Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.02.1951, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 27.02.1951, Blaðsíða 4
ALÞÝD UMAÐURINN Þriðjudagur 27. febrúar 1951 Bæjarráði heimilað að semja við Skjaldborgarbíó um leigu á Samkomuhúsinu. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var bæjarráði gefin heimild til að semja við Skjaldborgarbíó um leigu á Samkomuhúsiriu á grund- velli tilboðs templara um 75 þús. kr. ársleigu og 200 þús. kr. lán, sem þeir höfðu boðið. Eins og bæjarbúar vita, er nú viðgerðinni á salnum í Samkomu- húsinu senn lokið. Verður hann mjög vistlegur samkomusalur. Hafa bæði Skjaldborgarbíó og Norðurlandsbíó falazt eftir því í vetur að fá salinn til kvikmynda- sýninga, og var bæjarstjóra fyrir skömmu falið a,ð leita tilboða um leigu. Bauðst Norðurlandsbíó til að leigja húsið fyrir 65 þús. kr. ársleigu, en Skjaldborgarbíó bauð 75 þús. kr. ársleigu og auk þess buðu templarar bænum 200 þús. kr. lán með 5fá ársvöxtum og endurgreiðist mánaðarlega með leigunni. Allt húsið skyldi þeim leigt nema skrifstofupláss bæjarins, en í tilboðinu var tekið fram, að templarar teldu sjálf- sagt, að leikfélagið nyti góðrar aðstöðu í Samkomuhúsinu til leiksýninga svo og Barnaskól- inn og Menntaskólinn með opin- berar skemmtanir sínar, á sama hátt og verið hefir. Væntanlega fara fullnaðar- sam'ningar fljótlega fram milli bæjarráðs og Skjaldborgarbíós. « Útrfllegt en satt Samkvæmt upplýsingum heil- brigbis- og félagsmálanefndar neðri deildar Alþingis dveljast nú hér á landi 2430 útlendingar, flestir vib störf. Á sama tíma ganga hundruð landsmanna at- vinnulausir. X—X Ríkisstjórnin ætlar ab dubba Bjarna Ásgeirsson, .þingmann Mýramanha, þann, sem frægur er af Kaldaðarnessölunni, upp í það að verba sendiherra íslands í Osló. Mun hann eigd ab kenna Norðmönnum landbúnað í viblög um. Af því ab Bjarni Ásgeirsson er Framsóknarmabur, er óhugs- andi, að hann muni i stöbuna vegnd launanna og virbingarínn- ar. Þab er sem sé alkunnugt, aö Framsóknarmenn fyrirlita þetta hvorttveggja(?) X—X Timinn feitletrar eftir Her- manni Jónassyni, landbúnaðar- rábherra, a& ríkisstjórnin muni bæta bændum það að fullu i hækkuðu afurbaverði, ef kaup- hækkanir yrðu hjá verkamönn- um. Hvenær ætli Steingrímur Steinþórsson, félagsmálaráðherra lýsi yfir þvi að ríkisstjórnin muni bæta verkamönnum og öðrum Félag ungra jafnaðarmanna heldur skemmtifund að Túngötu 2 briðjudaginn 27. þ.m. (í kvöld). DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Sameiginleg kaffidrykkja. 3. Skemmtiatriði. Félagar, jjölmcnnið! Stjórnin. ÁRSÞING Í.B.A. verffur sett í félags- heimilinu í Iþróttahúsinu annaS kvöld (raiðvikudag 28. þ.m.), kl. 8.20 e.h. Full- trúar mæti með kjörbréf. laúnþegum þab að fullu í hærra kaupi, að mjólk, kjöt ag fiskur hafa hækkab enn i verði? X—X S.l. ár tóku Islendingar 34.8 smálestir af tóbaki í ne.fib og reyktu 128 milj. sigaretta og 2,3 milj. vindla. ATLI H.F. SMÍÐAR VAGN HANDA DRÁTTAR- BRAUTINNE Þann 24. janúar sl. var boðin út smíði á vagni