Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.01.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 30.01.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 30. janúar 1951 Að gefnu tilefni Upplýsingarnar í síðasta Alþýðu- manni um murarana tvo og húsa- smiðinn í Verkamannaíélagi Akur- eyrarkaupstaðar hafa vakið mikla eftirtekt hér í hœ. Engum detlur heldur nema ein skýring í hug á setu þessara manna í félaginu: Þeir eru setuliðsmenn, sem eiga að tryggja valdayfirráð kommúnista í V. A. Síðasti Verkam. er úfinn mjög yfir uppljóstran Alþm., og heldur því fram, að múrarameistarinn Gunnar Tryggvi Óskarsson eigi eins mikinn — raunar skilst manni meiri — rétt á því að vera í Verkamanna- félaginu eins og ýmsir launþegar, sem enn séu þar, enda þótt þeir hafi hætt um skeið verkamannavinnu. Vill svo undarlega til, að Verka- maðurinn telur aðeins upp þá laun- þega, sem ekki styðja stjórnarfor- ráð konnnúnista í félaginu. en gleymir alveg mönnum eins og Ás- keli Snorrasyni, kennara, Valdemar Sigurðssyni, meðeiganda og með- forstjóra Gufupressu Akureyrar, Halldóri Stefánssyni fyrrum bæjar- starfsmanni, Júlíusi Jóhannessyni, innheimtumanni, Stefáni Halldórs- syni, innheimtumanni, Þóri Daníels- syni, ritstjóra, Agli Tómassyni. af- greiðslumanni, Einari Kristjánssyni, ráðsmanni Barnaskólans, Guðmundi Baldvinssyni, verkstjóra og Valde- mar Thorarensen, bílstjóra. En hvers vegna taldi þá Alþm. ekki þessa menn upp síðast? kann einhver að spyrja. Því er fljótsvar- að. Þessir menn taka að vísu ekki laun sín samkvæmt taxta V. A. frem- ur en launþegar þeir, sem Verka- maðurinn teluv upp og gefur í skyn, að þar eigi því ekki heima. en þeir eru ekki vinnuráðendur nema kannske verkstjórinn og forstjórinn að einhverju leyti — svo að hags- munir þeirra og manna,,, er slunda daglaunavinnu, koma varla til með að vera andstæðir. Þeir hafa fleslir a. m. k. komið inn í V. A. sem verka- menn, á sama hátt og allir þeir, ,sem Vm. telur upp, og því harðleikið og vafasamt réttlæti að meina þeim þar félagsréttindi, þegar þá vinna sú, sem þeir stunda nú, er ekki vernduð neinum áunnum réttindum, en slíkt á hins vegar við um iðnaðarmenn- ina þrjá, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni. Þegar það svo er haft í huga, að þessir iðnaðarmenn hafa allir lokið kornungir iðnnámi og það hjá feðrum sínunt, má öllum vera ljóst, að undantekning hefir verið, ef þeir hafa unnið handartak nema á vegum feðra sinna í al- mennri vinnu, og þá sýnt, að í V. A. hafa þeir aldrei gengið til að vernda og styrkja réttindi sín gegn vinnu- veitanda, heldur í öðru augnamiði, sem engum mun nú dulið, hvert ver- ið hafi. Þá verður hér að drepa á tvö at- riði enn í greinum Vm., sem vert er fyrir verkamenn að veita athygli. Hið fyrra er aðeins Ijarnaleg stað- hæfing, sem nóg er að stinga á. Blaðið segir sem sé, að það sé að vekja pólitískar illdeilur að stilla upp til stjórnarkjörs gegn konunún- istum! Hví í dauðanum stilla konnn- únistar þá upp til stjórnarkjörs í öðrum félögum gegn stjórnarfor- ystu í höndum andstæðinga? Er það þá ekki líka að vekja pólitískar ill- deilur? Eða hafa kommúnistar kannske einhver forréttindi lil upp- stillinga? Hitt atriðið þarf nánari athugun- ar við. Vm. segir eitthvað á þá lund, að setja þurfi rammar skorður við því, að elclci sé hœgt að sópa mönn- um inn í V. A. rétt um kosningar. — Nú er