Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.12.1945, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 29.12.1945, Síða 1
Niósnarmálin enn. í síðasta blaði var getið fyrri bluta umræðna urn njósnamálin í sameinuðu þingi, og mun mörg um liafa fundist, að þar væru at- hyglisverð mál á ferðinni. En fáa mun hafa grunað, að enn at- hyglisverðari upplýsingar væru eftir, en þær gaf dómsmálaráð- herra við síðari umræðuna, er fram fór 13. þ. m. Dómsmálaráðherrann, Finnur Jónsson upplýsti í umræðum þessum, að það hefði ekki ver- ið lögreglustjórinn í Reykjavík, sem fór utan 1939 að tilmælum Hermanns Jónassonar til að kynna sér gögn nasistanjósnar- anna í Kaupmannaböfn, heldur þáverandi flugmálastjóri, sem var _ skipaður lögreglustjóri í Reykjavík um næstu áramót. — Dvaldist Agnar Kofoed-IIansen í Kaupmannahöfn um skeið suin arið 1939 og kynnti sér lögreglu mál, en fór því næst til Þýska- lands, einnig að tilmælum Her- manns Jónassonar, til að kynna /sér lögreglumál þar. Var honum tilkynnt, að hann væri einkagest- ur Heinrichs Hinunlers, meðan r hann dveldist í Þýskalandi. Atti hann tal við Daluege, yfirmanu lögreglunnar í Beriín, og ferð- aðist um Þýskaland í fylgd með dr. Plötz, stormsveitarforingja. Kynnti Agnar Kofoed-Hansen sér starfshætti þýsku lögreglunu ar og var honum sagt, að hann væri fyrsti útlendingurinn, sem nyti þeirrar náðar að kynnast vissum þáttum starfsemi þýsku lögreglunnar. Er meðal annars skýrt frá því í skýrslu þessari, að Agnar hafi rnætt 9. ágúst í lögréglufundarskóla á Griin- heide sunnan við Berlín og kynt sér starfrækslu hans. Hermann Jónasson hafði við fyrri umræðuna vitnað til skýrslu Agnars Kofoed-IJansens um utanför hans, en hún hafði ekki fundist í stjórnarráðinu. En í gær kom hún þar í leitirn- ar, og kvaðst dómsmálaráðherra sjá ástæðu til þess að gera meg- inefni hennar kunnugt fyrst Her mann Jónasson liefði framkall- að hana. Kvað dómsmálaráð- herra ekkert við það að athuga, þótt Agnar Kofoed-Hansen hefði verið sendur af Hermanni Jón- assyni til Danmerkur til að kynna sér lögreglumál þar, en hitt væri í meira lagi furðulegt, að hann skyldi jafnframt send- ur til Þýskalands lil að læra af lögreglu Henrichs Himmlers. Agnar Kofoed-IJansen befði ver- ið gerður að lögreglustjóra sem ungur og óreyndur maður og reynst nýtur í því starfi, befði hann meðal annars getið sér góðan orðstír sem lögreglustjóri hernámsárin, þegar honum liefði verið mikill vandi á höndum. En sú ráðstöfun Hermanns Jón- assonar, að senda þennan unga mann til Þýskalands til að læra af lögreglunni þar, væri vissu- lega vítaverð, þólt lögreglustjór- anum myndi aldrei hafa komið til hugar að J^eita þeim starfs- aðferðum, sem hann lærði þar, og stæði rvel í stöðu sinni. Þessi furðulega ráðstöfun Hermanns Jónassonar mun sér í lagi vekja athygli, þegar sahn- ast liefir í umræðum þessum furðuleg linkind hans við dr. Gerlach, sendilierra Þjóðverja hér, eins og best sést á því, að sendiherrann sneri sér jafnan til forsætisráðherrans en ekki ut- anríkismálaráðherrans með reki stefnur sínar. Hefði vissulega verið ástæða fyrir Hermann Jón asson að sporna gegn ásælni sendiherrans í stað þess að verða við málaleitunum hans, slíkum sem þeim, að banna kvikmyndir og bók, sem lýsti grimmdaræði nasista og lcorn því mjög við kaun valdhafa Þýskalands. Einnig reyndi Her- mann Jónasson að koma í veg fyrir, að blöð og útvarp flyttu fréttir, sem dr. Gerlach taldi bera vitni um fjandskap við þriðja ríkið og foringja þess, og lagði bann við skopsýningu að Hótél Borg, þar sem þekktir leikarar höfuðstaðarins áttu að koma frarn í gervum Hitlers og Mussolini. Þá lýsti Stefán Jóhann Stef- ánsson því yfir við umræður þessar, að hann ræki ekki minni til þess, að