Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.02.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 13.02.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. febrúar 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 - ~ ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Ritstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604 Verð kr. 20.00 á ári. PrenlsmiSja Björns Jónssonar h.j. Alþ.fl. sakaður um ábyrgðarleysi, af því að hann haldi uppi kaupkröf- uni fyrir launastéttir landsins, því að þjóðin bjargi ekki „farmi heilum í höfn með vísitölu né verkföllum, heldut' aðeins með aukinni fram- leiðslu.“ Sá, .er þetta ritar, getur verið Degi fullkomlega sammála unt nauðsyn aukinnar framleiðslu, en ekki „að- eins“ þá nauðsyn. Það er líka nauð- synlegt að afrakstur framleiðsltmn- ar skiptist réttlátlega. Og þar hefir núverandi ríkisstjórn syndgað svo stórkcstlega, að það sker úr um það, að hún er mjög ill ríkisstjórn Þar sem hún hefir alveg svikizt urn að halda dýrtíð niðri i landinu, held ur látið hana stóraukast, hafa launa- stéttir landsins engin úrræði önnur en bæta sér dýrtíðina upp með kaup- hækkunum í krafti sinna samtaka, og það er alveg sjálfsagt, að ríkis- stjórnin þurfi ekki að íara í neinar grafgötur með það, að þessi leið verður farin. Það er eingöngu yfir- lýsing á staðreynd, þótt Dagur telji það hótun. Eru kauphæklcanir entgar kjarabæfur? Dagur heldur mjög fram þeirri skoðun, að full vísitöluuppbót á laun eða aðrar kauphækkanir séu engar raunverulegar kjarabætur. Vissulega eru þær kjarabætur, með- an nýtt dýrtíðarflóð etur þær ekki upp. Um ’það er engum blöðum að fletta. Þennan grundvallarsannleik skilur a. m. k. Kaupfélag Eyfirðinga, þegar það óskar eftir hækkaðri á- lagningu á vöru, sem það telur ekki næga álagningu á. Veit það þó, að hækkuð álagning skapar hækkað verðlag, og hækkað verðlag hækk- aða dýrtíð. Það miðar aðeins kröfu sína við það, sem það telur sann- gjarnt eftir kostnaði sínum af um- setningu vörunnar, á sama hátt og verkamaðurinn miðar kaupkröfur sínar eftir framfærslukostnaði sín- um. Alþm. er engin launung á því, að hann telur það hagkvæmara þjóðar- heildinni, að kjör verkamannsins séu bætt með ’.okkuðum framfærslu- kostnaði og hagur verzlana með hagkvæmari innkaupum og ódýrari dreifingu fremur en hækkaðri álagn- ingu, en þegar ríkisstjórnin vill ekk- ert gera almenningi til hagsbóta, þá -má Dagur vera einn um þá skoðun, að verkalýður landsins skuli falla í auðmýkt flatur niður. Abyrgðarlaus stjórnarforusfa. Meginhluti kjörfylgis Framsóknar er úr efnaminni stéttum landsins. Það furðar því margur sig á Jtví, að flokkur þessi berjist j afnhatramlega gegn hagsmunum fátækari stéttanna og hann gerir. Það var að vísu löngu ljóst mörgum, að ílokksforustan var í stjórnmálalegum skilningi ótrúlega kollþröng. En jafnvel þeir, sem þetta vissu, hefðu þó svarið fyrir það fyrir einu ári, að þessi sama íorusta glataði allri heilbrigðri skynsemi við að sjá þrjá ráðherrastóla og íhaldsvináttu í boði. Sú hefir þó orðið raunin á. Nú er setið fast í Heiðnabergi. „Einhvers staðar verða vondir að vera“, Gvendur biskup. Hinu velta svo margir fyrir sér, á hvaða strengi Framsóknarflokkurinn ætli að leika næsta kosningamars sinn, og hvort ekki muni verða harla stutt í þeim flestum. Auðvitað verður mikið veður gert af 15 milljónunum, sem taka á erlendis að láni handa landbúnaðinum, en rétt er að minnast þess, að ísL bændur hafa ekki eingöngu Framsóknarvit í kolli, þeir kunna nokkur skil á á- vöxtum. Kann því svo að fara, að kjörfylgisávinningur Framsóknar- flokksins af 15 millj. verði eitthvað á borð við ávinninginn forðum af blaðapakka Dags, sem kaslað var úr flugvél að sögn í Ólafsfjörð. Hátt- virtir kjósendur hlógu að tilburðun- um. H e i I k y e i t i nýkomið VÖRUHÚSIÐ h.f, Rafa-eldavél til sölu Upplýsingar í síma 1829 Vefnaflarvara Gútnmlskútatnadur Kaupfélag verkamanna Akureyrar úthlutar til fé- lagsmanna: Gúmmískófatnaði: Bomsum, stígvélum barna og unglinga, skóhlífum, gúmmí- skóm unglinga. Miðvikudag 14., fimmtudag 15. og fösludag 16. þ. m. Uthlutað veiður einu pari til félagsmanns á meðan birgðir endast. — Úthlutun lýkur laugardag 17. þ. m. Vefnaðarvöru: Gerfisilki, fiðurheldu lérefti, damaski í sængurver, hvltu lérefti, sirzi, tvisttaui, skyrtuefni, khaki, karlmannasokkum. Mánudaginn 19. þ. m. til þeirra, sem eiga A—G að upphafs- staf, — þriðjudaginn 20. þ. m. til þeirra, sem eiga H—R að upphafsstaf, — miðvikudag'.nn 21. þ. m. til þeirra, sem þá eru eftir, og er þá úthlutun lokið. Ávísanir á vefnaðarvöruna verða afhentar sömu daga og skófatn- aðinum er úthlutað, og hljóða þær á upphæð, sem nemur 4% af ágóðaskyldri verzlun s. 1. ár og auk þess 5 kr. á hvern heimilis- mann. Þeir, sem ná ekki 50 kr. ávísun, fá enga að þessu sinni. Þeir, sem eiga ónotaðar ávísanir frá síðustu úthlutun 1950, geta tekið út á þær nú. 13. febrúar 1951. Kaupf. verkamanna Akureyrar Bf Istjðrar! Framhaldsaðalfundur Bílstjórafélags Akureyrar verður haldinn í Verkalýðshúsinu miðvikudaginn 14. þ. m. kl. 8,30 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. (Kosningar o. fl.) Bílstjórar, fjölmennið' á jundinn! ATFI.: Vegna fundarins verður öllum bifreiðastöðum bæjarins lokað kl. 9 é. h. Stjórn Bílstjórafélags Akureyrar. Fjárhagsráð hefur ákveðið að fella úr gildi ákvæði um, að skylt sé að gefa upp númer á gjaldeyris- og innflutningsleyfum í sainbandi við flutning á vörum til landsins. Reykjavík, 3. febrúar 1951 FJÁRHAGSRÁÐ

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.