Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.11.1949, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 22.11.1949, Blaðsíða 1
XIX. árg. Þriðjudagur 22. nóvember 1949 42. tbl. Frá 18. þingi fiskideilda Norðlendingatjórðungs Þriðjudaginn 1. nóv. s. 1. var 18. 'þing fiskideilda Norðlendingafjórð- ungs sett hér á Akureyri. Stóð það yfir til miðvikudagskvölds. — Alls sátu þingið um 14 fulltrúar auk stjórnar fjórðungsþingsins og Dav- íðs Ólafssonar fiskimálastjóra. Stjórnina skipuðu Sigurvin Edi- lonsson, Árskógssandi, Guðmundur Guðmundsson, Akureyri, og Valtýr Þorsteinsson,'Akureyri. Var hún öll endurkosin. Þingið gerði fjölmargar ályktanir í ýmsum hagsmunamálum útvegs- manna og skal hér getið nokkurra: LANDHELGISMÁL: 1. „Fjórðungsþing fiskideilda í Norðlendingafjórðungi, haldið ó Akureyri í nóv. 1949, lýsir ánægju sinni yfir að ríkisstjórnin hefir sagt upp samningi þeim, sem gerður Var 24. júní 1901 milli Danmerkur og Stóra-Bretlands, um landhelgi Is- lands, sbr. auglýsingu frá 28. marz 1903. > Ennfremur ítrekar fjórðungsþing- ið samþykkt Fiskiþings frá 1947 um nauðsyn þess, að íslenzk landhelgi verði rýmkuð þannig, að hún verði minnst 5 sjómílur og ennfremur að landhelgislínan sé miðuð við yztu annes, svo að allir firðir og flóar séu innan landhelgi. 2. Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþing og stjórn Fiskifélags ís- lands, að beita sér fyrir og sjó svo um, að framkvæmt verði, að land- helgislínan verði færð út nú þegar á •þessu ári, eða að minnsta kosti fyrir næstu síldarvertíð í 4 sjómílur frá yztu annesjum og allir firðir og fló- ar verði innan þeirrar línu.“ VITAMÁL: „Fjórðungsþing Norðlendinga- fjórðungs skorar á næsta Fiskiþing að beita sér fyrir því, að vitar verði byggðir á Hrólfsskeri við Eyjafjörð og Lundey á Skjálfanda. Einnig skorar þingið á væntan- legt Fiskiþing, að það beiti sér fyrir því, að nú ét næstunni, eða svo fljótt sem verða má, að radiolandtökuviti verði reistur á Dalatanga við Seyð- isfjörð.“ HAGNÝTING SJÁVARAFURÐA: „Fjórðungsþingið lætur ánægju sína í ljósi yfir þeim framförum, sem þegar eru á orðnar í hagnýtingu á úrgangi úr fiski, og vill beina þeim tilmælum til Fiskiþings, að það beiti sér fyrir því, að baldið verði áfram á söjnu braut, þar til allur fiskiúr- gangur verði til fulls nýtlur í land- inu.“ AFKOMA SJÁVARÚTVEGSINS: „Þó að aflabrestur síðustu ára hafi skapað bátaútveginum að nokkru leyti þá fjárbagsörðugleika, sem nú hafa knésett þennan atvinnu- veg þjóðarinnar eða meginhluta hans, þá er öllum ljóst, að aflabrest- urinn er ekki eina orsökin til ófarn- aðar. Stöðvun útgerðarinnar þolir þó hvorki alþjóð eða einstaklingar og þess vegna ályktar fjórðungs- þingið, að fiskverð það, er ákveðið var fyrir þrem árum, sé nú of lágt, þar sem tilkostnaður við útgerð hef- ir hækkað mjög mikið á þessum ár- um. Verður því ekki komizt hjá því að hækka fiskverðið til þess að út- gerð geli haldið áfram. Þinginu er þó ljóst, að verðuppbætur á fiski er ekki framtíðarlausn á þessu vanda- máli, en hins vegar óhjákvæmilegt að halda þeim áfram, þar íil annar heilbrigður grundvöllur er fenginn fyrir afkomu bátaútvegsins.“ Þá gerði þingið ályktanir um, að nauðsynlegt væri, að sjóvinnunám- skeiðum yrði haldið uppi, að Land- sími íslands setti upp og starfrækti talstöðvar í öllunr veiðistöðvum landsins, að vel yrði staðið á verði um fiskveiðiréttindi íslendinga við Grænland, og að reynt yrði að sjá HERMANNI JÓNASSYNI TÓKST EKKI AÐ MYNDA STJÓRN S. 1. sunnudag var tilkynnt, að Hermann Jónasson, formaður Fram- sóknarflokksins, hafi gefizt upp við stjórnarmyndun. Er ekki vel ljóst, hvað valdið hafi, en eftir skrifum Tímans að dæma hefir Hermann ekki fengið fyrir formanni þing- flokksins, Eysteini Jónssyni, að ræða nokkurt samstarf við sósíalista, en til þeirra mun hugur Hermanns helzt hafa staðið. Nú hefir Ólafi Thors verið falið að reyna stjórnarmyndun. Hafa þá báðir stærstu flokkarnir fengið sín tækifæri. 2. þing Aiþýðusambands Norðurlands var sett hér í Verkalýðshúsinu s. 1. sunnudag og lauk því í gærkveldi. Ekki sendu nema sum félög á sam- bandssvæðinu fulltrúa á þingið, svo að það var fremur þunnskipað. Þar sem þinginu var ekki að fullu lokið, þegar blaðið var sett, bíða fréttir af því næsta tölubl. F. U. J. stofnað á ísafirði. 10. nóv. s. 1. var stofnað félag ungra jafnaðarmanua á ísafirði. Stofnendur voru 84. Formaður fé- lagsins var kosinn Maríus Þ. Guð- mundsson, varaform. Finnur Finns- son, meðstjórnendur Guðríður Matt- híasdóttir, Gunnar Jónsson og Guð- mundur Hermannsson. Á stofnfund- inum flutti H'annibal Valdemarsson snjalla ræðu, og er nú mikill ábugi ríkjandi meðal unga fólksins á Isa- firði um bið nýstofnaða félag. til þess við Fjárhagsráð og Við- skiptanefnd, að veitt yrðu rífleg inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi til vara- lduta í vélar og tæki varðandi út- veginn. Skjaldborgarbíó UPP Á LÍF OG DAUÐA Afar spennandi og skennntileg mynd frá Paramount. Leikendur m. a.: Robert Lowery og Phyllis Brooks. NÝJA-BÍÓ Miðvikudaginn kl. 9: ÆVINTÝRI Á SJÓ (Luxury Liner) Amerísk söngvamynd í eðlileg- um litum frá Metro Goldwyn Mayer. Leikendur: Jane Poivell Lauritz Melchior George Brent Frances Gifford Xavier Cugat. sssssssssssc ÍSSSSSSSSSSC ATH U GIÐ ! Afþýðuvikan hefst á morg- un, miðvikudagskvöld, og fara þó fram dagskráratriði þau, sem áttu að verða s. I. FÖSTU DAGSKVÖLD. - Að cðru leyti er dagskrá óbreytt frá því sem hún birtist í síð- asta bSaði.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.