hann hefði séð að- vörunarbréf sejadiherrans í Kaupmannahöfn til forsætisráð- herrans og fullyrti, að þau hefðu aldrei farið um liendur sínar, þótl hann vildi ekki fortaka að hann liefði heyrt eitthvað á þau minnst. -— Einnig kvaðst liann aldrei liafa heyrt skýrslu Agnars Kofoed-Hansens og aðeins vitað, að bann hefði farið utan til þess að búa sig undir lögreglustjórastarfið í Reykjavík. Þá upplýsti hann og, að sér væri um það kunn- ugt, að dr. Gerlach hefði sent sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn skeyti, þar sem þess var farið á'leit, að Agnari Ko- foed-Hansen yrði greiddur veg- ur til Þýskalands, en sendiherr- ann sinnti þeim ummælum engu. Þá lét Stefán Jóhann þess getið, að sér hefði borist einskonar bótunarbréf frá dr. Gerlach, meðan hann var utan- ríkismálaráðherra, þar sem sendiherrann bar sig upp yfir því, að Stefán umgengist þýska flóttamenn hér á landi, sem væru fjandsamlegir Stór-Þýska- landi og foringjanum, en Stefán gaf þau svör, að sendiherranum kæmi ekki bið minnsta við, hvaða menn íslenskur ráðherra umgengist. Eins og efni stóðu til urðu all- miklár og töluvert bvassar um- ræður um jiessi mál í þinginu. Einkum voru Framsóknarmenn all æstir, er svo rækilega var flett ofan af nasistadekri for- ustumanna flokksins. Um hitt var áður vitað, að Sjálfstæðis- flokku íinn var gegnsýrður af nasisma og dálæti á Hitler á þess um árum. Og vegna hinnl ógeðs- legu fleðuláta milli Hitlers og Stalins á þessum tímum töldu kommúnistisku nissaverkfærin hér skyldu sína að dansa mcð. Er lítill vafi á því að ef Þjóð- verjar hefðu gert innrás í land- ið á þessum tímum hefðu for- ystumeun þessara þr-iggja flokka tekið þeim með blíðulátum. Má í því sambandi minna á, að við sjálft lá á þessum tímum, að Al- þýðuflokksblöðin yrðu bönnuð vegna bersögli þeirra og gagn- rýni á aðförum nasista. ' Er ekki nema gott um það að segja, að rótað hefir verið upp í þessum málum, þó ekki væri nema vegna allrar þeirrar hræsni og yfirdrepsskapar, sem flokkarnir þrír, Sjálfstæð- ið, Framsókn og kommúnistar þöndu sig upp með í sambandi við lýðveldisstofnunina hér. Alþýðumaðurinn óskar öllum lesendum sínum gœfu og gengis á komandi ári og þakk- ar ágœtan stuðning á liðna árinu. Urðu hræddir Menn kannast við frásögurn- ar af „hreinsunaraðferðum“ rússnesku kommúnistanna og lærisveina þeirra, S.S. mann- anna þýsku, þegar þeir voru að ryðja úr vegi „hættulegum“ mótstöðumönnum. Þá var þeim „hættulegu“ stillt upp við vegg <?g afmáoir á fljótvirkan liátt. Islensku kommúnistana hefir lengi dreymt um svona „hrein- gerningar“, en lítið þorað að flíka þeim, síðan S.S mennirn- ir tileinkuðu sér þær. Þó glopp- ast þetla af og til upp úr þeim Moskvalærðu. Því var það nú fyrir skömmu að Þóroddur Sigl- firðinga-5Ó77ii sem „vék af þingi vegna anna“, endaði eina af æsingaræðum sínum á opinber- um fundi með því að lýsa yfir, að þegar „sósíalistar“ yrðu konmir til valda á Islandi, yrði andstæðingunum „stillt upp við vegg“. Eins og von var vildu menn fá frekari skýringu á þessu. Urðu konnnar svo skelk- aðir, að þeir létu Gunnar Jó- liannsson rita langa varnargrein í „Mjölni“, þar sem hann var- aði menn við að vera að talca Þórodd alvarlega. Þetta væri bara kjaftháttur. Ilitt mátti aít- ur á Gunnari skilja, að gaman væri nú að því að „stilla upp við vegg“, þó eklci væri til annars en spyrja þá góðu menn, sem dirfðust að vera á móti hrein- gerningum, eins og í K. F. S. — svona hvort þeir vildu ekki hafa sig hæga. r Aramótamessur verða sem hér segir: Sunnudagur milli jóla og ný- árs, Glerárþorpi, kl. 1 e. h. Gamlárskvöld, Akurevri kl. 6 e. h. Nýársdag, Akureyri, kl. 2 e.h. ★ Alþýðumaðurinn kemur næst út 8. Janúar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.