Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.02.1951, Qupperneq 2

Alþýðumaðurinn - 27.02.1951, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 27. febrúar 1951 „Áður en bændur urðu fyrir járnbæl gengis- breytingarinnar" í 8. tbl. Dags, 21. febr. s.l. ritar Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöðum í Kaldakinn grein um nýju votheys- turnana. Þar kemst hann m.a. svo að orði: „— ég er einn í þeim fámenna hópi, sem var svo heppinn að vera búinn að byggja votheysturn, áður en bændur urðu fyrir JÁRNHÆL GENGISBREYTINGARINNAR — (Leturbr. Alþm.) Hér skal til skýr- ingar geta þess, að Baldur var eld- heitur stiiðningsmaður Karis Kristj- ánssonar, þingmanns S.-Þingeyinga, eins hins ákveðnasta gengislækkun- arpostuia Framsóknarflokksins við síðustu kosningar. * í 6. tbl. Alþm. birList grein, sem hét „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“. Greinin var ádeila á stjórnarforustu Framsóknarflokks- ins, og var þar sýnt fram á, lil hví- líkrar ófarsældar hún hefði þegar leitt fyrir þjóðina og mundi þó leiða enn frekar, ef svo yrði fram haldið, sem nú horfði. Greininni lauk með því, að forustumönnum Framsókn- arfiokksins var á það bent, að þeir gætu ugglaust búizt við þv í að kenna þess á fylgi sínu við næstu kosning- ar, hvílíkar drápsklyfjar þeir hefðu bundið þjóðinni, og m. a. xnundu bændur landsins verða þcim lítt þakklátir, því að þeir hefðu ekki ein- göngu framsóknarvit í kolli. Ekki bjóst nú samt Alþm. við, að honum mundi birtast áþreifanleg sönnun þessara orða þegar í næsta tbl. Dags. Sú varð þó raunin, eins og framangreind orð úr grein Baldúrs bera með sér. Og hvernig mátti raunar annað verða fyrr eða síðar? Fyrir gengisbreytinguna var sú slórfelldasla bylting að veiða í ís- lenzkum landbúnaði, sem þar hefir nokkru sinni orðið: Bændur voru að byggja upp útihús sín í nýtízku- stíl, sumir líka íbúðarhús. Þeir voru að snúa frá notkun handafls og hest afls yfir til vélaafls og voru í þvi skyni að reyna að afla sér sc-m mesl af slíkum tækjum. Þeir voru að kolna sér upp súgþurrkun og vot- heysturnum, og loks stóðu þeir í stórfelldum ræktunarframkvæmdum. Gengisbreytingin reið á allt þetta sem rolhögg. Bændur skildu þetta ekki nógu fljótt, en þeir skilja það margir nú, og munu skilja það enn fleiri síðar. Það kennir „járnhæll gengisbreytingarinnar" þeim. Byggingar hafa nú að mestu stöðvast. Súgþurrkunartæki era flestum bændurn orðin fjarlægur luxusdraumur. Aðeins stórbændur geta látið sér detta votheysturn í hug. Aftur verða bændur að snúa til handafls og hestafls við heyvinnuna, því að kaup á véluní eru þeim flest- um - óviðráðanleg. Fyrirhugaðar ræktunarframkvæmdir margar verða að bíða, aðrar þegar gerðar, ganga úr sér vegna áburðarskorts, því að eftir gengisbrevtinguna er er- lendur áburður orðinn svo dýr, að neðalbú standa ekki undir miklum áburðarkaupum. „Járnhæll gengisbreytingarinnar11 kremur islénzkan landbúnað undir sér, kremur glæstasta draum ís- lenzkra bænda um blómlega atvinr.u- grein, rekna með nýtízkusniði, gerir ungum og efnilegum bændasonum og dætrum ókleift að reisa sér bú í blómguðu dalanna skauli, og fyllit hug bændastéttarinnar vonleysi og beiskju við hin grimmu örlög í líki Framsóknarflokksins. ■ Það þarf vissulega engan spámann til að sjá það, að veizlan á Sólheim- um íhaldsins verður Eysteini og Her rnanni dýr. Þeir eiga áreiðanlega eftir að óska sér heitt og innilega aítur til „hinna göinlu, góðu daga“ ,áður en bændur urðu fyrir járnhæi gengisbrey tingarinnar“. En þeir hafa