handa dráttarbraut- inni á Oddeyrartanga. Tilboðin voru opnuð á fundi hafnarnefndar 12. þessa mánaðar. Tilboðin, sem bárust, voru tvö, frá Vélsmiðjunni Odda h.f. og Véla- og plötusmiðjunni Atla h.f., auk þess barst bréf frá vélsmlðju Steindórs h.f., þar sem vélsmiðjan býðst til að taka að sér að útvega það efni, sem vantar og vinna verkið í t'mavinnu. Samþykkt var að taka tilboði Atla h.f., sem var að upphæð 99.650.00 kr. (en Odda 243.080.00 kr.). Gert var ráð fyrir að verkið myndi alltaf taka 3 mánuði, þó að ekki stæði á efni. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna á Akureyri lánar P. V. A. I bæjarþingi Akureyrar s.l. mánu- dag var þinglesið 15 þús. kr. lán, sem Fulltrúaráð "verkalýðsfélaganna á Akureyri veitir Pöntunarfélagi verkalýðsins. Ekki þarf að taka það fram að kommúnistar ráða bæði fulltrúaráðinu og P. V. A. Þorsteinn Sfefánsson, skip- srjóri, kosinn hafnarvörður. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Ak- ureyrar var Þorstéinn Stefánsson, skipstjóri, kosinn hafnarvörður með 6 atkvæðum, Viktor Jakobsson, skipstjóri, hlaut 5 atkvæði. Tvö verkaýðsfélög hafa samið á ný um -fulla dýrtíðaruppbót. Það eru Verkalýðsféiagið Bjarmi á Stokkseyri og Verkalýðsfélag Súganda- fjarðar. Tvö verkalýðsfélög hafa gert nýja samninga frá því að kauphúgunar- lögin voru samþykkt á alþingi í hyrj- un þessa mánaðar. Félög þessi eru Bjarmi á Stokkseyri og Verkalýðs- félag Súgandafjarðar. Hafa þau bœði samið um fulla mánaðarlega dýrtíðaruppbót á kaup, byggða á gildandi vísitölu á hverjum tíma. Undanfarið hafa staðið yfir samn- ingaumleitanir milli Verkalýðsfélags Súgandafjarðar og atvinnurekenda þar um kauptryggingu hlutasjó- manna, en sjómenn á Súgandafirði hafa ekki haft kauptryggingu fyrr. Fyrra laugardag náðist samkomu- lag um að hlutasjómenn skyldu fá 1300 króna kauptryggingu á mári- uði og fulla dýrtíðaruppbót mánað- arlega samkvæmt vísitölu kauplags- nefndar, eins og hún er á' hverjum tíma. Áður hafði Verkalýðsfélagið Bjarmi á Stokkseyri samið um fulla mánaðarlega vísitöluuppbót á kaup, en einnig eftir gildistöku laganna frá 3. febrúar. 150 þús. kr. af láni templara til bæjarins verði-varið til bryggugerðar á Tanganum Fulltrúar Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Akureyrar báru fram eftirfarandi tillögu á síðasta bæj- arstjórnarfundi: »Bæjarstjórn. Aktireyrar álykt- ar, að 150 þús. krónur af láni templara verði lánaðar Hafnar- sjóði til togarabn-ggjugerðar á Tanganum, enda ve-'ii unnið fyr- ir það fé, meðan prr'igst er um atvinnu í bænum í vetur.« ,Bæjarát]'óri takli, að svo miklu af láninu yrði varla með góðu móti varið til þessa, en kveðst að öðru leyti ekki andvigur til- löguhni. Eiríkur Einarsson. er mætti í fjarveru Helga Pálsson- ar, mælti með tillögunni, og Kristinn Guðmundsson tók í lík- a!n streng, en óskaði eftir því, að tillagan færi til athugunar til bæj arráðs, áður en endanleg ákvörð- un yrði tekin. Var sú tillaga sam- þykkt með 7 atkv.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.