Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.12.1945, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 23.12.1945, Blaðsíða 3
Sunnudaginn 23. Des. 1945 ALÞÝÐUMAÐURINN ■F 5 I Happdrœtti Háskólans\ Á nœsta ári verður clregið 12 sinnum, eða einu- sinni i hverjum mánuði, fyrsta skipti 30. janúar. Sala miða hefst hér á Akúreyri 3. janúar, og réttur til sömu númera og í fyrra er til 24. janúar. Siðar auglýst um aðra tilhögun. fÞorsteiim Thorlacius, umboðsmaður UM JÓLIN verða mjólkur- og brauðbúðir vorar opnar svo sem hér segir: Laugardaginn 22. des. til ki. 6 síðd. Sunnudaginn 23. des., frá kl. 10 til kl. 2 síðd. Aðfangadag 24. des. til kl. 4 síðd. Jóladag 25. des. lokað allan daginn. 2. jóladag 26. des. opið frá kl. 10 til 12. Gamlaársdag 31. des. opið frá kl. 9 til 4. Nýjársdag 1. jan. lokað allan daginn. Athygli skal vakin á því, að mjólkur- og brauðútsölurnar í Brekkugötu 47 og Hamarstíg 5 verða lokaðar sunnudag- | inn 23. des. og 2. jóladag. Þessar búðir verða einnig lokaðar dagana 2. og 3. janúar n. k., vegna \örutalningar. Kaupfélag Eyfirðinga w- Framhal af 1. síðu. 'beðið „forláts“ á þeirri slysni, að Dekameron í skrautútgáfu gat ekki orðið bók Imkanna í ár. — Og þreytt af veraldar- vafstri fagnar fólkið því að lok- um að hátíð ljóssins sé liðin hjá. Svo langt er hægt að lokka manninn út á andlega eyðimörk tilverunnar. í upphafi þessa spjalls var rætt um núverandi ástand í heim inum og hverjir möguleikar væru á að tileinka sér jólafögn- uðinn, þótt vilji til þess væri fyr- ir hendi. Menn segja: „Þetta má ekki korna fyrir oftar.“ „Mennirnir hljóta að vitkast.“ í ríki fram- tíðarinnar skal mannkynið lofa sinn Drottinn á jólunum af sömu hrifni og hirðarnir forðum, sem urðu opinberunarinnar aðnjót- andi. Háflug fagurra vona er manninum nauðsynlegt, en með hverjum hætti skapast sú fagra veröld, sem útrýmir hörmungum haturs og styrjalda? Það gæti vel orðið íhugnarefni á þessum jól- um. Og fullkomið gleðiefni mætti það vera hverjum mann- vini hve víða bólar á því, að fólkið sé sér þess meðvitandi, að straumhvörf þurfi að verða í samskiftum þjóðanna, ef fegri framtíð eigi að bíða þeirra. Því verður ekki á móti mælt, að und- ir oki styrjaldarinnar hefir þró- ast sú vissa með fólkinu að sam- skiftastefna þjóðanna verði að byggjast á þeim þremur stoðum, sem felast í hugtökum orðanna: FRELSI, JAFNRÉTTI, BRÆÐRALAG. í krafti þess að þjóðunum end ist þor og þrek til að gera þetta að veruleika mætti svo fara, að annálar, sem verða skráðir ein- hverntíma inni í framtíðinni, mundu telja jólin 1945 mikilvæg og merk jól eins og svo marga aðra viðburði á þeim tímum. En framtíðarjól frelsis, jafn- réttis og bræðralags gefast þjóð- unum ekki fyrirhafnarlaust. -— Enn eru öflin að verki, sem ótt- ast þá stjörnu á himni, sem boðar komu nýs frelsara. Enn mun ekki verða talið að hann eigi að fá samastað meðal þeirra, sem lifa eftir lögmálinu, sem fæðir af af sér styrjaldir og þjáningar mannkynsins. Því verður enn reynt að blekkja fólkið, glepja því sýn með aukaatriðum; fá það til að elta hvæfarelda í stað þess að beina göngunni mót hækk andi sól. Jafnvel sjálfur jólaboð- skapurinn mun verða meingað- ur j)ví galli, senr beiskast hefir verið mönnunum boðið. En sú hugarhræring, sem nú magnast daglega með þjóðunum mun ekki vérða kæfð. Sú hrygð- armynd, sem nú hlasir við aug- um hins heilskygna manns, mun engan láta í friði fyr en veru- leikinn er farinn að mótast af þeirri stefnu, sem ein megnar að skapa þann heim, sem fœrir öllum. GLEÐILEG JÓL. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin á árinu. NÝJA FISKBÚÐIN. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝÁR! Raftækjavinnustofan Túngötu. GLÉÐILEG JÖL! FARSÆLT NÝÁR! Þökkum stuðning á árinu. ElIiheimilið Skjaldarvík GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝÁR! Þakka viðskiptin á liðna árinu. Nýja Kjötbúðin. GLEÐILEG JÓL! , FARSÆLT NÝÁR! óska ég öllum nær og fjær. Valtýr Aðalsteinsson, Klœðskeri. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝÁR! Þakka viðskiptin á liðna árinu. Bókaverzl. Gunnl, Tr. Jónssonar. Kirhjah:. Messur um hátíðirnar: — Þorláksmessa, Akureyri kl. 11 (harnaguðsþj ónusta). Aðfangadagskvöld, Akureyri kl. 6 e. h. Jóladag, Akureyri, kl. 2 e. h. Annan jóladag, Lögmannshlíð, kl. 1 eftir hádegi. Sunnudagur milli jóla og nýárs, Glerárþorpi, kl. 1 e. h. Gamlárskvöld, Akureyri, kl. 6 e.h. Nýársdag, Akureyri, kl. 2 e. h. Olfusárbrúin var tekin í notk- un 21. þ. m. Var byrjað á smíði hennar 1. Júní sl. Breskt firma sá um bygginguna og rak hana af miklum dugnaði. Brúin er á annað hundrað metra á lengd — lengsta brú á Islandi — og 8 metrar á breidd. 6 metra ak- braut og meters breiðar gang- brautir beggja ntegin við hana. ★ Orlygur Sigurðsson, listmál- arihefir málverkasýningu í Gildaskála KEA fram vfir ný- ár. (Sjá auglýsingu í blaðinu í dag). Merkur listaviðburður.— Verður vafalaust fjölsótt af bæj- arbúum. * Alþýðuflokksfólk er beðið að niuna eftir félagsfundinum n. k. Föstudag. Sjá augl. í blaðinu í dag. Smjörlíkisgerð A.kureyrar óskar öllum viðskiptavin- um sínum gleðilegra jóla og gœfuríks komandi árs með þökkum fyrir undan- farin viðskipti. Alþýðumaðurinn kemur aft- ur út milli jóla og nýárs. Aug- lýsingum í blaðið sé skilað á Fimtudag. 17. þ. m. andaðist hér í bænum Stefanía Friðbjarnar- dóttir, saumakona, 85 ára að aldri. Stefanía var ein af þeim fyrstu, sem gegnu í Hjálpræð- isherinn hér í bænum og var einlægur meðlimur hans til dauðadags. Hún verður jarð- sungin á aðfangadag jóla. Kvenarmbandsúr (Aster-úr með silfurlitaðri festi) tapaðist á Þriðjudag- inn á leiðinni frá Helga- magrastr. 19 upp í Mennta- skóla. Finnandi vinsamlega beðinn að skila því í Helga- magrastr. 19.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.