Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.01.1951, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 10.01.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. janúar 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN 5 LeigjendasamtOk ern m. O. I nandsynleg. Með húsaleigulögunum frá 1940 og 1943 var að nokkru leyti farið inn á nýtt svið af hálfu löggjafar- valdsins. Lögmálið um framboð og eftirspurn var í rauninni afnumið, hvað leiguhúsnæði snerti. Lögin voru leigjendum til mikilla hagsbóta og forðuðu mörgum þeirra frá því að sæta okurkjörum um leigu hús- næðis. Þó er það vitað, að sumir húseigendur gátu aldrei sætt sig við þetta, en notfærðu sér húsnæðisekl- una til hins ítrasta og gengu á snið við lögin, enda var það á ýmsan hátt auðvelt. Allir þeir, sem húsnæði selja á leigu, hafa ávalt að vonum verið hatrammir andstæðingar húsa- leigulaganna og barizt með öllum ráðum fyrir því að fella þau úr gildi eða fá þeim gerbreytt. Þessi barátta húseigenda varð þó lengi vel árang- urslaus, unz löggj afarvaldið á síð- astliðnum vetri gekk verulega til móts við óskir þeirra og hætti nokkr- um atthyglisverðum ákvæðum við húsaleigulögin. í hinum nýju lögum er svo kveðið á, að lög öll um húsa- leigu falli smátt og smátt úr gildi fram til 14. maí 1952, er þau verða með öllu afnumin. Bæjar- og sveitar- stjórnum er þó heimilað að ákveða að mikilvægustu ákvæði laganna skuli gilda áfram innan hlutaðeig- andi bæjar- eða sveitarfélags. Tog- streitan um húsaleigulögin, gildi þeirra og efnisatriði, hefir því í bráðina flutzt úr sölum Alþingis og heim í héruðin. Þótt húsaleigulögin séu síður en svo agnúalaus og hafi í stöku tilfell- um bitnað ósanngj arnlega á hús- eigendum, þá verður ekki fyrir það synjað, að hagsmunir leigjenda, sem þau vernda, hafa verið geysi- miklir og gert miklu meira heldur en vega þar upp á móti frá þjóðhags- legu sjónarmiði séð. Það ástand, sem knúði fram húsaleigulögin á sínurn tíma, er enn óbreytt, og lögin eiga því ennþá fullan tilverurétt, sér- staklega í kaupstöðunum. í Reykja- vík og fleiri kaupstöðum hafa hús- eigendur fyrir löngu stofnað til samtaka með sér til þess að gæta hagsmuna sinna í þessum málum. Leigjendur hafa á hinn bóginn lítið látið að sér kveða um þetta, og eiga þeir þó engu síður mikið í húfi. Leigjendafélag var stofnað í Reykja- vík árið 1948 og hefur.það starfað vel, en önnur leigjendasamtök munu hvergi vera til á landinu. Við svo búið má ekki lengur standa. Leigj- endur á Akureyri ættu að ríða næst- ir á vaðið og mynda með, sér sam- tök. Verkefni slíkra samtaka eru ó- þrjótandi. Fyrsta og brýnasta verk- efni þeirra yrði að beita sér fyrir því, að þýðingarmesta ákvæði húsa- leigulaganna skuli gilda áfram innan Akureyrarkaupstaðar, hversu sem um gildi þeirra fer í öðrum bæjar- og sveitarfélögum. Onnur verkefni hníga að því að gæta hagsmuna leigjenda í hvívetna gagnvart hús- eigendum, stuðla að almennri lausn húsnæðisvandræðanna og reyna eft- ir mætti að hafa áhrif á löggjafar- valdið Ieigjendum til hagsbóta. f þessu sambandi má geta þess, að á hinum Norðurlöndunum eru samtök leigiendanna mjög öflug og hafa fengið miklu áorkað. Skal þess og geta, að leigjendasamtök hér í bæ sem annars staðar myndu hafa rétt til að skipa mann í húsaleigunefnd, en þetta er heimilt samkvæmt einu af þeim nýju ákvæðum, er skotið var inn í húsaleigulögin á síðastliðnum vetri. Að vori mun ''einn þáttur húsa- leigulaganna falla úr gildi, ef ekkert verður aðhafzt. Leigjendur á Akur- eyri mega ekki