Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.02.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 20.02.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagnr 20. febrúar 1951 BÆKUR Björn J. Blöndal: Hamingjudagar Rvík 1950. Prentsmiðja Austurlands. Ef ég ætti að svara þeirri spurningu, hvaða bók, sem út kom fyrir jólin, hefði orðið mér hugþekkust, mundi ég hiklaust svara Hamingjudagarnir hans Björns Blöndals. Höf. rekur þar ýmsar minningar æfi sinnar, allt frá bernskuárum, og allar eru þær tengdar samlífi hans við náttúruna, en mest þó laxveiði. En það er ekki veiðimaðurinn, sem mest gætir í þessum minn- ingaþáttum, heldur athugandinn og náttúruunnandinn. Höf. ann öllu sem lifir og hrærist umhverf- is hann í náttúrunni og hann skoðar umhverfið með augum skálds og listamanns. Og hann kann þá list, að gera lesandann hluttakanda í því sem hann sjálf- ur sér og skynjar. Ættu sumir kaflarnir að vera teknir upp í lesbækur unglinga, því að fátt hefir verið skráð á íslenzku, sem betur er f,allið til að vekja ást þeirra og aðdáun. á lífinu og náttúrunni umhverfis þau. Höf. getur þess á einum stað, að sig hafi í bemsku langað til að nema náttúrufræði. Ekki veit ég hversu mikils hann hefir mist við að svo varð ekki, en hitt er víst, að íslenzk náttúruvísindi hafa beðið mikið tjón við að Björn J. Blöndal skyldi ekki fá helgað sig þeim. Björn Þórðarson dr. jur.: Síðasti goðinn Rvík 1950. Prentsmiðja Austurlands. Sturlungasaga hefir verið og mun lengi verða fræðimönnum og öðrum uppspretta til umhugsun- ar og rannsókna. í riti þessu hef- ir dr. Björn Þórðarson tekið sér fyrir að kanna sögu Þorvarðs Þórarinssonar, síðasta goðans, er ríki sitt gaf í hendur Noregs- konungi. Mynd sú, er Sturlunga gefur af Þorvarði er á ýmsa iund ófögur, einkum er snertir sam- skipti hans og Þorgils skarða, sem Þorvarður tók af lífi að Hrafnagili. Dr. Björn tekur sér Skæðadrífa fyrir hendur að rekja feril Þor- varðs og vega og ineta þau gögn, i sem sagan gefur um hann án hlut drægni og áróðurs. Verður dóm- ur' hans uin Þorvarð allur annar, en sá, sem menn hafa venjuleg- (íst upp kveðið eftir lestur Sturl- ungu. Fer höf. skemmtilega með efni sitt, svo að bókin er í senn, fræðirit og skemmtilestur. Væri ánægjulegt, að fleiri þáttum Sturlungu yrði gerð slík skil. Evans: MEÐ VÍGDREKUM UM VERÖLD ALLA. Rvík 1950. Prentsmiðja Austurlands. Höfundur, sem er háttsettur í sjóliði Breta, er manna víöförl- aistur. Hann hefir siglt um öll höf veraldar að heita má sunnan frá suðurheimsskautslandi og norður í norðuríshaf, og kornið til fjöl- 1 margra landa og kynnzt fjölda manna og þjóða. Frá ævintýrum sínum og reynslu skýrir hann í bók þessari, sein er hvorttveggja í senn skemmtileg og fróðleg. St. Std. A ekki að svara Kristni? Á bæjarstjórnarfundi um miðj- an janúar s. 1. Iagði Kristinn Jónsson, heilbrigðisfulltrúi fyrir fulltrúana eftirfarandi bréf: Akureyri, 15. jan. 1951. Vegna margframkomimia til- lagna í bæjarstjórn um að leggja niður starf mitt í þágu bæjarins, sem heilbrigðisfulltrúa, eða öllu heldur að sameina það starfi fátækrafulltrúans, vil ég gera bæjarstjórn tilboð um það, að taka að mér fátækrafulltrúa- starfið með núverandi starfi mínu fyrir sömu laun og núver- andi fátækrafulltrúi hefir, en með því mundi bærinn spara hin umdeildu laun heilbrgðisfulltrú- ans. Þar sem ég hefi opna skrif- stofu í miðbænum, tel ég mig geta ajnnað báðum þessuni em- bættum. Virðingarfyllst, sign: Kristinn Jónsson, heilbrigðisfulltrúi. Þar sem málið var ekki á dag- skrá, tók bæjarstjóri bréfið í sína vörzlu, væntanlega til að