Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.11.1949, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 22.11.1949, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURi Þriðjudagur 22. nóvember 1949 Vinnaþjálfan unglinga Ásamt fleira er það nýmæli að finna í bæjarmálastefnuskrá Alþfl. hér, sem birl var í Alþýðum. 15. þ. m., að bærinn skuli efna til sér- stakra athugana á því, hvað liægt sé að gera fyrir unglinga bæjarins — aðallega drengi -— í atvinnulegu til- liti. Þetta er 14. greinin í kaflanum um atvinnumál og hljóðar þannig: „Að athugað verði, hvort bæjar- félagið geti ekki séð vinnuflokkum unglinga fyrir vinnuþjálfun og at- vinnu.“ Eg hefði nú reyndar viljað hafa þessa grein nokkru ákveðnari eða á þá lund, að gerl væri ráð fyrir, að bærinn ætlaði nokkra fjárupphæð árlega til þess að kenna unglingum — drengjum 15—17 ára -— algeng- ustu aðferðir við flesta þá vinnu, sem fyrir kemur. Auðvitað getur þetta verið framkvæmdaratriði, og veltur mest á því, að til starfans velj- ist menn, sem áhuga hafi á að kennslan komi að fullum notum — nái þeim tilgangi sem til er ætlazt. Aður hefir verið efnt til svona vinnukennslu á nok'krum stöðum hér á landi. Á síðustu kreppuárunum fyrir styrjöldina var efnt til slíkrar vinnu í Reykjavík og Hafnarfirði, og máske víðar. En sú vinna — eftir því sem blöðin lýstu lienni — virtist aðallega rekin sem atvinnubót fyrir unglingana, s em hennar nutu. Þá voru og líkamsæfingar iðkaðar í sambandi við vinnuna. Á ísafirði hefir kennsla almennra vinnubragða átt sér stað í sambandi við Gagn- fræðaskólann þar, og hefir nemend- unum þá aðallega verið kennd al- gengustu vinnubrögð við sjávarút- veg — bæði við verkun fiskjarins í landi og algenguslu vinnubrögð um borð. Hefir þessi kennsla þólt eiga bezl við þar vestra, þar sem ísfirð- ingar lifa mest af sjávarútvegi. Á s. 1. ári var efnt til unglinga- vinnu í Reykjavík, þó í smáum stíl væri. Tveir flokkar voru J>ar að vinnu 15—20 drengir í hvorum. 1 öðrum 12—14 ára. í hinum 14—16 ára. Eitt höfuðstaðarblaðið lýsir árangrinum, sem fékkst af Jæssari tilraun, á þessa leið: „Reynsla sú, sem af þessari ungl- ingavinnu hefir fengizt, telja kunn- ugir mjög góða. Drengirnir liafa sýnt mjög mikinn áhuga og dugnað í slarfi sínu. Foreldrar barnanna hafa einnig látið í ljós ánægju sína yfir fyrirkomulagi vinnunnar.“ En er þá nokkur þörf fyrir svona yinnu hér í bænum? Eg tel að lienn- ar sé mikil Jrörf. Það hefir verið eilt mesta vanda- ög vandræðamál Vinnumiðlunarskrifstofunnar undan- farin ár, að útvega unglingunum vinnu, J)egar Jreir koma úr skólunum á vorin. Það er Jjví brýn þörf fyrir aukna unglingavinnu vor og hausl, þó ekki sé urn annað hugsað cn at- vinnuaukninguna handa Jjessum yngslu borgurum bæjarins á vinnu- markaðinum. En hér kemur fleira til. Okkar ágætu skólafrömuðir hafa algerlega gleymt })ví, að unga fólkið })urfi að vinna fyrir sér Jjann stutta tíma ársins, sem J)að ekki er neglt við skólabekkina. ÞaÖan af síður liafa þeir munað eftir því, að líka sé menning í J)ví fólgin að vinna að Jjeim störfum, sem þjóðin lifir á. Því er skólatíminn lengdur en ekkert um það hugsað, að skólaæskan hafi að vissri, hollri og nauðsynlegri at- vinnu að hverfa, Jjegar henni er sleppt út á meðal fólksins, hvað þá að hún })árf líka tíma til að læra hin daglegu störfin, sem eiga að færa henni lífsöryggi og daglegt brauð. Ur ])essari vöntun í menningarlífi Jjjóðarinnar J)arf að bæta. Eins og ætlazt er til, að unglingarnir ræki nám sitt vel í skólunum, svo verður þá líka að koma til móts við starfs- J)rá J)eirra utan skólanna. En hvernig er Jretta gert hér í bænum, svo við höldum okkur einungis við hann? Hvernig er ungum mönnum yfirleitt tekið á vinnumarkaðinum, ])egar þeir koma út úr skólunum á vorin? Yfir- leitt er vinnumarkaðurinn J)eim lok- aður. Enginn atvinnurekandi virðist skilja, að unglingarnir séu í J)örf fyrir vinnu. Hitt undrast Jieir lika, að 15—17 ára unglingar séu ekki fullgildir menp að orku og kunnáltu