Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.12.1945, Side 1

Alþýðumaðurinn - 23.12.1945, Side 1
XV. árg. Sunnudaginn 23. Des. 1945 B 1 —, ~ „Dýrð sé Guði í upphœðum, friður á jörðu, og velþóknun yfir mónnunum.u Þannig liljóðaði liann, gleði- söngurinn, sem eitt sinn var sung inn í eyrn óhreyltra fjárhirða á stjörnuhjartri vetrarnótt; gleði- söngurinn, sein milljónir jarðar- innar harna liafa tileinkað sér og sungið í hriíningu líðandi stundar á markalínum myrkurs og rísandi dags.. Enn verður hann sunginn um þessi jól miklu víðar en hann á við. Mannkindin er hrifgjörn og fiis til sjálfsblekkingar — svo er fyrir að þakka, segja margir. Nóg er samt af bölsýni og beiskju í heiminum. Það var víst útvarpslesari er nýlega lét þau orð falla, að sjaldan eða aldrei liefðu börn jarðar haft meiri ástæðu til að taka af heilum liuga undir gleði- söng jólanna en nú —- fyrstu jólin, sem vér lifum eftir lok ægilegustu heimsstyrjaldar, senr sögur fara af. Svo œtti það líka að vera. En er það svo? Ekki verður af öðru ráðið en líkum, og hvernig eru þær? Vafalaust fagnar meginhluti mannkynsins því, að sá óvinur hefir verið af velli lagður, sem ferlegast hefir ógnað heiminum undanfarín ár. Fyrir það mun drottni allsherjar verða þakkað um víða veröld um þessi jól, þótt það sé um leið vitað, að millj- ónum saman eru menn, konur og börn staddar svo fjarri þeim möguleikum að jólaboðskapur- inn megni að ná til þeirra, jafn- vel þótt ýtrustu bjartsýni sé til að dreifa. Friður á jörðu er enn fjar- læg hugsjón. Enn druna fall- byssurnar hér og þar. Enn sigla vítisvélarnar „heiðan himininn“\ með ógnarvald tortímingarinn- ar innanborðs. Enn eiga bræðra- víg sér stað. Enn grúska hugvits- mennirnir yfir uppfyndingum og tilbúningi eyðingara,fla, enn stórvirkari en áður bafa verið beisluð. Enn ríkir skefjalaus tor tryggni manna á milli og þjóða. Enn er lítilmagninn kúgaður, þjóðir sviftar frelsi og níðst á einstaklingum á grimmilegan hátt. Friður í orðsins réttu ,merk- ingu er enn óravegu fjarri bú- stöðurn mannanna. Og hverjir skyldu þeir þá vera, sem með krafti óblandinn- ar samfæringar geta boðað vel- þókmm Guðs yfir mönnunum? Ilafa mennirnir til þess unnið? Hafa þeir verið verlcamenn í vín garði Drottins undanfarið? Eru þeir komnir þangað inn ennþá? Þessar og þessu líkar spurning- ar hljóta að sækja að hverjum hugsandi manni, eimnitt þegar hljómar jólaklukknanna fara að berast út um löndin — og svörin geta ekki fullnægt því, sem löng- un liins óspillta mann stendur til. Þannig er raunveruleikinn — óumflýjanlegur, bitur og án miskunar. Að neita honum er sjálfsblekking. Fyrir oss Norðurlandabúa hafa jólin líka aðra merkingu en að hlusta á boðskapinn frá Betlehemsvöllum. Þau voru fagnaðarhátíð yfir sigri ljóssins yfir myrkrinu í náttúrunni — sólarhátíð. Þeim lögmálum haggar engin heimsstyrjöld, þótt hún geti varnað oss að fagna að hefðbundnum venjum yfir fleiri eða færri ár. í krafti þess að vér vitum að Guð lætur jafnt rigna yfir réttláta og rangláta, vitum vér, að ganga sólar fer hækk- andi. Myrkrið þokar um fet með hverjunr degi, og vor fylgir vetri. En þessa gætir hverfandi lítið í jólasiðum vorum. Allt of lítið og oss til andlegs tjóns. Ef gangan móti ljósinu væri oss gleðiganga í raun og veru myndu jól hvers árs verða W ómetanleg sálubót. Vér mynd- um ganga ljósinu á hönd í dýpri og víðari skilningi en hvað bundið er við vissar árstíðir. Það er ein af reginvillum krist- innar kirkju, að liafa útrýmt þessum þætti jólahaldsins og binda það eingöngu við fjarlæg- ar helgisagnir, þó fagrar séu. Þær dofna og bresta, standast ekki vopn hinnar miskunnar- lausu raunbyggju, en fagrir þjóðsiðir eru drjúgir til fram- gangs hverju góðu máli, ei' þeim er ekki spillt með þröngsýni og andlegri kúgun. Er ef til vill þarna að finna eina af aðalorsök um þess hve jólahald er yfirleitt orðið fjarlægt því sem til var stofnað í fyrstu af kennifeðrum kirkju og kristindóms. Þau trúarbrögð, ■ sem ekki standa traustum fótum í eðli og háttum þjóðanna eru fyrirfram dæmd til að vikja fyrir öðrum öflum — jafnt fjarskyldum sem skyldum — sem ná tökum á þjóðunum. Hvað er jólahald nú- tímans orðið móts við það sem til var stofnað af kirkju Krists í fyrstu? Hve fjarlægt er það jafnvel orðið því, sem var fyrir rúmum mannsaldri síðan- — Spyrjið gamla fólkið! Leitið í prentuðum annálum — þið sem ekki þekkið þetta af eigin reynd. Það er raunveruleiki, þó beisk- ur sé, að íslensk jól eru að verða mesta kauptíð ársins, þar sem barnið í Betlihem skipar litlu stærra rúm í hugum fólksins og önn en barnaleikfang í búðar- glugga innan um hnéháa hlaða aí munaðarvörum. Hlustið á út- varpið! Lesið þið blöðin! Hvað skipar jólahelgin þar báan sess samanborið við glys, prjól og mannskemmdir í sambandi við jólin? Hvað eru guðsorðabæk- urnar svokölluðu ntikill hluti af bókaútgáfunni fyrir jólin? Hver minnist þess að sú tegund bók- mennta séu taldar meðal jóla- bóka ársins? Engin þarf að biðja fyrirgefningar á því, að af „ó- viðváðanlegum orsökum“ geti bók bókannaj helgiljóð eða rödd predikarans ekki prýtt jólabók- menntirnar í ár. Fyrir þær i'ást engar prentsmiðjur á íslandi frekar en rúrp i gistihúsi handa sveinbarninu í austurvegi forð- um daga. En fólk er sama sem Framh. á 3. síðu FUNDUR í VerslunarmannahiLSÍnu Föstu- daginn 28. Des. og hefst kl, 8.30 eftir hádegi. FUNDAREFNI: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Lagður fram og samþykkt- ur framboðslisti Alþýðu- flokksins við næstu bæjar- stjórnarkosningar, og rætt um undirbúning þeirra. 3. Orðið er laust. Fastlega skorað á félagsfólk- ið að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. Alþýðuflokksfélag Akureyrar óskar öllum velunnurum sínum og venslamönnum gleðilegra jóla. Alþýðumaðurinn óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla. Alþýðublaðið óskar öllum lesendum sínum á Akureyri og grennd gleðilegra jóla og farsœls komandi árs og þakkar fyrir gamla árið. Afgreiðslan Lundargötu 5.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.