Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.01.1951, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 23.01.1951, Qupperneq 1
XXI. árg. Þriðudaginn 23. janúar 1951 3. tbl. Stjórnarkjörið í Verkamannafélaginu KommúDistar fengu tramboðslista sinn kosinn með 8 atkv. meirihluta. Yfirráð þeirra alárei jafnnaum og nú KOSNINGIN. Eins og skýrt var frá í AlþýSum. 19. þ. m. komu fram tveir listar i Verkamannafélagi Akureyrarkaup- staðar til stjórnarkjörs og trúnaðar- mannaráðs: A-listi, borinn fram af eintómum kommúnistum og skipað- : ur kommúnistum einvörðungu, -— nema hvað þeir tóku í óleyfi og óþökk 2—3 annarra flokka menn í trúnaðarmannaráð og sem vara- menn þar — og B-listi, borinn fram af verkamönnum, sem eigi vildu hlíta leiðsögn konnnúnista. Kosið var föstudag, laugardag og sunnu- dag, og var kosningin mjög vel sótt á báða bóga. Kusu 359 af um 416 á t v kjörskrá, en þess ber að gæta, að allmargt félagsmanna var fjarver- andi og nokkrir lasnir, svo að kjör- sókn verður að teljast mjög góð, eins og fyrr segir. Kosning féll þannig, að A-listi fékk 177 atkvæði, en B-lieti 165, eft- ir því sem kjörstjórn úrskurðaði. Taldi hún 3 atkv. ógild, sem auðsjá- anlega voru greidd af skjálfhentum mönnum og krossinn framan við lis'.abókstafinn því ekki lýtalaust gerður, en vilji kjósandans hins vegar augljós. Átti A-listi 1 af þeim atkv., en B-listi 2. Loks fékk Stefán Árnason, efsti maður B-listans, 4 at- kvæði persónulega, að því er kjör- stjórn úrskurðaði. Var jtó ekki kos- ið með á A-listanum, eins og leyfi- legt er samkvæmt kosningareglum Verkamannafélagsins, svo að enn var augljóst, að B-listinn áiti at- kvæðin. Munaði jrannig raunveru- lega aðeins 8 atkvæðum á listunum /j af þeim, sem gild voru tekin, en í réttu lagi 7, hefði rétt verið úr- skurðað um hin 3 atkvæði, sem ógild voru dæmd og fyrr getur. Er þetta naumasti meiri hluti, sem kommúnistar hafa haft í félaginu, og ríður nú á, að lýðrceðissinnar haldi fast að þeim í kjóaboga óttans, svo að þeir komist ekki upp með að nota félagið sem peð í pólitísku tafli kommúnistaflokksins hérlendis. Allmargir atkvæðaseðlar voru auðir, og er leitt til þess að vita, að menn vilji ekki taka ákveðna af- stöðu. Slíkt ber vott um manndóms- ieysi, sem öruggum verkalýðssinna er algerlega ósamboðiö. ÁGREININGUR FORMANNS. i Nokkurs óstyrks gætti hjá Birni Jónssyni, formanni félagsins, í kosn- ingunum, sem kom fram í því, að hann liugðist koma í veg fyrir, að tveir félagsmenn kysu, á þeim for- sendum að þeir hejðu sótt um inn- göngu í lðju, enda þótt inntöku- beiðni þeirra hefði þar ekki verið tekin fyrir, þeir vœru enn á kjörskrá Verkamannajélagsins og félagið hafði alls ekki fjallað um neina úr- sögn frá þeim. Ekki komst jió Björn langt með jsessa lögleysu sína, því að hér átti hann við tvo einarða menn, sem kröfðust undanbragöa- laust kosningaréttar síns og úrskurð- ar stjórnar A.S.Í. um hann, ef hann væri vefengdur. Fengu þeir svo báð- ir að kjósa, en atkvæði þeirra innsigluð, unz úrskurður A.S.Í. j barst. Var hann auðvitaö sá, að mennirnir hefðu full félagsréttindi í j V. A., meðan jieir hefðu ekki verið löglega færðir á milli félaga. FÖLSUN UPPLÝST. í .samb. við aðra inntökubeiðnina upplýstist, að hluti af henni var fals- aður. Hafði verið prjónað NEBAN VIÐ UNDIRSKRIFT umsækjand- ans, þar sem hann beiddist inngöngu í Iðju, að jafnjramt sœkti liann um það, að nafn hans vceri strikað út af meðlimaskrá V erkamannafélagsins. Upplýsti umsækjandinn, að jiessa viðbót hefði hann aldrei skrifað eða séð, enda var augljóst, að urn aðra rithönd var að ræða á viðbótinni. liver hefir þá breytt á óleyfilegan liátt inngöngubeiðni í eitt jélag jafn- ■framt í úrsögn úr öðru félagi? verð- ur manni á að spyrja. Rétt er að geta þess hér, að það var Jón Ingi- marsson, bílstjóri, formaður Iðju, sern hafði krafizt þess af báðum fyrrgreindum mönnum, að þeir gengju í Iöju, þar sem þeir ynnu á ullarþvottaslöð S.I.S. eða Gefjunar, og hefir lðja þó ekkert ákvœði í samningum sínum, sem hindrar það, að félagar í V. A. geti unnið þar samkvœmt taxta síns fé- lags, eins og þessir menn gerðu. Er augljóst til hvers refirnir eru liér skornir: Þessa menn átti að gera óskaðlega í V. A., af því að þeir voru ekki handbendi kommúnista. Er jsað að verða athyglisvert mál út af fyrir sig, hvernig kommúnistar reyna að handlanga menn sér and- stæða ýmist í Iðju eða Sjómannafé- lagið, af því að enn er völdum jreirra jrar ekki eins hætt. BRJÓSTHEILIR MENN. Loks verður hér að víta mjög ósmekklega framkomu þriggja iðn- aöarmanna hér í bæ: Gunnars Ósk- arssonar, múrarameistara, Hreins Óskarssonar, múrara og Jóhannesar Hermundssonar, húsasmiðs. Allir þessir menn hafa hangið í V.A. alla iðnnematið sína, sém þeim bar þó ekki, en.bæta svo gráu ofan á svart, eftir að þeir eru orðnir útlærðir iðn- aðarmenn, og a. m. k. einn iðn- meistari og jiar með í ýmsum tilfell- um VINNUVEITANDI, að vera áfram í stéttarfélagi verkamanna og hafa Jiar áhrif á kosningar með at- kvæðagreiðslu sinni. Er jressi fram- koma orðin furðuefni fjölmargra bæjafbúa. NIÐURSTAÐAN. Niðurstaðan af þessum kosning- um, sem hér hefir verið lýst, er sú, að andkommúnistiskir verkamenn hafa sótt á fylkingu kommúnista, en verða þó að taka enn meira á til að vinna lokasigurinn. Hvort jrað verð- ur næst eða næstnæst, skal hér engu spáð um. En sigurinn kemur, það er nú augljóst. Allir, inn í Verkamannafélagið, sem þar eiga að vera, og félagið er í höndum ykkar, lýðrœðissinnaðir verkamenn! Alþýdufiokksfélögin á Ákureyri halda Spilakvöld að Iiótel Norðurlandi föstudaginn 26. janúar 1951. kl. 8.30 e. h. Spiluð verður félagsvist. — Verð- laun veitt. Dansað til kl. 1. Félagsmenn eru beðnir að hafa með sér spil og blýant. Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Kvenfélag Alþýðuflokksins. Félag ungra jafnaðarmanna.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.