Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.01.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 23.01.1951, Blaðsíða 3
Þriðudaginn 23. janúar 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 Tryggvi Júnasson 75 ára Hinn 13. desember 1950 varð Tryggvi Jónasson fyn-v. fiskimats- maSur 75 ára. Eg hafði ætlaS mér aS segja nokkur orS opinberlega um þenna hversdagsgæfa og yfirlætis- lausa alþýSumann i sambandi viS þetta merka afmæli hans, en í staS þess aS svíkjast aS honum og láta slag standa um það, hvort honum líkaði hetur eða ver, var ég svo óvarkár að tala um þetta við hann fyrirfram. Þetta varð til þess að Tryggvi lagði hlátt hann við því, að ég segði nokkuð um sig ,,gott eða illt“. Og auðvitað lagði ég niður skottið fyrst þannig stóð í hælið þessa nágranna míns. En Tryggvi á bróður vesiur á Kyrrahafsströnd, sem heitir Armann Björnsson, og svo langt ná ekki bönn Tryggva. Þess vegna sendi þessi bróðir hans mér — hann er skáld gott — eftirfarandi afmæliskvæði, sem hann bað mig að flytja Tryggva á afmælisdegi hans — hvað ég gerði — og birta í blaði hér á staðnum, hvað ég geri líka, hvort sem Tryggva líkar betur eða ver. H. F. Tryggvi Jónasson Hálf áttrœður. M 0 T T 0 : „Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu." Þó fótur vor sé fastur, önd vor flýgur yfir höf og lönd: Minn hugur svífur heim. Til þín ég hverf — í anda —. Geta mín sú ein, að rétta um hafið hönd, þó hyljist sýn. En, fleiri hugsa hlýtt til þín: Þér heilsa börn og kona mín. Ég kveðjur eins frá ýtnsum ber sem alúðina muna þér. — Þar lýsigull á götu skín, sem góður fer. — Með Ijúju geði, þeirra þú varst þjónn; í verki sýndir trú á bróðureðlið, brœðralag með bœttan sið og allra hag. Og vinahóta nýtur nú, á nýársdag. Þeir koma úr öllum áttum, „hvor um annan þveran“, greiða-spor þeir rekja — allt þitt œviskeið— þeim er sú ganga, heim á leið í fögnuðinn, hvar vermir vor- ið, vœnstan meið. Þig allir dá — það er að von — því engin móðir betri son en þig, við brjóst sín — ástrík ól: Þar áttu á vöxtum, höfuðstól sem ekkert grandar — og í hon- um, yl og jól. Eins bjó í hag þinn, allt og eitt sem ósérplœgni þín gat veitt. Þó launa jari menn á mis í mannþröng dagsins, ys og þys, er jafnvel brosi ekki eytt til ónýtis. Það festir rœtur, sem er sáð í sumra lijörtu, hefir náð að þroskast, meðal þeirra er af þjóðbrautinni viku sér að garði þínum, gátu áð og glaðst með þér. Það voru, eru og verða enn þeir valinkunnu — jleiri senn — sem gefa framtíð fordcemið, „í fylling tímans“, guðsríkið sem nálgast, óðurn nema menn hinn nýja sið. Á. B. AUGLÝSING nr. 1 1.951 frá skömmfunarstjóra Ákveðið hefur verið, að »skammtur 2—1951« (rauður lit- ur) af núgildandi »Fyrsta skömmtunarseðli 1951« skuli vera lögleg' innkaupaheimild fyrir 500 grömmum af smjöri frá og með deginum í dag og til aprílloka 1951. Reykjavík, 16. janúar 1951 SKÖMMTUNARST JÖRI H.F EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. AÐALFUNDU R Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavik laugar- daginn 2. júní 1951 og hefst kl. 1.30 e.h. D A G S K R Á : 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og íramkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand- andi ári og ástæðum fyrir henntj og leggur fram til úr- skurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desenr ber 1950 og efnahagsreikning með athugasemdum end- urskoðenda, svörum stjórnarihnar og tillögum til úr- skurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoöanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 6. Tillögur tii breytinga á reglugerð Eftirlaunasjóðs H.f. Eimskipafélags íslands. 7. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að vera borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hara aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa í skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 30. og 31. maí næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyr- ir umboð til þess að sækja fundinn í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 10. janúar 1951 STJÓRNIN. A u g I ý s i n g F R Á FJÁRMÁLÁRÁÐUNEYTINU Skattstjórinn í Reykjavík hefir nú lokið álagningu stór- eignaskatts samkvæmt lögum nr. 22/1950 og sent tilkynningar um skatthæð til gjaldenda. Ráðuneytið vill vekja athygli gjaldenda á reglugerð, dags. 10. janúar 1951, en þar segir, að kærufrestur til skattstjóra sé til 15. febrúar þ.á. í Reykjavík, en til 28. febrúar annars staðar á landinu, en skattstjóri skal hafa lokið að úrskurða kærur í s.'ðasta lagi 15. apríl 1951. — Kærufrestur til ríkisskattanefndar er til 15. maí 1951 í Reykjavík og utan Reykjavíkur. Gjaldandi og fjármálaráðherra geta, hvor um sig, áfrýað úrskurði ríkisskattanefndar til dómstóla, enda hafi úrskurði verið áfrýjað í síðasta lagi 15. ágúst 1951. Þá skal athygli gjaldenda vakin á því, að gjalddagi skatts- ins er 15. júlí, og að ef skattur er hærri en kr. 2.000.00, þá er gjaldanda heimilt að greiða allt að 90% af því, sem þar er fram yfir, nreð skuldabréfum, er hann gefur út, en ríkisstjórnin ákveð- ur form og texta skuldabréfanna. Andvirði bréfanna greiðist með jöfnum afborgunum á eigi lengri tíma en 20 árum og séu ársvextir af þeim 4%, sbr. 8. mgr. 12. gr. laga nr. 22/19. marz 1950.— Fjánnáúaráððtiey tió 11. janúar 1951

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.