Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.01.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 23.01.1951, Blaðsíða 1
jUþ^umá ? awux XXI. árg. Þriðudaginn 23. janúar 1951 3. tbl. Stjórnarkjörlð í Verkamannafélaginu Kofflffiúnistar fengu framboðslista sinn kosinn með 8 atkv. meirihluta. íYíirráð þeirra aldrei jafnnaum og nú KOSNINGIN. Eins og skýrt var frá í Alþýðum. 19. þ. m. komu fram tveir listar í Verkamannafélagi Akureyrarkaup- staðar til stjórnarkjörs og trúnaðar- mannaráðs: A-listi, borinn fram af eintómum kommúnistum og skipað- ur kommúnistum einvörðungu, — nema hvað þeir tóku í óleyfi pg óþökk 2—3 annarra flokka menn í trúnaðarmannaráð og sem vara- menn þar — og B-listi, borinn fram af verkamönnum, sem eigi vildu hlíta leiðsögn kommúnista. Kosið var föstudag, laugardag og sunnu- dag, og var kosningin mjög vel sótt á báða bóga. Kusu 359 af um 416 á kjörskrá, en þess ber að gæta, að allmargt félagsmanna var fjarver- andi og nokkrir lasnir, svo að kjör- sókn verður að teljast mjög góð, eins og fyrr segir. Kosning féll þannig, að A-listi fékk 177 atkvæði, en B-lieti 165, eft- ir því sem kjörstjórn 'úrskurðaði. Taldi hún 3 atkv. ógild, sem auðsjá- anlega voru greidd af skjálfhentum mönnum og krossinn framan við lisíabókstafinn því ekki lýtalaust gerður, en vilji kjósandans hins vegar augljós. Átti A-listi 1 af þeim atkv., en B-listi 2. Loks fékk Stefán Árnason, efsti maður B-listans, 4 at- kvæði persónulega, að því er kjör- stjórn úrskurðaði. Var þó ekki kos- ið með á A-listanum, eins og leyfi- legt er samkvæmt kosningareglum Verkamannafélagsins, svo að enn var augljóst, að B-listinn álti at- kvæðin. Munaði þannig raunveru- lega aðeins 8 atkvæðum á listunum af þeim, sem gild voru tekin, en í réttu lagi 7, hefði rétt verið úr- skurðað um hin 3 atkvæði, sem ógild voru dæmd og fyrr getur. Er þetta naumasti meiri hluti, sem kommúnistar hafa haft í félaginu, og ríður nú á, að lýðrœðissinnar haldi fast að þeim í kjóaboga óttans, svo að þeir komist ekki upp með að nota félagið sem peð í pólitísku tafli kommúnislaflokksins hérlendis. Allmargir atkvæðaseðlar voru auðir, og er leitt til þess að vita, að menn vilji ekki taka ákveðna af- stöðu. Slíkt ber vott um manndóms- leysi, sem öruggum verkaiýðssinna er algerlega ósamboðið. ÁGREININGUR FORMANNS. Nokkurs óstyrks gætti hjá Birni Jónssyni, formanni félagsins, í kosn- ingunum, sem kom fram í því, að hann hugðist koma í veg fyrir, að tveir félagsmenn kysu, á þeim for- sendum að þeir hefðu sótt um inn- göngu í Iðju, enda þótt inntöku- beiðni þeirra hefði þar ekki verið tekin fyrir, þeir vœru enn á kjörskrá Verkamannafélagsins og félagið hafði alls ekki fjallað um neina úr- sögn frá þeim. Ekki komst þó Björn langt með þessa lögleysu sína, því að hér átti hann við tvo einarða menn, sem kröfðust undanbragða- laust kosningaréttar síns og úrskurð- ar stjórnar A.S.Í. um hann, ef hann væri vefengdur. Fengu þeir svo báð- ir að kjósa, en atkvæði þeirra innsigluð, unz úrskurður A.S.I. j barst. Var hann auðvitað sá, að , mennirnir hefðu full félagsréttindi í V. A., meðan þeir hefðu ekki verið löglega færðir á milli félaga. FÖLSUN UPPLÝST. í samb. við aðra inntökubeiðnina upplýstist, að hluti af henni var fals- aður. Hafði verið prjónað NEBAN VIB UNDIRSKRIFT umsækjand- ans, þar sem hann beiddist inngöngu í Iðju, að jafnjramt sœkti hann um það, að nafn hans vœri strikað út af meðlimaskrá Verkamannafélagsins. Upplýsti umsækjandinn, að þessa viðbót hefði hann aldrei skrifað eða séð, enda var augljóst, að um aðra rithönd var að ræða á viðbótinni. Hver hefir þá breytt á óleyfilegan hátt inngöngubeiðni í eitt félag jafn- ¦framl í úrsögn úr öðru félagi? verð- ur manni á að spyrja. Rétt er að geta þess hér, að það var Jón Ingi- marsson, bílstjóri, formaður Iðju, sem hafði krafizt þess af báðum fyrrgreindum mönnum, að þeir gengju í Iðju, þar sem þeir ynnu á ullarþvottaslöð S.I.S. eða Gefjunar, og hefir Iðja þó ekkert I ákvœði í samningum sínum, sem \ i hindrar það, að félagar í V. A. geti unnið þar samkvœmt taxta síns fé- lags, eins og þessir menn gerðu. Er augljóst til hvers refirnir eru hér skornir: Þessa jnenn átti að gera óskaðlega í V. A., af því að þeir voru ekki handbendi kommúnista. Er það að verða athyglisvert mál út af fyrir sig, hvernig kommúnistar reyna að handlanga menn sér and- stæða ýmist í Iðju eða Sjómannafé- lagið, af því að enn er völdum þeirra þar ekki eins hætt. BRJÓSTHEILIR MENN. Loks verður hér að víta mjög ósmekklega framkomu þriggja iðn- aðarmanna hér í bæ: Gunnars Ósk- arssonar, múrarameistara, Hreins Öskarssonar, múrara og Jóhannesar Hermundssonar, húsasmiðs. Allir þessir menn hafa hangið í V.A. alla iðnnematíð sína, sém þeim bar þó ekki, en.bæta svo gráu ofan á svart, eftir að þeir eru orðnir útlærðir iðn- aðarmenn, og a. m. k. einn iðn- meistari og þar með í ýmsum tilfell- um VINNUVEITANDI, að vera áfram í stéttarfélagi verkamanna og hafa þar áhrif á kosningar með at- kvæðagre'ðslu sinni. Er þessi fram- koma orðin furðuefni fjölmargra bæjarbúa. NIÐURSTAÐAN. Niðurstaðan af þessum kosning- um, sem hér hefir verið lýst, er sú, að andkommúnistiskir verkamenn hafa sótt á fylkingu kommúnista, en verða þó að taka enn meira á til að vinna lokasigurinn. Hvort það verð- ur næst eða næstnæst, skal hér engu spáð um. En sigurinn kemur, það er nú augljóst. Allir, inn í Verkamannafélagið, sem þar eiga að vera, og félagið er í höndum ykkar, lýðrœðissinnaðir verkamenn! Alþýðuflokksfélögin á Ákureyri halda Spilakvöld að Hótel Norðurlandi föstudaginn 26. janúar 1951, kl. 8.30 e. h. Spiluð verður félagsvist. — Verð- laun veitt. Dansað til kl. 1. Félagsmenn eru beðnir að hafa með sér spil og blýant, Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Kvenfélag Alþyðuflokksins. Félag ungra jafnaðarmanna.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.