Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.02.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 06.02.1951, Blaðsíða 1
? umcwuuuix XXI. árg. Þriðjuudagur 6. febrúar 1951 5. tbl. — Nýia bíó — Annað mesta ílugslys hér á landí: Flupélin Glitfaxi íerst meö 20 mönnum Síðastliðinn miðvikudag vildi það slys til, að Glitfaxi, Douglas-flugvél. eign Flugfélags íslands h.f., fórst á leiðinni frá Vestmannaeyj um til Reykjavíkur. I vélinni voru 17 fa'r- þegar og þriggja manna áhöfn, alis 20 manns, og fórust þeir atlir. Nánari atvik voru þau, að Glitfaxi og önnur Douglas-flugvél til fóru frá Reykjavík til Vestmannaeyja síðdeg- is á miðvikudag, og héít Glitfaxi til baka um kl. 16.35, en hin vélin um 20 mín. síðar, og mun engin farþegi hafa verið með henni. Veður var gott, en dimmt yfir, svo að fljúga varð blindflug. Á Reykj avíkurflug- velli var vindur 3—4 stig, og gekk öðru hvoru á með sortaéljum. Kl. 16.58 var Glitfaxi kominn yfir stefnuvitann á Alftanesi og bjóst til lendingar á flugvellinum, en í því gekk að með eitt élið, svo að flug- stjóranum var sagt að hækka flugið og bíða þess að élinu slotaði. Kl. 17.14 hafði svo flugtuminn síð- ast samband við vélina. Hafði hún þá lækkað sig á ný og bjóst til nýrr- ar lendingartilraunar. Var hún í um 200 m. hæð og stödd utan við Álfta- nes. Þegar ekkert heyrðist meira í Glit- faxa voru tafarlaust gerðar ráðstaf- anir til leitar. Var vélarinnar leitað allt kvöldið, fimmtudagsnóttina og til hádegis á fimmtudag, en þá fannst brak úr vélinni vestur af Álftanesi, reyndist það við rannsókn úr gólfi vélarinnar og með nokkr- um stólfestingum á. Sunnar og nær landi sást og mikil olíubrák á sjón- um, og þótti nú ölhim sýnt, hver orð- ið höfðu örlög vélarinnar: Hún hafði steypzt í Faxaflóa og allir, sem í henni voru, beðið bana samstundis. . Seinni vélin, sú farþegalausa, lenti hins vegar heilu og höldnu á Reykja- víkurflugvelli. Svo undarlega geta örlögin hagað ferðum sínum. Þeir, sem fórust með Glitfaxa, voru þessir: Áhöfn vélarinnar var: Olafur Jó- hannsson, flugstjóri, Páll Garðar Gíslason, aðs: oðarflugmaður, " og Olga Stefánsdóttir, flugþerna, öll til heimilis í Reykjavík. Farþegar voru: Herjólfur Guð- jónsson, Sigurjón Sigurjónsson, Páll Jónasson, María Hjartardóttir, Bjöin Gunnarsson (barn), Jón Steingrímsson, Þorsteinn/ Stefánsson og Snæbjörn Bjarnason öll frá Vest- mannaeyjum, Sigfús Guttormsson, Héraði, Magnús Guðmundsson og Guðmundur Guðmundsson, Keflavík, Siguibjörn Meyvantsson, Gunnar Stefánsson, Ágúst Hannesson og Ól- afur Jónsson frá Reykjavík, Guð- mundur Guðbjarnarson, Arnarholti, Mýrum og Hreggviður Ágústsson, Neskaupstað. Ríkisstjórnin kastar enn síríðshaiízkaiium að íátækari stéttiinum. Með gengislækkuninni í fyrra varpaði Sjálfstæði og Framsókn stríðshanzkanum að launastéttum landsiiis og bændum. Þá héldu bænd- ur, að stríðsáskorunin væri fyrir- heit um stöðvun og festingu verð- 'ags vinnu og vara, launþegar töldu ekki fullvíst nema flokkar þessir vildu af alvöru freista úrræða sinna til heilla alþióðar, og ekki væri rétt að hindra þá í því að óreyndu. Fljótt sýndi þó alvöruleysi þess- ara flokka sig í baráltu gegn vax- andi dýrt.'ð, og í annað sinn varp- aði ríkisstjórn Framsóknar og Sjálf- stæðis stríðshanzka sínum, er hún gaf út bráðabirgðalögin frægu um að svíkja af vísitölu þeirri, er geng- islækkunarlögin höfðu þó gert ráð fyrir, að greidd yrðj. I þetta sinn mun nær öllum laun- þegum hafa orðið ljóst, að einskis nema fulls fjandskapar var að vænta í þeirra garð af ríkisstj órnarinnar hálfu, en verkalýðurinn taldi sig hins vegar varbúinn því á haustdög- um að leggja til úrslitaofustu við hið tvíhöfðaða afturhald, heldur tók þann kost að samræma varnir sínar sem bezt annars vegar, en treysta sóknarstyrk sinn hins vegar. I þriðja sinn varpaði ríkisstjórn- in stríðshanzka sínum fyrir jól í vet- ur með breytingu á gengislækkunar- lögunum. Það hanzkakast lókst þó Framhald af 1. síðu í kvöld kl. 9: SONUR FRUMSKÓGARINS („Bomba, ihe jungle boy") Aðalhlutverk: JOHNNY SHEFFIELD PEGGY ANN GARNER íF^safiis-"^---*' Sýning í kvöld: FRÚ MIKE Dragið ekki að sjá þessa ágætu mynd. Bönnuð yngri en 12 ára. AlþýðuíbkksféSögin á Akureyri halda S p i ¦ a k y ö B d að Hótel Norðurlandi föstud. 9. febrúar 1951, kl. 8.30 e.h. Spiluð verður félagsvist. — Verð- laun veitt. Dansað til kl. 1. Félagsmenn eru beðnir að hafa með sér spil og blýant. Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Kvenfélag Alþýðuflokksins. Félag ungra jafnaðarmanna.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.