Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.02.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 27.02.1951, Blaðsíða 1
|UJ)<jkmaHritux XXI. árg. Þriðjudagur 27. febrúar 1951 Hinir gullnu hlekkir. Fjármálalíf íslenzka ríkisins er nú komið í það' króniska sjúkdóms- ástand, að það þarf dollarainnspýt- ingu svo að segja með hverju nýju tungli, svo að blóðrásin stöðvisf. ekki mcð öllu. Marshallhj álpin svonefnda er nó orðin 367 millj. kr. til vor íslend- inga miðað við núverandi gengi, og samkvæmt opinberum og hálfopin- berum fréttum mun ríkisstjórnin undirbúa að taka tvenn erlend lán samtals að upphæð um 250 millj. kr. Verða þá hinir gullnu hlekkir orðn- ir um 620 millj. kr. dýrir, nær allir smíðaðir þjóðinni árin '49, '50 og 51. Mun þetta láta nærri eins og hálfs árs útflutningsverðmætum iandsmanna. Skylt er að geta þess, að um tæp- ur helmingur Marshallfjárins er ekki endurkræfur. Það er gjöf. Má segja, að vér íslendingar getum verið þekktir fyrir að taka við gjöfum, meðan í hófi er, eins og aðr- ar þjóðir gera, en hitt eigum vér ekki að vera þekktir fyrir að vilja ekki bg reyna ekki að grelða lán vor og skuldir, en einmitt slíkur hugsunarháttur virðist vera að éta sig inn í hugskot ráðamanna þjóð- arinnar. Engum, sem af alvör'u hugsar mál þetta, dylst, að hér eru uggvænlegir hlutir að gerast. Tvö síðastliðin ár hafa ekki verið íslenzku þjóðinni sérstaklega slæm ár, hvað fram- le.ðslu snertir. Að vísu hefir síldveiði brugðizt, en það hefir hún gert um árabil. Hins vegar hefir fiskafli verið góður og afrakstur landbún- aðar í heild engan veginn slæmur. Samt hef> þjóðin aðeins hin tvö síðastl. ár lifað langt um efni fram. Hvar endar þetta? hljóta allir hugs- andi menn að spyrja. Sumir þessara manna bundu tals- verðar vonir við aukin áhrif Fram- sóknarflokksins í stjórn landsins. Eftir tóninum í blaðakosti hans varð ekki betur séð, fyrir tveim árum en fiokknum væri ljós hættan, sem þjóðln var í. Nú eru allar slíkar von- ir dánar. Aldrei hefir þjóðina borið hraðar að ógæfuboðanum en eih- mitt eftir að Framsókn tók um stýris- völinn: Aldrei hafa erlendar skuldir hrúgast eins á þjóðina, aldrei hefir misskipting þjóðarteknanna verið meiri og þar af leiðandi hefir þjóðii) aldrei verið fjær því en nú að geta gengið sahistillt og sammála til or- ustii við yfirvofandi hættu. Þess vegna situr líka nagandi kvíði við hjartarætur hennar,, kvíði illra ör- laga. Þáð eru að leggjast gullnir hlekkir á hendúr og fætur Fjallkon- unnar, móður vorrar, og grunurinn Fjölteffi Rossolimo's við Akureyringa. I gærkveldi tefldi franski skák- snillingurinn fjöltefli að Hótel KEA FORSETINN SJÖTUGUR I dag er herra Sveinn Björns- son, forseti Islands, sjötugur. við 47 Akureyringa og menntaskóla- nema. Vann hann 27 skákir, gerði 15 jafntefli og tapaði 5. Þeir, sem unnu hann voru Anton Magnússon, Agnar Jörgensson, Daníel Guðjóns- son, Olafur Stefánsson MA og Snorri Rögnvaldsson. Meðal þeirra, sem gerðu jafntefli við Rossolimo voru Júlíus Bogason, Jóhann Snorrason og Margeir Stein- grímsson. I kvöld teflir Rossolimo klukku- skák við 10 beztu skákmenn bæjar- ins að Hótel KEA. um glym járnaðra sóla erlendra herja liggur í loftinu. En á rríeðan dansa ráðamenn vorir faldafeyki kringum gullkálfinn, sumir tigna hann í gerfi Bandaríkjadollars, aðr- ir í ríki rússneskrar rúblu. Hinir gullnu hlekkir vefjast um allt: SlS er orðið fjárgróðavald, sem lætur Framsóknarflokkinn dansa eftir gull draumum Vilhjálms Þórs, Thors- arnir hafa spunnið gullvef s!nn um Sj álfstæðisflokkinn, svo að hann fær ' sig hvergi hrært til ærlegra athafna. Mír, hið rússneska, dregur gullnet sitt saman um Kommúnistaflokkinn, svo að þaðan er engra sjálfstæðra, þjóðlegra gerða að vænta. Og þessi sjúklegi gulldans, þetta glórulausa andvaraleysi ráðamannanna sýkir út írá sér fleiri og fleiri einstaklinga þjóðfélagsins. Fleirum og fleirum gleymist það, að einu sinni bjó hér í landi þjóð, sem mat sjálfstæði meira en gull, andleg verðmæti meira en veraldleg gæði, þjóð, sem taldi sjálfstæði sitt vert margra alda baráttu og lét sér ekki detta í hug, að skynsamlegra væri að vera auðug undirlægja heldur en fátækur sjálfs sín herra. Já, fleiri og fleiri gleyma. Værð hinna gullnu hlekkja er að færast yfir þá, fyrirboði helsvefnsins langa.. En meðal annarra orða: Áttum vér ekki eitt sinn mann, sem hét Jóii Arason,, mann, sem hét Skúli Magn- ússon, mann, sem hét Jón Sigurðs- son? Er það í raun og sannleika svo, að enginn blóðdropi í æðum ís- lenzkra valdamanna sé frá þessum sjálfstæðishetjum vorum runninn? Sé svo, er bezt að segja strax eins og Bjarni Thorarensen kvað: „aftur í legið þitt forna þá fara, föðurland, áttu og hníga í sjá." En sé svo ekki, þá finnst víst áreið anlega fleirum en þeim, sem þetta ritar, að það sé kominn meira en tími til, að þeir sýni það í verki. 8. tbl. MÓÐURÁST Ahrifamikil og vel leikin þýzk mynd, með sænskum íeksta. Aðalhlutverk: Zara Leander Hans Stuwe. AUKAMYND frá flugfreyjusamkeppn- inni í London o. fl. — Nýja bíó — Miðvikudag kl. 9: ÖRLÖGIN FÆR ENGINN FLÚIÐ Söguleg kvikmynd frá Búlga- ríu, er gerist um og eftir heims- styrjöldina 1914—1918. — Kvik- myndin er gerð af Sacha-Film, Wien. Aðalhlutverk: Heinrich George Giesela JJhlen Werner Hinz. Alþýðuflokksfélögin á Akureyri halda S p i I a k y ö I d að Hótel Norðurlandi föstud. 2. marz 1951, kl. 3.30 e.h. K VIKM YN D Stefán Þ. Jónsson syngur. Spiluð verður félagsvist. — Verð- laun veitt. Dansað til kl. 1. Félagsmenn eru beðnir að hafa með sér spil og blýant. Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Kvenfélag Alþýðuflokksins. Félag ungra jafnaðarmanna.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.