Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.01.1951, Blaðsíða 12

Alþýðumaðurinn - 10.01.1951, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUMAÐURINN Miðvikudagur 10. janúar 1951 Alþýðuflokksfélögin á Ákureyri halda Spilakvöld að Hótel Norðurlandi föstudaginn 12. janúar 1951 kl. 8.30 e. h. Spiluð verður félagsvist. Verð- laun veitt. Dansað til kl. 1. Félagsmenn eru beðnir að hafa með sér spil og blýant. Alþýðjulokksfélag Akureyrar. Kvenfélag Alþýðuflokksins. Félag ungra jafnaðarmanna. Ritstjóraskipti ; | við Samvinnnna j Haukur Snorrason, blaðamaður, j hefir nú látið af ritstjóm Samvinn- j unnar frá sl. áramótum að telja, og flytzt útgáfa ritsins jafnframt héðan suður til Reykjavíkur. Við ritstjórn Samvinnunnar tekur nú Benedikt Gröndal, sem verið hefir fréttastjóri Alþýðublaðsins undanfarin ár. Læt- ur hann af því starfi um leið. Leiðrétting í síðasta árgangi Alþýðumannsins ruglaðist númeraröð á tveimur tbl. í desembermánuði. Stóð á blöðun- um að þau væru 49. og 50. tbl., en átti að vera 44. og 45. tbl. Eru kaup- endur beðnir að athuga þetta, þeir sem halda blaðinu saman. Æskaljrðsstartsemi, íþröttir ofl vínveitingar Alþýðublaðið, 5. janúar sl., skýr- ir frá því, að því sé kunnugt um, að áfengisvarnarnefnd Reykjavíkur hafi aflað sér þeirra upplýsinga, að stórfelldar vínveitingar hafi átt sér stað á vegum nokkurra íþróttafélaga í höfuðborginni frá 3. ágúst til 6. desember á sl. ári. Er kjarni fréttar Alþýðublaðsins þessi: „Vínveilingar 67 kvöld á 5 rnán- uðum! Upplýsingar lögreglustjóra munu bundnar við fjögur íþróttafé- lög í Reykjavík, Í.R., K.R., Ármann og Fram, en þrjú þessi félög hafa einkum frjálsar íþróttir á stefnu- skrá sinni og eitt knattspyrnu. Hefir Alþýðublaðið fregnað eftir örugg- um heimildum, að Í.R. hafi haft vín- veitingar á skemmtunum í tveimur samkomuhúsum, Tívoli og Tjarnar- café, 14 kvöld á umræddu tímabili, 6 kvöld í ágúst, 1 kvöld í september, 3 kvöld í nóvember og 4 kvöld í des- ember. Frjálsíþróttadeild K.R. hefir haft vínveitingar 18 kvöld á sama tímabili, einnig í Tívoli og Tjamar- café, 12 kvöld í ágúst og 6 kvöld í nóvember. Ennfremur hefir skíða- deild K.R. haft vínveitingar í Breið- firðingabúð 2 kvöld í nóvember. Ár- mann hefir haft vínveitingar í sam- komusal mjólkurstöðvarinnar 16 ! kvöld á mnræddum fimm mánuðum, 3 kvöld í september, 5 kvöld í októ- ber, 6 kvöld í nóvember og 2 kvöld í desember. Fram hefir haft vínveit- ingar að Hótel Borg 17 kvöld á sama tímabili, 5 kvöld í september, 5 kvöld í október, 5 kvöld í nóvember og 2 kvöld í desember.“ Auk þessa upplýsir Alþýðublað- ið, að skíðadeild Æskulýðsfylking- arinnar (ungkommar) hafi fengið vínveitingaleyfi. Höfuðorsök þessarar hneisu telur blaðið munu vera þá, að íþróttafé- lögin muni neydd til vínveitinganna af hálfu forráðamanna samkomu- staðanna, en getur þess þó, að a. m. k. eitt íþróttafélaganna hafi ráð á eigin samkomustað, svo að þetta geti ekki verið ástæðan í því tilfelli. S.l. i sunnudag bætir Alþýðublaðið enn við fréttir sínar af þessu ómenning- armáli. Þar segir svo: „Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík er aðili að vínveitingun- um á vegum íþróttafélaganna, og er hlutur þess í málinu