Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.01.1951, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 30.01.1951, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 30. janúar 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Ritstjóri: Bragi Sigurjánsson, Bjarkastíg 7. Sími 1604. Verð 15.00 kr. á ári. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. „Bjargráðin" Framhald af 1. síðu frjálslyndum mönnum rennur hún sárt til rifja. En dans kommúnista kringum gullkálfinn munu þó flestir undrast mest, þ. e. a. s. þeir, sem enn hafa ekki skilið hræsni þeirra og tvöfeldni. Þeir hafa sem sé látist berjast gegn dýrtíðinni, en stingu nú hróðugir í vasa sinn MILLJÓNUM kr. úr pyngju neytenda, þar sem rán- verð ungverska liveitisins er. Slikur er þeirra hlutur. Þeir hafa og alið óspart á tvöfalda genginu á hak við. Upplausn og glundroði er eftirlæti þeirra. „Stefnt er markvisst að lækkun dýrtíðarinnar." Svo fórust „s]>ámanni“ vikublaðs- ins Dags orð i fyrra vor, og var mjög brosað að þeirri einfeldnings- fyndni. Síðan þá hafa kol, rafur- magn og olíur stórhækkað i verði, siðan þá hafa ullarvörur stigið stór- lega, síðan þá hafa flestar matvörur hækkað meira og minna, og nú bæt- ist „bjargráðið nýja“ við. Það er ekki nema von, að „spámenn“ fyll- ist „heilögum anda“ og „tali tung- um“ um „markvissa lækkun dýrtíð- arinnar“! Eldvígsla. En í þetta sinn kíma menn ekki. Þeim.er ekki lengur hlátur i hug. Þeim er nú loks að skiljast, að það er þjóðarnauðsyri að losna við nú verandi stjórn. Hún er að leggja peningakerfi þjóðarinnar í rúst, hún er að leiða atvinnuvegina inn á brask- og brallvegi, auk þess sem hún hefir gert lífsafkomu almenn- / ings stórum lakari. En hér dugar ekkert kák. Það er við illskiptið peningavald að etja, sem enga miskunn sýnir. Og það verður að berjast af fullkomnu miskunnarleysi við það. Eldvígsla verhalýðssamtaka og annarra laun- þega stendur fyrir dyrum. NÆSTU GRÖSUM Nýlátinn er hér í bæ Steindór Jó- hannesson, járnsmiður, mikilsmet- inn iðnaðarmaður og vinsæll og gegn borgari. Sjötugur varð fyrra mánudag Benedikt Steingrímsson, hafnar- vörður. Sjötugur varð sl. laugardag Þor- steinn G. Hörgdal, Sjónarhóli, Gler- árþorpi. Fimmtugur varð sl. laugardag Sigurður 0. Björnsson, prentsmiðju- stjóri. Hjónaefni: Ungfrú Jóhanna Pálmadóttir, skrifstofustúlka S.A., og Matthías Einarsspn, sjómaður. Kvenfélag Akureyrarkirkju held- ur aðalfund fimintudaginn 1. febr. n.k. í kirkjukapellunni kl. 4 e.h. — Venjuleg aðalfundarstörf. Forstjóri Vinnumiðlunarskrifstof- unnar biður þess getið, að eins og atvinnuhorfur eru nú, er þess vænst, að verkamenn sæki vel atvinnuleys- isskráninguna, sem fram fer fimmtu- dag, föstudag og laugardag þessar- ar viku, svo að réll mynd fáist af hinu raunverulega atvinnuley'si í bænum. FRÁ ÍÞRÓTTASAMBANDI ÍSLANDS Eftirfarandi ályktun i áfengismálum var samþykkt á jundi jramkvœmda- stjórnar I.S.I. í gœr: Þar sem framkvæmdastjórn Í.S.Í. lýtur svo á, að til stórskaða og hnekkis sé fyrir iþrótlahreyfinguna í landinu, að vínveitingar eða vín- neyzla sé á samkomum íþróttafélag- anna ályktar fundur haldinn í fram- kvæmdastjórn Í.S.I. 15. janúar 1951, að skora eindregið og alvar- lega á öll sambandsfélög íþrótta- sambands íslands. að hafa eigi vín- veitingar á þeiin skemmtunum eða samkomum er þau standa fyrir. svo og stuðla að því á allan liátt að vín- neyzla sé útilokuð af öllum samkom- um íþróttafélaga. Verði samhands- félögin eigi við þessari áskorun tel- ur fundurinn nauðsynlegt að grípa Mætti ég fá meira að heyra? BÍTUR SÖK SEKAN? í síðasta Alþm. var upplýst, að EINHVER hefði falsað