sofa á verðinum, meðan hagur þeirra er fyrir borð borinn og réttur þeirra skertur. Þeir ættu því ekki að láta það dragast að stofna til félagssamtaka um hags- munamál sín, enda líklegt, að slík leigj endafélög rísi upp á næstunni í öðrum kaupstöðum landsins. Verk- efni eru bæði næg og brýn. Jón Þorsteinsson. IAJF j NÆSTU j GRÖSUM I HJÚSKAPUR: Þann 15. desem- ber voru gefin saman í hjóna- 1 band ungfrú Jensey Jörgína Stef- ánsdóttir og Agnar Jón Jörgens* son, kaupm. Heimili þeirr.! er að Hafnarsfræti 17, Akureyri. — Þann 26. des. ungfrú Jóna Hug- ljúf Friðbjarnardóttir og Ragnar Gunnar Emilsson, vélstjóri. Heim ili þeirra er að Eiðsvallagötu 1, Akureyri. — Þann 27. des. ung- frú Anna Hólm Káradóttir og Sigurður Jónsson, bifreiðarstj. Heimili þeirra er fyrst um sinn að Norðurgötu 10, Akureyri. — Þann 30. des. ungfrú Rósa Arn- grímsdóttir og Jón Þóris Sigur- jónsson, starfsmaður Krossanesi. Heimili þeirra er að Ásgörðum, Glerárþorpi. — Þann 31. des. ungfrú Ingibjörg Bjarnadóttir og Sumarliði Jens Sumarliðason, húsasmíðanemi. Heimili þeirra er að Brekkugötu 33, Akureyri. — Séra Pétur Sigurgeirsson gaf brúðhjónin saman. 21. desember voru gefin saman í hjónaband ungfrú Erla Gunn- arsdóttir Magnússonar og Jósúa Magnússon, bifreiðastjóri, Rvík. — 24. des. ungfrú Fanney Krist- já'nsdóttir, skrifstofustúlka Rvík. og Valdimar Jakobsson, Kristins- sonar skipstjóra. — 31. des. ung- l frú Stella Jónsdóttir, Guðjóns- sonar bakara, og Kjartan Sum- arliðason; iðnnemi. — Séra, Frið- rik J. Rafnar vígslubiskup gaf brúðhjónin saman. Á gamlárskvöld voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöll- um í Hörgárdal ungfrú Líney ólöf Sæmundsdóttir frá Veiði- leysu á Ströndum og Hermann Jónsson, búfræðingur, frá Hálsi í öxnadal. Heimili þeirra er í Hafnarstræti 74. Akureyri. — 6. janúar s.I. voru gefin saman i hjónaband Gunnhildur Jónsdóttir frá Dalvík og Helgi Indriðason frá Akureyri. HJÓNAEFNI: Um jólin opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Ing- unn Eyjólfsdóttir verzlunar- mær, Reykjavík, og Jóhannes Hleiðar Snorrason, bifreiðastj- Hleiðargarði. — Á aðfangadags- kvöld opi/nberuðu trúlofun sína ungfrú Hjördís Elinórsdóttir, Ak- ureyri, og Jón Árni Sigfússon frá Vogum i Mývatnssveit. — Trú- lofun sína opinberuðu nýlega ungfrú Sara Stefánsdóttir, Hrís- ey, og Jónas Guðmundsson frá Flatey á Skjálfanda. — Nýlega opinberuðu trúlofun sína Berg- þóra Jónsdóttir, afgreiðslumær, Akureyri, og Björn Sigurðsson, húsgagnasmiður, Akureyri. SKÖGRÆKTARFÉLAG TJ ARNARGERÐIS heldur árshátíð sína að Hótel Norðurlandi n. k. laugardagskv. kl. 8,30. Jón Norðfjörð og Jó- hann ögmundsson skemmta. Dansað til kl. 2. Aðgöngumiðar verða seldir á Hótel Norðurlandi fimmtudaginn kl. 5—7 og föstu- daginn kl. 8-10. Stjórnin. KAUPLAGSVÍSITALA er nú 123 stig frá 1. janúar að telja. Tímakaup verkamanna hér á Ak- ureyri í dagvinnu er samkvæmt þessu nú kr. 11.37. KVENFÉL. EINING hefir kaffikvöld og umræðufund í Verk lýðshúsinu föstudaginn 12. jan. næstkomandi kl. 8,30 e.h. T' LKYNNING Fjárhagsráð hefir ákveðið að tilkynning ráðsins frá 30. desem- ber 1950, um óbreytlan álagningargrundvöll skuli halda gildi sínu fyrst um sinn, eða þar til öðruvísi verður ákveðið. Reykjavík, 6. janúar 1951. Verðlagsskrifstofan. Frakka- og fataetnl Höfum útlend frakka- og fataefni fyrir þá, sem vilja fá sér vand- aðan frakka og lagleg föt. Saumum einnig úr tillögðu efni, ef óskað er. Saumastofa Kaupfélags verkamanna Akureyrar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.