Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.03.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 06.03.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐUEINN Þriðjudagur 6. marz 1951 Gjafir kapitalismans Fyrir stuttu síðan barst mér í hendur bréf frá kunningja inínum og skólabróður. Mér varð hverft við, er ég las bréfið, því að þennan kunningja minn liafði ég Jickkt sem bjartsýnis- og hugsjónamann, en frá hverri línu andaði hrollköldu von- leysi, blandað biturri ádeilu á skipu- lag auðvaldsins, er hann hafði fyrr- uin dýrkað með áhuga æskumanns- ins, en af bréfinu að dæma, hafði reynsla sjálfs hans gcrt hann reikul- an í trúnni. Ilonum hafði sem mörgum fleiri þótt umbúðirnar fagrar og girnileg- ar, sem kapitalisminn hefir haft lag á að hylja óskapnað sinn i. En nú hafði honum tekizt að festa sjónir á klóm og kjafti ófreskjunnar undir gyllingunni. Ilann hafði luokkið sein upp af V' ndum svefni er dýrlingurinn, er hann hafði tilbeðið, hafði óvænt og s' yudilcga klætt sig úr engilsklæðum ) iiki hins gamla, og í þeim búningi hefir hinn fallni dýrlingur staðið á |nöskuld;nuin hjá vini mínum undanfarna mánuði og fært honum gjafir úr hinu ójjrjótandi forðabúri kapitalismans. í bréfinu kallar hann að vísu þess- ar gjafir glæpi og miskunnarlausar árásir á frelsi og sjálfsákvörðunar- rótt einstaklingsins, og má lá honum Jxi nafngift á Jieirri forsendu, að hann hafi eigi Jiekkt til hlítar fyrr ö!l cinkenni al])j óða-kapitalismans, og því látið blekkjast af mærðar- fullu og sefjandi máli áróðurs- kvarnar auðvaldsins. En nú er svo komið, að hann slendur örþrota og ráðlaus, en gjafapakkar forráðamanna auðvalds ins berast látlaust til hans og verða æ fyrirferðameiri með hverjum deg- inum, sem líður. Frá miðjum nóvem- ber síðastliðnum hefir sama gjöfin borist til hans á degi hverjum: „Atvinnuleysi44, hefir staðið á pakk- anum, geíandinn hefir verið Ólafs- Hermanns-Conipaniet, aðalfirma hins alþjóðlega kapitalisma á Islandi. Með hinni venjulegu morgungjöf hafa borizt fleiri pinklar með áletr- uðum skrautmiðuin frá sama firma: „Minnkandi kaupgeta“, „Hækkandi vöruverð4'. „Öryggisleysi'1, „Brostn- ar framtíðarvonir", „Húsnæðisskort- ur“, „Skuldasöfnun“, „Brostið lán- traust“, „Skortur á öllum sviðum“ o. s. frv. Gjafir í dag og gjaíir á morgun, fyrirheit, sem Lrúfastlega er staðið við! A meðan kunningi minn skrifar mér bréfið, segir hann, að konan sín hal’i farið í heimsókn til sýstur sinnar, en hann tjáir mér, að áður en hún hafi farið, hafi hún talið aurana í sparibauk eldra barnsins þeirra, en að því búnu tekið slitnu kápuna sína, því að hún fékk enga kápu fyrir jólin. Ilún þurfti að reyna að útvega brauð og mjólk handa börnunum. Hann skildi þau sann- indi. Unga konan hans er orðin. þreytuleg og þó er hún hugprúð, þótt eflaust sé dauf von hennar um betra húsnæði að vori. „Ég hefi ekki haft kjark lil að segja henni, að sú von sé fyrir löngu dauða- dæmd“, segir bréfritari minn orð- rétt. Konan hans á syslur og hún er gift manni, er lánið leikur við. Hann fær einnig gjafapakka eins og bréfritari minn frá Ólafs-Hermanns- Company, en á annan máta, því að eins og eðlilegt er á kapitalistiska vísu. er annað veitt villueigandan- um við Austurstræti, en leigjendun- um í Camp-Knox-braggahverfinu. \ illueigandinn fær ávísun á meiri gróða. „Mikill gróði i dag, enn meiri á morgun", „Lögverndaður s\ arlimarkaður Joér til handa, góði‘". „Ennfremur veitum við þér tæki- færi til miskunnarlauss húsaleigu- okurs og til allskonar svindl- og braskmennsku“, þannig er orðanna hljóðan Ólafs-Hermanns-Cömpanis- ins til villueigandans. Og gróði hans vex líka dag frá degi. Hann er þegar orðinn helzti burgeisinn i, drykkju- veizlum „fyrirfólks“ borgarinnar, og systir konunnar, er leigir í einu af- braggahverfi höfuð-borgarinnar, er orðin fín frú eftir kapitalistiskum hugsunarhætti. Hún fékk kápu fyrir jólin, og í örlæti sínu gefur hún systur sinni aura fyrir mjólk og brauði handa svöngum börnum í Camp Knox. Hver dirfist svo að gagnrýna auðvaldsskipulagið?! Án þess þrífist a.m.k. ekki mannúðar- hugsjónin. Hver ætti að gefa hverj- um, ef allir væru jafnir? Hvaða auð- jöfrar gætu þá lagt af mörkum nokkrar krónur í