Alþrn. spurn: Hvernig er hægt að „sópa“ mönnum inn í V. A. um kosningar, ef þess er alltaf gætt, að allir þeir bæjarhúar, sem stunda daglaunavinnu, séu félagsbundnir? Sé þessi „sópun“ virkilega gerleg, hlýtur stjórnarforysta félagsins að sofa á verðinum um hagsmuni þess. Það virðist líka vafasamt réttlœti að láta Pétur greiða 75 kr. á ári til V. A. fyrir vinnuréttindi í bænum, en Páll hljóti sömu réttindin fyrir ekk- ert, auk þess sem það er augljóst jjárliagslegt tjón fyrir félagið að missa 30—50 árgjöld ár eftir ár. — Hér er mál á ferðinni, seiu meðlimir V. A. ættu að láta sig miklu varða og þeir ættu tafarlaust að krefja for- mann sinn og gjaldkera ítarlegra sa'gna hér um. Það væri næsta furðu- legt, ef það skyldi koma upp úr dúrnum, að þeir hefðu ekki áhuga fyrir inngöngu nema félaga af viss- um ,,litarhætti“. •••••• Pappírsöröug- leikar Það var víst alveg spauglaust hérna um daginh þegar Þjóðvilj- inn varð pappírslaus. En Bryn- jólfur brá undir sig betri löppun- um og bjargaði brókunum heidur hressilega. Þeð kvað líka vera skröksaga ein, að hann hafi stig- ið fæti sínum inn fyrir dyr hjá Acerman í Kominform, um leið og hann handsamaði pappírinn! En víðar er pottur brotinn. Nú hefir nefnilega komið úr kafinu, að aHir kommúnistaflokkar Vest- ur-Evrópu eru orðnir pappírs- lausir, því að formenn þeirra allra, þar á meðaj hinn frægi Thorez í Frakklandi, eru komn- ir í pappírsleit til Moskvu! Mun þeim hafa reynzt Brynjólfur ís- lenzki nokkuð stórtækur á papp- írnum utandyra hjá Acermann í Berlín, þar eð ekkert var eftir og engin leið önnur en komast nokkurn veginn í það allra helg- asta hjá sjáifum félaga Stalin — voh allra sein vilja frið! Verður nú gaman að sjá, þeg- ar Vestur-Evrópa fyllist aftur af kommúnistiskum pappír, en eink- um þegar prentvélarnar taka, að rúlla þjóði-æknisandanum yfir síðurnar! — keyptar fyrir hveiti- spesíur! Papyrus. VERÐLAGSBROTAMÁL Stórfellt verðlagshrotamál er sagt í rannsókn í Vestmannaeyjum. Er það Helgi Benediktsson, Framsókn- argoði þar í Eyjum, sem er nú und- ir smásjánni. Þá hefir einn heildsali í Reykja- vík verið slaðinn að því fyrir skömmu að reyna að drýgja tekjur Ungverska hveitið um 35— 40% dýrara en Kanada- hveiti Sunnanblöðin liafa mikið rætt vöruskipti, sem farið hafa fram milli íslands og Ungverjalands. Hafa Ungverjar keypt af okkur fisk, en láta hveili í staðinn, sem flutt er inn á vegum nýstofnaðrar heildverzlun- ar í Reykjavík á vegum kommún- ista. Virðist eftir samanburði á skrifum sunnanblaðanna, að hveiti þetta verði íslenzkum neytendum um 35—40% dýrara en hveiti keypt frá Kanada, og er það geysihár neyt- endaskattur. Morgunblaðið og Þjóðviljinn verja þessa verzlun, Alþýðublaðið og Tíminn deila á hana. Kvenfélag Aiþýðuflokks Akureyrar heldur aðalfund þriðjudaginn 6. febrúar n. k. kl. 8.30 s. d. að Tún- götu 2. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi frá Alþýðuflokksþingi. Stjórnin. Auglýsið í Alþýðumanninum. sínar með því að selja gluggatjalda- efni í heimahúsum á okurverði. Bitreiðaskattur skoðunargjald og vátryggingariðgjöld ökumanna fyrir árið 1950 léllu í gjalddaga 1. janúar síðast- liðinn. Eigendur og umráðamenn bifreiða og bif- hjóla eru áminntir um að greiða gjöld þessi í skrifstofu rninni hið allra fyrsta. Skrifstofu Akurevrar og Eyjafjarðarsýslu 24. jan. 1951.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.