sýnu lakari en þeirra. Rekur F.U.F. samkomusal mjólkurstöðvarinnar að Laugavegi 162 í félagi við Glímufélagið Ár- mann, og mun ágóðinn skiptast jafnt á milli félaganna. Hafa þessi tvö fé- lög öll ráð á þessum samkomusal, en hafa þar samt stórfelldar vínveiting- ar um hönd. Hin íþróttafélögin eru hins vegar knúin til að afla vínveit- ingaleyfa til að fá skemmíistaðina leigða. Mun það að vonum vekja mikla athygli, að æskulýðsfélag eins stj órnmálaflokksins skuli afla sér fjár til starfsemi sinnar með því að halda skemmlanir, þar sem það veit- ir vín í stórum stíl ótilneytt með öllu.“ Hér er á ferðinni ljótt mál. Ekk- ert sýnir ef til vill betur, hve al- menningsálitið er helsjúkt með þjóð vorri í áfengismálunum en að slíkt og þvílíkt geti átt sér stað, að nokkr- um heilvita manni finnst geti farið saman æskulýðsstarfsemi, hvort sem hún er stiómmálalegs eðlis eða ann- ars, íþróttir og vínveitingar! Asíaiftarverð A Iþýðum. hækkar Svo sem kaupendum Alþýðum. er kunnugt, hefir áskrifíarverð blaðsins haldizt óbreytt, kr. 15.00, síðan Al- þýðum. var stækkaður 1945. Sökum stórlega hækkaðs prentkostnaðar og pappírsverðs verður ekki hjá því J komizt að hækka verð blaðsins ! nokkuð, þótt illt sé, og hefir það verið ákveðið kr. 20.00 árg. frá 1. i janúar 1951 að telja. Um 500 hestar af töðu eyðilögðust af eldi og vatni í Kaupangi Á gamlaárskvöld kom upp eldur í súgþurrkunarklefa við heyhlöðu í Kaupangssveit og læsti sig eftir timburstokki inn í heyhlöðuna. Kom slökkvilið Akureyrar á vettvang og slökkti eldinn, áður en tjón yrði verulegt á húsum, en samkvæmt at- hugun matsmanna á heyskemmdum munu þarna hafa eyðilagzt af eldi og vatni um 500 hestar af um 700, sem í hlöðunni voru, en það mun svara til um 40 þús. kr. að verðgildi, eins og gangverð var á töðu sl. sum- L MILDRED PIERCE Spennandi og áhrifamikil ame- rísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Joan Crawford Jack Carson Zachary ScoU. Bönnuð yngri en 16 ára. Harðbakur Fx-amhald af 1. síðu að Harðbakur sé einn alvandaðasti togarinn, sem nú gengur að veiðum hér við land. Svo sem fyrr getur er togarinn nú að veiðum, og mun ráðgert, að hann sigli til Englands með afla sinn. Sæmundur Auðunsson er skip- stjóri Harðbaks, eins og fyrr er frá sagt, Alfreð Finnbogason 1. stýri- maður og Hallur Helgason 1. vél- stjóri. Gunnar Auðunsson, bróðir Sæmundar, hefir tekið við skip- stjórn Kaldbaks. Enda þótt mikil átök yrðu um það á sínum tíma í bæjarstjórn Akureyr- ar, hvort bærinn, og þar með Ú. A., j ætti að standa að kaupum hins nýja ! togara hingað í bæinn, þá mun nú | sá ágreiningur gleymdur og allir ! bæjarbúar fagna því innilega, að j þessum nýja áfanga í atvinnu- og út- gerðarmálum bæjarins skuli vera náð. Sjálfsagt er þó að minna á, að enn hefir Ú. A. fulla þörf fyrir, að bæjarbúar minnist þess, að hluta- bréfskaup eru vel þegin. Á þann hátt er enn betur tryggt, að góð byrjun öðlizt góðan framgang um langan tíma. ar. Sést á þessu, hve gífurlegt tjón bóndans, Árna Ásbjörnssonar er, þvi að illgerlegt mun, að afla töðu- birgða í skarðið. Ekki varð tjón á gripum. Algerlega er ókunnugt enn um or- sakir íkviknunar þessarar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.