þágu Vetrarhjálp- arinnar eða til annarra góðgerða- stofnunar og séð svo nafn sitt í blöð- unum. hljótandi blessun drottins fyrir góðverkið.? Og hver myndi þá þiggja með klökkum huga leifar, er nýttust ekki á veizluborði höfðingj- ans, eða föt, sem orðin væru of velkt fyrirmanni til að láta sjá sig í Jreim virðingu sinnar vegna? Og þá væri ekki einu sinni hægt að okra á þeim í foi nsölu\crzlun. Og ]>á myndi ekki heldri frúin í villunni við Austur- stræti geta glaðzt ef þeirri rausn s.’nni, að á hverju ári fengi veslings systir sín í bragganum einn kjól, er dottinn væri úr tízkunni og með því góðverki var líka alltaf séð fyrir því, að heil föt fyndust í ruslakörfu vill- unnar! Því fátækari, sem Jjú verður, því rikari verður forréttindaklíkan. Þetta er eitt af einkennum kapital- ismans. Vitum við ekki öll Jressi sannindi, og ef svo er, Jjví erum við þá að mögla og vanþakka gjafir auðvaldsins, svo sem atvinnuleysi og örbirgð, líkt og bréfritarinn minn í Camp Knox gerir? Hann hefir sem fleiri eflt áhrifavald auðvaldsins með atkvæði sínu, og liann gelur varið þann verknað sinn með því eina móti, að hann hafi verið blekkt- ur, sem og hann gerir. Og hvern undrar það, þó að hann og aðrir hafi íestst í blekkingarsnörunni? — Hefur nokkurt tölublað af aðalmál- gagni íslenzka auðvaldsins komið úi: án þess að hrópað hafi verið á frelsi' og óskertan sjálfsákvörðunar- rétt handa hverjum Jrjóðfélagsþegni? Og liver láir sjómanninum, verka- manninum og bóndanum, þótt þeir hafi blekkzt til þess að halda, að í þessari margþvældu upphrópun fæl- ist luforð um að lífsréttindi þeirra myndu verða örugglega vernduð? Hvers vegna áttu þeir að fara að hugsa svo illt um hina háværu verj- endur almennra mannréttindá að álíta, að þeir ættu aðeins að vera sefjuð peð á taflborði arðræningj- anna og burgeisanna, svo að emmitt þeir aðilar gætu notið óskoraðs jrelsis til auðsöfnunar? Þessi sann- indi skilur nú braggabúinn í Camp Knox. Hann segir: „Ég hefi álitið fram að þessu, að sósíalisminn hefti einslaklingsfrelsi svo mikið, að eigi væri únnt að búa við slíkt, og því hefi ég lagt stein á götu hans. Ég sé. a mér hefir skjátlazt. — Ég er ekki frjáls maður í dag, mér er neitað um vinnu og brauð. Mér hefir skilizt, að kapitalisminn krefst frelsis handa þeim fáu, er hafa fryggt sé. forréttindastöðu í þjóð- félaginu á kostnað yfirgnæfandi melrihluta þjóðarömar. Mér hefir skilizt, að Jjeir, sem nú hrópa á frelsi í dálkum Morgunblaðsins, eru mestu bölvaldar Jjjóðarinnar. Hvað segja aðrir atvinnuleysingj- ar? Eruð þið frjálsir menn og ráðið gerðum ykkar? Hvað segir móðirin, er telur koparhlunkana í sparibauk barnslns síns, livort sem hún á lieima Reykjavík eða annars stðar á land- inu? Ert þú frjáls? Þig vantar mjólk og brauð handa börnunuin, en síð- ustu aurar heimillsins eru í spari- bauk litla barnsins þíns. Ef til vill áttu systur, sem dottlð hefir í lukku- pottinn? Ef svo er, verður yfirskrift heimiFs þíns eigi verri en það — að börnin fá mat, en foreldrarnir svelta. „Svört þoka vonleysis og von- brigða grúfir yfir þúsundum ís- lenzkra heim:la“. — Þannig endar kunningi minn bréf sitt. Bitur sann- indi það. Olafs-Hermanns-Companí- -ð miðlar gjöfum til beggja handa. Atvinnuleysi og örbirgð til annarr- ar, gróða og verndun arðránsins til hinnar. Forréttindastéttin kýlir vömb sína í át- og drykkj uveizlum. Skort- ur og neyð ræður ríkjum á heimili alþýðumannsins. „Óskert frelsi og sjálfsákvörðunarréttur hverjum til handa", segir Morgunblaðið! Og er þá yfir nokkru að kvarta?! Siguijón Jóhannsson. ðruggur akstur B.freiðadeild Samvinnutrygginga hefir nú byrjað fræðslustarfsemi fyrir ökumenn með því að gefa út bókina „Öruggur akstur“. Er Jictta 60 síðu rit, mjög snoturt að öllum frágangi, og fjalla kaflar Jjess um þessi efni: Skrásetningu bifreiða, bifreiðatryggingar, öryggistæki blf- reiða, hirðingu og viðhald, aksturs- reglur, slys, akstur í útlöndum, kaup cg sölu bifreiða, skoðun bifreiða og greiðslu gjalda og loks um afskrán- ingu bifreiða. Erlendis tíðkast það mjög, að tryggingafélög lialdi uppi viðtækri fræðslustarfsemi til að stuðia að ör- uggari akstri. fvrirbyggja bifreiða-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.