í hvaða vinnu sem fyrir fellur. Og hverjir eru þeir atvinnurekendum og verkstjórar, sem muna eftir einu úr- lausninni til að bæta úr ])essu, að leiðbeina unglingunum við vinnuna, sýna ])eim traust og uppörvun? Mín reynsla er sú, að ])eir séu harla vandfundnir. Skilningsleysi á vinnu- þörf unglinganna, bein óvild í þeirra garð er oflast J)að, sem })eir finna 'anda að sér á krossgöngu ])eirra frá Pétri lil Páls. Hvernig verkar þetta á unglingana? Þeir deiglyndari leggja árar í bát, þegar þeir finna að J)eir eru óvelkomnir á vinnuslöðv- arnar. Hafa ekki geð til að vera teknir í vinnu sem nokkurs konar gustukamenn, sem flestir líta nið- ur á. Fyllast minnimáttarkennd og lífsleiða. Þeir, sem harðgerðari eru að upplagi og illskeyttari snúast illa við þessum viðhorfum. Finnst bér um vanmat á sér vera að ræða. Leggja hatur á atvinnurekendurna og óvild og fyrirlitningu á verka- mennina, sem teknir eru fram yfir þá, oft og tíðutn án þess þeir verð- skuldi ])að. Það eru einmitt þessir imglingar, sem frekast leggja eyru við prédikunum óhlutvandra manna, sem stofna vilja til fjandskapar milli vinnukaupenda og verkamanna. -— Ilneigjast frekast til vinnusvika í hefndarskyni. Á J)ví, sem hér hefir verið sagt — og ])að er ekki sagt út í loftið — er auðsætt, að hér er um fleira en eitt að ræða í sainbandi við unglinga- vinnu J)á, sem gerð hefir verið hér að umtalsefni. Það sem um er að ræða er Jretta: 1. Unglingavinnuna á að reka bæði sem tekjulind fyrir ungling- ana, J)ó aldrei geti hún orðið í stór- uip stíl, og vinnu, J)ar sem þeim eru kennd rétt handtök við venjulega vinnu — unglingunum er kennt aS vijuia. 2. Unglingar, sem verið hafa á svona löguðu vinnunámskeiði eiga að hafa greiðari aðgang að vinnu hjá atvinnurekendum, og þeim (at- vinnurekendum) á að vera tryggð betri vinnubrögð en ella. Sem sagt: Báðir aðilar eiga á J)essu að græða. 3. Til þess að þetta náist, verður að vanda vel til kennaranna. Þeir þurfa ekki einungis að kunna að vinna. Þeir verða líka að hafa áhuga fyrir, að sem bezt not verði að kennslunni. Kenna að vinna af viti, án þess að strita. Þau vinnubrögð notast alls staðar bezt, og hæfa hvar- vetna siðuðum mönnum. Náist og fáist þetta, fá unglingarnir virðingu fyrir vinnunni og yndi af að inna hana vel og trúlega af liendi. Og þaS er stœrsti vinningurinn jyrir alla. Þó margt fleira mætti um þetta ræða, er ekki þörf á’ því á þessu stigi málsins. En ef einhver skyldi ætla, að hér sé um hégómamál að ræða, fer liann villur vegar. Þess vegna er þetta mál borið fram og vildi ég vænta, að bæjarstjórn veiti því verðugt brautargengi og ætli Sujinudagaskóli Akureyrarkirkju er á. sunnudaginn kl. 10.30 f. h. — 7—13 ára börn í kirkjunni. 5—6 ára börn í kapellunni. Bekkjastjórar niætið kl. 10 fyrir- hádegi. Æsluilýðsjélag Akur- eyrarkirkju. Sameig- inlegur fundur 1. og 2. deildar er n. k. sunnudagskvöld kl. 8,30 e. h. í kapellunni. — 3. (yngsta) deild fundur n. k. mánu- dagskvöld kl. 8,30 e. h. Lögmannshlíðarsókn: Messað í Lög- mannshlíðarkirkju kl. 2 n. k. sunnudag. Safnaðarfundur að aflokinni messu. Akureyringar! Munið eftir fuglunum ykkar í vetrarhörkunum. Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands held- tir sýniugu fimmtudaginn 1. des. n. k. kl. 3 -6 í Brekkugötu 3 (bakhús) á fatnaði sem saumaður var í nóvember-námskeið- um félagsins. Lýsing Eyjafjarðar eftir Steindór Steindórsson jrá HlöSum er langítarlegasta landfræði- og stað- hállalýsing, sem til er um ])etta fagra hérað. Bókin er í senn gagnfróðleg og sérstaklega skemmtilega rituð. HÉRAÐSFLÓRA EYJAFJARÐAR eftir Ingimar Jónsson fylgir. fjárupphæð til þessa máls á fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Halldór FriSjónsson. Heimiiisiðnaðarfélag Norðurlands Hálfsmánaðar SAUMANÁMSKEIÐ hefjast föstudaginn 2. desember. Dag- og kvöldnámskeið. — Kennari: Þórey Arn- grímsdóttir. — Námsgjald 100 kr. Umsóknum veitt móttaka í Hannyrðaverzl. Ragnheiðar O. Björnsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.