Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.02.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 13.02.1951, Blaðsíða 1
ttmaöuruMx XXI. árg. Þriðjudagur 13. febrúar 1951 6. tbl. Aí ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Síefna ríkisstjómarinnar er stefna írramsóknar í efnahagsmóium. £ins og öllum er kunnugt, hefir Framsóknarflokkurinn stj órnarf or- ustu á hendi nú um sinn. Þessa for- ustu hlaut hann í krafti kosningaslg- urs slns, en hann öðlaðist flokkur- inn með því að boða til ýmissa end- urbóta á efnahagsstjórn landsins, að því er þeir kjósendur töldu, sem veiftu Framsókn aukið brautargengi. Flestum mun að vísu finnast, að stefna núverandi ríkisstjórnar sé meir sniðin eftir formúlum harð- svíraðs kapitalisma en ' samrýmzt geti með góðu móti stefnuskrá Framsóknarflokksins, en hins vegar sést það í engu, að Framsókn uni þessari stefnu illa, því að blöð lienn- hennar. Tíminn og Dagur, verja hana og lofa af miklu kappi. Nú er öllum í fersku minni, að Framsókn var ekki feimin við að gagnrýna stefnu fyrrverandi ríkis- stjórnar, enda þótt hún ætti tvo ráð- herra í þeirri stjórn. Þá brigzlaði Framsóknarflokkurinn Alþýðufl. f sífellu um íhaldsþjónkun. Það ætti því ekki að þurfa að gera því skóna, að Framsókn brenndi sig á íhalds- þjónkun, og þegar hún auk þess lof- ar og ver núverandi stj órnarstefnu, er rökrétt að draga þá ályktun, að þrátt fyrir fögur lojorð um allt ann- að, þrátt fyrir stefnuslcrá, sem gefur fyrirheit um annað. þá sé stefna nú- verandi stjórnar liin raunsanna stefna Framsóknarforustunnar í ejnahagsmáhun landsins. Þetta er höfuðnauðsyn, að þeir kjósendur geri sér ljóst, sem kusu Framsóknar- flokkinn við síðustu kosningar í trausti þess, að hann kæmi. RÉTT- LÁTARI skipan á efnahagsmál þjóðarinnar, því að það er í alla staði mjög óeðlilegt, að frjálslyndir kjósendur styðji áfram þann flokk til valda, sem rekur hákapitaliska stefnu heildsala- og útgerðarstór- laxavalds og vinnur þann'g að ÓRÉTTLÁTARI skipan í eínahags- málum þjóðarinnar. Bja?gi‘æSi gengislækkunannrtar. í kosningahríðinni fyrir síðustu þingkosningar, hélt Framsóknar- flokkurinn því mjög á lofti, að styrkja- og uppbótarleiðin yrði ekki lengur farin. Hún leiddi til síhækk- andi skatta og álaga, auk þess sem hún væri engin frambúðarlausn. Úr- lausnin væri rétt skráning íslenzku krónunnar, hún væri skrátf á röngu gengi, það yrði að lækka. Þá mundu úiflutnings-alvinnuvegirnir bera sig, svo að uppbæturnar mættu falla nið- ur, þá mætti rýmka á verzlunarhöfi- unum, afnema skömmtun o. s. frv. Þessi málflutningúr fann mikinn hljómgrunn. Ollum skilst, að það er óeðlilegt, að greiða þurfi svo og svo mikið með gangverði mjólkur, kjöls, fisks o. fl. til þess að fram- leiðandinn geti hlotið sæmilegan afrakstur vinnu sinnar. Öllum skilst 1 ka, að slíkt er enginn frambúðar lausn. Hitt dylst mörgum, að stað- reynd er, að efnahagskerfi vort, eins og fjölmargra annarra þjóða, var og er svo úr skorðum gengið eftir heimsstyrjqldina, að bráðabirgðar- lausnir, sniðnar eftir aðstæðum, eru stórum giftudrýgri, heldur en svo- kölluð ..afgerandi bjargráð“. sem ekki taka tillit til hins raunverulega heilbrigðisástands þj óðarlíkamans. Um langi skeið höfðu menn verið óánægðir með verzlunina og skömmtunina. Þar var því létt verk að slá á óánægjustrengina. Og fjórða strenginn í sigurfiðlu sína sneri Framsókn sér úr óánægju al- mennings með fyrrverandi stjórn. Þar hafði flokkurinh I%kió stjórnar-’ andstöðu í sijórna.rsamstarfi og með þeim vinnubrögðum orðið því mjög valdandi, að ráðstafanir stjórnarinn- ar til varnar gegn vaxandi dýrtíð revndust eigi svo haldkvæmar sem Framh. á 4. síðu. Á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðjudag var kosið í trúnaðar- stöður og nefndir bæjarins. Var það að mestu óbreytt frá fyrra ári, og skal hér getið þess helzta: Forscti hæ'ftrstfórnar var kjör- inn Þorsteinn M. Jónsson, 1. vara forseti Sverrir Ragnars og 2. varaforseti Steindór Steindórs- son. Ritarar bæfarstjórnar: Bragi Sigurjónsson Jón Sólnes Bæjarráð. Steindór Steindórssbn Jakob Frímannsson Helgi Pálsson Sverrir Ragnars Tryggvi Helgason Varamenn: Bragi Sigurjónsson Kristinn Guðmundsson Jón Sólnes Guðm. Jörundsson Elísabet Eiríksdóttir Bygginganefnd: (innan bæjarstjórnar) Þorsteinn M. Jónsson Bragi Sigurjónsson (utan bæjarstjórnar) Karl Friðriksson óskar Gíslason AEþýðuflokksféEögin á Ákureyri halda § p i S ® kvö I d að Hótel Norðurlandi föstud. 16. febrúar 1951, kl. 8.30 e.h. KVIKMYND Spiluð verður félagsvist. -—- Verð-. laun veitt. Dansað til kl. 1. Félagsmenn eru beðnir að hafa með sér spil og blýant. Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Kvenfélag A Iþýðufloltksins. Félag ungra jafnaðarmanna. Hafnarnefnd: (innan bæjarstjórnar) Kristinn Guðmundsson Guðm. Jörundsson (utan bæjarstjórnar) Albert Sölvason Magnús Bjarnason Bæjarstjóri er sjálfkjörinn for- maður beggja þessara nefnda. Rafveitiinefnd: Steindór Steindórsson Jónas Þór Sverrir Ragnars Indriði Helgason Guðm. Snorrason Framfærslunefnd: Kristbjörg Dúadóttir Helga Jónsdóttir Elinborg Jónsdóttir Kristján Árnason Elísabet Eiríksdóttir Endurskoðendur bæjarreikn.: Brynjólfur Sveinsson Pálj Einarsson Stjórn Sparisjóðs Akureyrar: Haukur Snorrason Kristján Jónsson, fulltr. ■ Endurskoðendur Spari- sjóðsins: Heiðrekur Guðmundsson Sigurður Jónssbn Frestað var að kjósa í bóka- safnsnefnd. Kosið í nefndir I bæjarstjúrn i

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.