- ið eina fagnaðarefni Framsókn- armanna í sambandi við eldhúss- dagsumræðurnar. LÉREFTSTU SKUR Kaupum pið hæito verðL Prentsmiðja Bjðms Jónssonar h. 1

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.