leggja I slæmu skapi. Fokdreifahöfundur Dags var svo slysinn fyrir nokkru, að drepa vinnumiðlunarskrifstofuna í dálkum sínum, en hafði þar á ofan lýst ánægju sinni yfir því verki. En þar sem þetta var þvætt ingur, eins og svo margt í þeim pistlum, varð hann að éta þetta ofan í sig á eftir. Þetta virðist hafa hleypt svo illu skapi í þenn- an fugl, að honum hefir ekki ein- göngu orðið illa við Vinnumiðlun arskrifstofuna, heldur líka, for- stjóra hennar. Skyrpir hann úr klaufum sér í hann í síðasta Degi fyrir það, að hafa sett það í frétt til Alþýðublaðsins í Reykjavík að algert atvinnuleysi væri hér í bænum þegar skeyti þetta var sent. Rétt er það hjá fokdreifa- drengnum, að misjafnan skilning er hægt að leggja í ýms orðatil- tæki, en því miður, var þarna rétt skýrt frá, eftir því sem venjulega er átt við með algeru atvinnu- leysi, en það er þegar verkamenn sem stunda hlaupavinnu, hafa ekkert að gera, en ekki það, að í 7000 manna bæ hafi enginn neitt að gera. Fréttaritari Alþbl. tekur aðfinnslum og leiðrétt- ingum frá þeim, sem hann tel- ur þess umkomna að segja hon- um til. En með allri vinsemd í garð fpkdreyfadrengsins, getur hann ekki talið sig þurfa að hlíta leiðsögu hans. Mdnn í illu skapi. Annars eru þeir Dags-menn ekki öfundsverð- ir af aðstöðunni í stjórnmálunum nú til dags — og raunar aldrei. Þeir tilkynntu sparnað í rekstri þjóðarbúsins. Hann Iiggur fyrir. Eysteinn hefir lofað að drepa Vinnumiðlunarskrifstofuna í það fyrir bæjarráð. Síðan hefir ekkert af málinu frétzt. Á engu að svara Kristni? Heilhveiti nýkomið VÖRUHÚSIÐ h.f. Reykjavík og hætta. styrk til allr- ar slíkrar starfsemi út um land. Þetta gefur reykvíska atvinnu- rekendavaldinu einokunarað- stöðu yfir verkalýð höfuðborgar- innar, og fær líka hjá Eysteini í ofanálag 225 þús. króna, úr ríkis- sjóði, til að hressa upp á ein- hverja titlingastaði vestur á Snæ- fellsnesi; eða fyllilega helmingi meira en sparaðist við dráp Vinnumiðlunarskrifstofunnar. — Sparnaðinn urðu Framsóknar- blöðin að útbásúnera, en verða, að að þegja ýfir hinni svívirðing- unni. Allt annað hjá Framsókn- arflokknum, í ríkisstjóm og á Alþingi, er á sömu bók lært. Og enn verða Dags-menn að þegja, — þegja, falsa og vita vitleysu, sem þá svíður sjálfa undan — hvað þá aðra ærlega framsóknar- menn. Mikilsvierðir lærdómar. En það þarf enginn að halda að hrellingarnar séu þar með bún ar. Þeir Dagsmenn reyna ekki lengur að verja það,.að dýrtíðar- flóðið, sem gengisfellingin hefir fyrst og fremst skapað, er skollið yfir þjóðina, og fer síhækkandi. Nú eru þeir farnir að kenna al- menningi hvernig hann á að verj- ast ófarnaðinum. Og það er ofur leinfalt, að dómi þessara nýju kennara. Spara og spura — og aftur spara. Vinna — vinna og vinna mwgfállt mevra en áöur. Auka framleiðsluna, til lands og sjávar, svo að stórbændurnir og mí7íjónamæringar höfuðborgar- innar geti safnað enn meira fé en áður. Þetta er »Eysteinskan« plús »Hermannskan«. Allt í lagi, lagsi! íhaldiö glott-ir. íhaldið hefir verið höfuðfjandi íslenzkrar alþýðu fyrr óg síðar. En reyndai- var það farið að skammast sín fyrir þetta á síðavi árum — og farið að draga klænr ar inn. Nú glottir það á bak við framsóknarforkólfana. Auðvitað stendur ekki á því. Og dýrtíðin vex og magnast. Kaupgjaldið er lögbundið. Gjaldeyririnn er gerð- ur að braskvöru. Og allur blaða- kostur flokksins, sem einu sinni var framsóknarflokkur, er settur í gang ti] að verja hverja þá sví- virðingu, sem þessu tvíhöl'ðaða íhaldi dettur í hug að fremja á íslenzkri alþýðu. Gamli.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.