úrsögn a. m. k. eins af meðlimum Verkamanna- félags Akureyrarkaupstaðar úr því félagi í sambandi við inntökubeiðni hans í Iðju. í síðasta Verkamanni fullyrðir Jón Ingimarsson, formað- ur Iðju, að þessu sé stefnt að sér, og getum vér ekki meinað honum að taka skömmina á sig, fyrst hann endilega vill. Hitt er svo annað, mál, að það munu ekki margir svo sælir í sínum yfirtroðslum, að þeir skrifi langar blaðagreinar til að játa þær á sig, en allir hafa sér til ágætis nokkuð, Jón minn! IIVAt) KEMUR ÞAÐ VERKAMANNAFÉLAGINU VIÐ? Síðasti Vm. spyr, hvað það komi Verkamannafélagi Akureyrarkaupst. við, hvort einhver meðlimur þess, sem sækir um inngöngu í annað fag- félag, hafði öðlazt þar réttindi eða ekki, ÁÐUR en hann er sviptur rétt- indum í V. A. Jæja, og þetta stendur í hlaði, sem telur sig verkalýðsmál- gagn! Það heldur því blákalt fram, að fagfélagi varði ekki nokkurn hlut um hag og réttindi meðlims síns, eftir að hann hefir leitað inngöngu í annað félag, enda þótt sannað sé, að þar hafi hann engin réttindi öðl- azt og sé alls ckki orðinn meðlim- ur. Félagsverndin og stoðin er ekki mikil að hyggju Þóris Daníelssonar, ritstjóra Vm., en því betur fyrir verkamennina er hún nokkru meiri í raun. Það vill sem sé svo einkennilega til, að ritstjóra Vm. virðist alveg sjást yfir þá staðreynd, að lil þess að ganga í eitt félag þarf meira en inntökubeiðni, það þarf líka sam- þykkt félagsins fyrir inngöngunni. Og til að ganga úr öðru félagi þarf meira en úrsögn (hvað þá þegar hún er fölsuð), það þarf líka félagsfund- ur að fjalla um úrsögnina. Það er því alveg tilgangslaust fyrir Vm. að til róttækra aðgerða, og samþykkir að bera fram tillögu á næsta fundi sambandsráðs Í.S.Í. uiu að algert bann verði innan íþróttahreyfingar- innar á vínveitingar á vegum íþrótta- félaga. og barátta verði hafin fyrir algerri útrýmingu áfengisneyzlu. Reykjavík, 16. janúar 1951. Iþróttasamband íslands. heimska sig á því að æpa upp um rangan mskurð ASI um kosninga- rétt Bernharðs Jósefssonar og Gunn- ars Árnasonar í kosn ngum í V. A. Þeirra réttur var alveg skýlaus, og úrskurðúrinn gat eklci verið annar. „LITLU VERÐUR VÖGGUR FEGINN“. Kommúnistar fengu 3 atkv. fleira við síðasta stjórnarkjör í V. A. en við fullrúakjör til Alþýðusambands- þings í haust. „Sameiningarmenn sigruðu í Verkaniannafél. með hærri atkvæðatölu en nokkru sinni fyrr,“ segir Vm. Ekki þarf fréttin annarra skýringa við. SKRÝTIÐ, EKKI SATT? Jón Ingimarsson, bílstjóri, form. Iðju, heldur því fram við verka- menn, sem vinna á ullarþvottastöð Gefjunar, að þeir verði að segja sig úr Verkamannafél. Akureyrarkaup- staðar og ganga í Iðju, af því að þeir vinni verksmiöjuvinnu. Sjálfur er hann hættur að vinna verksmiðju- vinnu og er sjálfseignarbílstjóri og félagi í Bílstjórafélagi Akureyrar. Þó er hann enn í Iðju, meira að segja formaður félagsins. Skrýtin sérréitindi, sem blessaður formaður- inn tekur sér, eða hvað finnst ykk- ur, verkamenn góðir? SKRÝTNAR LEYFISVEITINGAR Heimahúsaverzlanir Hér í bæ eru nokkrir einstakling- ar, sem áður fyrr hafa rekið vefnað- arverzlanir, en eru nú hættir því fyrir árum síðan. Samt sem áður halda þeir enn áfram að fá gjald- eyris- og innflutningsleyfi fyrir vefnaðarvörum, sem þeir verzla síð- an með í pukri í heimahúsum. Þetta veldur auðvitað því, að minna kem- ur á opinn markað af vefnaðarvöru, eins og öllum má vera ljóst. En þetta er ósköp þægilegt fyrir „kunn- ingjana“. Hví þegir hin „siðavanda“ Fram- sókn í verzlunarmálum yfir þessu? Léreftstuskur hreinar, kaupmn við hæsta verði. Preiitsmiðja Björns Jónssonar h.f.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.