sjálfir sett vandlega undir þann leka, að þeim geti orðið að ósk sinni. Framsóknárflokkurinn verður því að gera sér tafarlaust ljóst, að hann hefir aðeins um tvennt að velja: Ganga fyrir glötunarham- arinn eftir þessum ógæfuforingjum eða láta þá fara eina i síðustu ferð sína, en kjósa sér nýja og heiðarlega forystumenn, sem hugsa um heill bændastéttarinnar og alþjóðar xneð ráðum og dáð og taka höndum sair- an við önnur heiðarleg öfl í þjóðfé- laginu um að bjarga búskap lands inanna undan „járnhæl gengisbreyt- ingarinnar“. Sðnaðarmannafélag Akureyrar kýs Svo heiðursféSaga Iðnaðarmannafél. Akureyrar hélt aðalfund sinn 8. þ.m. — Á þessum fundi var samþykkt að kjósa tvo iðn- aðarmenn bæjarins ' heiðursfélaga, þá Kristján S. Sigurðsson, trésmið, Brekkugötu 5, og Eggert St. Melstað trésmíðameislara og slökkviliðsstj., Bjarmastíg 2. Á þessum fundi var birt forseta- staðfesting á skipulagsbréfi Útlána- sjóðs iðnaðarmanna, en hann var stofnaður með 10 þús. kr. gjöf frá Axel Schiöth, bakarameistara, til minningar um Hinrik P. F. Schiöth. Á fundinum flutti skólastjóri Iðn- Bandaríkin og viðsklptalOnd -Síðast liðið ár nam útflutning- ur íslenzkra afurða rúmlega 421, milljón króna. Hæstu viðskipta- löndin voru Bandaríkin og Hol- land; en til livors lands um sig voru fluttar íslenzkar aíurðir fyr ir rúmar 55 milljónir króna. Hæstu viðskiptalöndin eru þessi: 1. Bandaríkin með 55,6 millj. króna. 2. Hoiland með 55 millj. 3. Bretland með 49,5 millj. 4. ítalía með 32 millj. 5. Sviþjóð með 29,7 millj. 6. Þýzkaland með 28,6 millj. 7. Pólland með 28,1 millj. 8. Finnland með 22,5 millj. 9. Grikkland með 20,9 millj. 10. Tékkóslóvakía ineð 15 millj. 11. Spánn með 11,4 millj. 12. Nor- egur með 10,9 millj. 13. Austur- ríki með 10,1 millj. og 14. Dan- mörk með 10,1 millj. útflutningur til annarra við- AÐALFUNDUR „EPN*NGAR" Aðalfundur Verkakvennafélagsins „Eining“ var haldinn sunnudaginn 11. -febrúar s'ðastliðinn. í stjóxn voru kosnar: Formaður Exísabet Eiríksdóttir, varaformaður Margrét Magnúsdóttir, ritari Guð- rún Guðvarðardóttir, gjaldkeri Jóna Gísladóttir, meðstjóinandi Lísbet “ryggvadótti:. Allar endurkosnar. Varastjórn: Hulda Sigurðardóttir, María Guðmundsdótlir og Olöf Al- bertsdóttir. Trúnaðarmannaráð: Svanborg Jónasdóttir, Ósk Jóhannesdóttir, Rósa Jóhannsdóttir, Guðný Hjálm- arsdóttir, Vilborg Guðjónsdóttir og Jónína Jónsdóttir. Allar endurkjörn- ar. Skuldlaus eign félags'ns nam kr. 2.759.08 og hafa aukizt.um rúipar 5 þús. kr. á árinu. skólans, Jóhann Frímann, skýrslu um rekstur skólans á s.l. ári. — I skólanefnd voru kjörnir: Indriði Helgason, rafvirkjameistari, Gaston Ásmundsson, byggingameistari, og Guðmundur Guðlaugsson, framkv.- stjóri. Stjórn Iðnaðarmannafélags Akureyrar skipa þessir menn: Vig- fús Friðriksson, formaður, Guð- mundur Magnússon, ritari, og Jón Hallur Sigurbjörnsson, gjaldlceri. Hoiiand beztu Islands 1950 skiptalanda nemur minna. en 10 millj. kr., þau eru Portúgal 9,5 milj. Israel 7,5 millj. Brazi- lía. 5,8 , millj. Ungverjaland 5 millj. Frakkland 2,6 millj. ir- land 2,4 millj. Kanada 1,8 millj. Egyptaland 1,3 millj. Kyprus 1,3 millj. Færeyjar 1,2 millj. Belgía 970 þús. Sviss 692 þús. Kúba 452 þús. Japan 237 þús. Indónesía 52 þús. og önniir lönd samtals 55 þúsund. Mjög léleg sala hjó Kald- bak. Síðastliðinn fimmtudag seldi tog- arinn Kaldbakur afla sinn í Fleet- vood í Bretlandi 5938 box fyrir 4840 sterlingspund. Sölur íslenzku togaranna eru nú mjög lélegar í Bretlandi.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.