Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.02.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 27.02.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. febrúar 1951 ALÞÝÐ UMAÐ URINN ALÞÝÐUMAÐURINN Utgrfandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Rilstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604 Verð kr. 20.00 á ári. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Sagnaúnral Tvær unglingabækur, sem ástæða er til að minnast á með gleði, hafa komið út hjá forlagi Æskunnar, árin 1949 og 1950. Það eru hefti með frásögnum úr íslendingasögunum, undir na,fn- ihu »Kappar« I. *og II. En Mari- nó L. Stefánsson kennari hefir valið. Meðferð hans er hin prýði- legasta, svo að skemmtilegri æ'v- intýri fá börn varla. Hinu forna máli er breytt í nútíðarmál, en vísum og ættartölum sleppt, svo að eftir verða kjarnar sagnanna í léttu og aðgengilegu formi. Víða endursegir kennarinn sögurnar og teks't það með ágætum. Ekki spilla áhrifum bókanna myndir þær, er einn kunnasti teiknari íslenzkur hefir gert ogbirtar eru á víð og dreif um lesmálið. Varla þarf safnandi sögukafl- anna að viðhafa svo mikla hæ- versku um verk sitt, sem formál- ¦ ar heftanna vitna. Aðrir mundu tæplega gera rhikið betur. Er mála sannast, að framreiðsla hinna fornu sagna er hér gerð á hepplegasta hátt, til kynningar þeirra í hópi unglinganna. Og ei svona bækur hefðu verið til á þeim árum, þegar við, sem nú er- um að byrja fimmta tug æfinn- ar, vorum á æskuskeiði, hv.'líkt sælgæti mundi okkur þótt hafa. verið að okkur rétt, í staðinn fyr- ir torráðnar frumútgáfur. í þessum tveim hefíum er sagt frá Ormi Stórólfssyni, Hreiðari heimska, Grétti, Gunnlaugi og Helgu, Herði Hólmverjakappa, Kjartani og Bolla, Gísla Súrs- syni og Finnboga ramma. Mun vera von á fleiri heftum, enda af nógu að taka og sjálfsagt að halda svo fram ferðinni, sem af stað er farið. S. D. SÓD I nýkominn. Kaupf él. verkamanna Athugasemd. Ut af einkunnargjöf þess góða manns, sem skrifaði klausuna um lögregluna og slökkviliðið í síðasta tbl. Alþýðumannsins, hefir þess ver- ð óskað af lögreglunni, að umrædd- um dómi verði áfrýjað til dóms- '.lagningar hlutlausra kunnáttu- manna, því að hún telur nokkur TVÍMÆLI" á, hvaða rétt hún hafi I 1 þess að stöðva, óumbeðið, bif- e'ðaumferð í Akureyrarbæ, eða út úr bænum, þótt eldur sé laus úti í Glæsibæjarhreppi, eða annars stað- r á landinu, utan bæjarins. Varðandl slökkvistarfið, telur al- enningur það hafa tekizt mun bet- ur en margt annað hjá bænum okk- ar, ef satt er að því hafi tekizt, þrátt fyrir slæmar aðstæður, að bjarga f.á ^yðileggingu mlklum hluta vélanna 5 húsinu. Maískurl Varpm|öl Hænsnafóður, blandað, nýkomið. Kaupf él. verkamanna Bazar. Kvenfélag Alþýðuflokk.ins á Ak- uieyri heldur bazar í Túngötu 2 næslk. föstudag kl. 4 e.h. Margt ágætra muna a boðstólum. Dánardœgur. SíSastl sunnudag andað- ist hér í bæ Jón Þorláksson, bókbindar., Munkaþverárstræti 6, nær 67 ára aS aldri. Krydd Kardimommur Kanell Negull Súputeningar nýkomið. Kaupf él. verkamanna. KAFFI, óbrennt, , nýkomið. Kaupf él. verkamanna Frá Kvenfélaginu Hlíf Þeirsem hafa í hyggju að senda börn á dagheimilið Pálm- holt í sumar, skili umsóknum til undirritaðra fyrir 1. mai n.k. sem gefa nánari upplýsingar. Soffía Jóhannesdóttir, Eyrarveg 29. Kristín Pétursdóttir, Spítalaveg 8. » Guðrún Jóhannesdóttir, Gránufélagsgötu 5 TILKYNNING Fjárhagsráð hefir ákveðið eftrfarandf hámarksverð á brauð- um í smásöTu: án með söluskatts söluskatti Rúgbrauð óseytt, 1500 gr. ... kr. 3.49 kr. 3.60 Normalbrauð 1250 gr.......... — 3.49 — 3.60 Franskbrauð 500 gr............. — 2.33 — 2.40 Heilhveitibrauð 500 gr. ...... — 2.33 — 2.40 Vínarbrauð pr. stk............. — 0.63 — 0.65 Kringlur pr. kg................ — 5.97 — 6.15 Tvíbökur pr.. kg................ —10.33 —10.65 Séu nefnd brauð bökuð með annari þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint hámarks- verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi; má. bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verð á rúgbrauð- um vera kr. 0.20 hœrra en að framan greinir. Reykjavík, 24. febrúar 1951. VERÐLAGSSKRIFSTOFAN Byopganefnfl Ákureyrar hefir samþykkt að ekki verði teknar til afgreiðslu umsóknir um byggingaleyfi, nema fullkomnum uppdráttum sé skilað, sam- kvæmt fyrirmælum byggingasamþykktar bæjarins. Allar umsóknir verða að vera komnar til byggingafulltrúa tveim dögum fyrir bygginganefndarfund, en þeir eru haldnir á föstudögum. Akureyri, 21. febrúar 1951. BYGGINGAFULLTRÚI. Fataefni Höfum fengið útlend fataefni. SAUMASTOFA Kaupfélags verkamanna.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.