Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.12.1945, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 23.12.1945, Blaðsíða 1
XV. árg. Sunnudaginn 23. Des. 1945 52. tbl. -*¦ mwmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm <M1< JOL „DýrS sé GuSi í upphœSum, friSur á jörSu, og velþóknun yjir mönnunum." Þannig hljóðaði hann, gleði- söngurinn, sem eitt sinn var sung inn í eyru óbreyttra fjárhirða á stjörnubjartri vetrarnótt; gleði- söngurinn, sem milljónir jarðar- innar barna hafa tileinkað sér og sungið í hrifningu líðandi stujidar a markalínum myrkurs og rísandi dags, Enn verður hann sunginn um þessi jól miklu víðar en hann á við. Mannkindin er hrifgjörn og fús til sjálfsblekkingar — svo er fyrir að þakka, segja margir. Nóg er samt af bölsýni og beiskju í heiminum. Það var víst útvarpslesari er nýlega lét þau orð falla, að sjaldan eða aldrei hefðu börn jarðar haft meiri ástæðu til að taka af heilum huga undir gleði- söng jólanna en nú — fyrstu jólin, sem vér lifum eftir lok ægilegustu heimsstyrjaldar, sem sögur fara af. Svo ætti það líka að vera. En er það svo? Ekki verður af öðru ráðið en líkum, og hvernig eru þær? Vafalaust fagnar meginhluti mannkynsins því, að sá óvinur .hefir verið af velli lagður, sem ferlegast hefir ógnað heiminum undanfarín ár, Fyrir það mun drottni allsherjar verða þakkað um víða veröld um þessi jól, þótt það sé um leið vitað, að millj- ónum saman eru menn, konur og born staddar svo fjarri þeim möguleikum að jólaboðskapur- inn megni að ná til þeirra, jafn- vel þótt ýtrustu bjartsýni sé til sl8 dreifa. Friður á jörðu er enn fjar- læg hugsjón. Enn druna fall- byssurnar hér og þar. Enn sigla vítisvélarnar „heiðan himininn" með ógnarvald tortímingarinn- ar innanborðs. Enn eiga bræðra- víg sér stað. Enn grúska hugvits- mennirnir yfir uppfyndingum og tilbúningi eyðingarafla, enn stórvirkari en áður hafa yeriS beisluð. Enn ríkir skefjalaus tor tryggni manna á milli og þjóða. Enn er lítilmagninn kúgaðiir, þjóðir sviftar frelsi og níðst á einstaklingum á grimmilegan hátt. Friður í orðsins réttu merk- ingu er enn óravegú fjarri bú- stöðum mannanna. Og hverjir skyldu þeir þá vera, sem með krafti óblandinn- ar samfæringar geta boðað vel- þóknun Guðs yfir mönnunum? Hafa mennirnir til þess unnið? Hafa þeir verið verkamenn í vín garði Drottins undanfarið? Eru þeir komnir þangað inn ennþá? Þessar og þessu líkar spurning- ar hljóta að sækja að hverjum hugsandi manni, einmitt þegar hljómar jólaklukknanna fara að berast út um löndin — og svörin geta ekki fullnægt því, sem löng- un hins óspillta mann stendur til. Þannig er raunveruleikinn — óumflýjanlegur, bitur og án miskunar. Að neita honum er sjálfsblekking. Fyrir oss Norðurlandabúa hafa jólin líka aðra merkingu en að hlusta á boðskapinn frá Betlehemsvöllum. Þau voru fagnaðarhátíð yfir sigri ljóssins yfir myrkrinu í náttúrunni ¦— sólarhátíð. Þeim lögmálum haggar engin heimsstyrjöld, þótt hún geti varnaS oss aS fagna aS hefSbundnum venjum yfir fleiri eSa færri ár. I krafti þess að vér vitum að Guð lætur jafnt rigna yfir réttláta og ranglátá, vitum vér, að ganga sólar fer hækk- andi. Myrkrið þokar um fet með hverjum degi, og vor fylgir vetri. En þessa gætir hverfandi lítið í jólasiSum vorum. AHt of iítið og oss til andlegs tjóns. Ef gangan móti ljósinu væri oss gleSiganga í raun og veru myndu jól hvers árs verSa oss, ómetanleg sálubót. Vér mynd- um ganga ljósinu á hönd í dýpri og víSari "skilningi en hvaS bundiS er viS vissar árstíSir. ÞaS er ein af reginvillum krist- innar kirkju, aS hafa útrýmt þessum þætti jólahaldsins og binda þaS eingöngu viS fjarlæg- ar helgisagnir, þó fagrar séu. Þær dofna og bresta, standast ekki vopn hinnar miskunnar- lausu raunhyggju, en fagrir þjóðsiðir eru dijúgir til fram- gangs hverju góðu máli, ef þeim er ekki spillt með þröngsýni og andlegri kúgun. Er ef til vill þarna að finna eina af aðalorsök urn þess hve jólahald er yfirleitt orðið fjarlægt því sem til var stofnað í fyrstu af kennifeðrum k'irkju og kristindóms. Þau írúarbrögS, sem ekki standa traustum fótum í eðli og háttum þjóðanna eru fyrirfram dæmd til að víkja fyrir öðrum öflum — jafnt fjarskyldum sem skyldum — sem ná tökum á þjóðunum. Hvað er jólahald nú- tímans orðið móts við það sem til var stofnað af kirkju Krists í fyrstu? Hve fjarlægt er það jafnvel orðið því, sem var fyrir rúmum mannsaldri síðan- — Spyrjið gamla fólkið! Leitið í prentuðum annálum — þið sem ekki þekkið þetta af eigin reynd. Það er raunveruleiki, þó beisk- ur sé, að íslensk jól eru að verða mesta kauptíð ársins, þar sem barnið í Betlihem skipar litlu stærra rúm í hugum fólksins og önn en barnaleikfang í búðar- glugga innan um hnéháa hlaða af munaðarvörum. Hlustið á út- varpiS! LesiS þið blöðin! Hvað skipar jólahelgin þar háan sess samanborið við glys, prjól og mannskemmdir í sambandi við jólin? Hvað eru guðsorðabæk- urnar svokölluðu mikill hluti af bókaútgáfunni fyrir jólin? Hver minnist þess að sú tegund bók- mennta séu taldar meðal jóla- bóka ársins? Engin þarf að biðja fyrirgefningar á því, að af „ó- viðráðanlegum orsökum" geti bók bókanna^ helgiljóð eSa rödd predikarans ekki prýtt jólabók- menntirnar í ár. Fyrir þær fást engar prentsmiSjur á íslandi frekar en rúm, í gistihúsi handa sveinbarninu í austurvegi forS- um daga. En fólk er sama sem Framh, á 3. síSu FUNDUR í Verslunarmannahúsinu Föstu- daginn 28. Des. og hefst kL 8.30 eftir hádegi. FUNDAREFNI: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. LagSur fram og samþykkt- ur framboSslisti AlþýSu- flokksins viS næstu bæjar- stjórnarkosningar, og rætt um undirbúning þeirra. 3. OrSiS er laust. Fastlega skoraS á félagsfólk- iS aS mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. Álþýðuflokksfélag Akureyrar óskar öllum velunnurum sínum og venslamönnum gleðilegra jóla. Alþýðumaðurinn óskar öllum lesendum sínum gleðilegro jóla. Alþýðublaðið óskar öllum lesendum sínum á Akureyri og grennd gleðilegra jóla og farsœls komandi árs og þakkar fyrir gamla árið. Afgreiðslan Lundargötu 5.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.