Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.03.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 13.03.1951, Blaðsíða 1
XXI. árg. Þriðjudagur 13. marz 1951 10. tbl. Alþýðuflokksfélögin a AKureyn halda síðasta S p i Ig kvö Id fyrir páska að Hótel Norðurland. föstud. 16. marz 1951, k!. 8.30 e. h. KVIKMYND (BaT.ettinn úr Rauðu skórnir) Spiluð verður félagsv'st. — Verð laun ve'tt. — Dansað ul kl. 1. Félagsmenn e;u beðnir að haf:, með sér spil óg blýant. Alþýðuflokksfélag Akureyrar. ¦ Kvenfélag Alþýðuflok' s'ns. Félag ungra jafnaðarmanna. heldur aðalfund s'nn að Túngötu 2 þriðjudaginn 13. marz n.k. kl. 8.30 síðdegis. ' Dagskrá: 1. Samdrykkja. * 2. Minnzt 35 ára afmælis Al- þýðuflokksins. 3. Venjuleg aðalfundarstörf. 4. Reikningar Alþýðumannsins. 5. Onnur mál. Stjórnin. Góð sala hjá Svalbak Síðasfliðinn þriðjudag seldl Sval- bakur afla sinn í G imsby, 3859 kits, á 11.651 sterlingspund. Eiru fátækir í anda sælir? Það verður æ ljósara af blaða- s-rifum afturhaldsflokkanna, Fram- sókn og Sjálfstæði, að þeim gerizt harla órótt í geði vegna þeirra óskapa, sem þeir hafa nú leitt yfir þjoð.na. Beinist gremja þeirra mest að Alþýðuflokknum, sem heldur og hefir haldið uppi hvassri gagnrýni á þá, og sannast nú hið fornkveðna, að sannleikanum verður hver sár- reiðastur. Eftir að hafa genglð til kosninga með gengislækkun að stefnuskrár- máli og unnið henni fylgi, og þar af ieiðandi bundið sér þann siðferði- lega bagga á bak að framkvæma hana af manndómi, kikna nú aftur- haldsflokkarnir undir ábyrgð sinni og stynja aumkunarlega upp á Al- þýðuflokkinn: Hvar eru bjargráð þín? Alþýðuflokkurinn hef ir æ og æv-. inlega verið ódulur á stefnuskrá sína í þjóðfélágsmálum: Það er fiamkvæmd jafnaðarstefnunnar á íslandi. Hvernig • flokkurinn hugsar sér þá framkvæmd, getur að líta í stefnuskrá flokksins, sém hefir verið margbirt. Þetta vita afturhaldsflokk- arnir vel, þótt þeir stynji nú í eymd sinni: Alþ j'ðuf lokkurinn bendir ekki á neinar leiðir! En sannleikurinn er hins vegar vissulega sá, að Alþýðuflokkurinn bendir á leiðir, en hinir flokkarnir vilja af skiljanlegum orsökum ekki fara þær. En öllum mætti þó vera !jóst, að það, sem ekki er leið Fram- sóknar og Sjálfstæðis, getur verið ágæt leið þjóðinni. Hvaða tjón ætli þjóðin biði af því, að innflutningsverzlunin væri þjóðnýtt? Hins vegar er skiljanleg andstaða heildsalavaldsins í Sjálf- stæði og Framsókn gegn ¦ því. Hvaða tjón ætli þjóðinni væri að gagngerðri skipulagning atvinnu- veganna? Hvaða tjón að lækkun út- gerðarkostnaðar? Hvaða tjón að hagkvæmari rekstri bátaútgerðar og stórútgerðar? Hvaða tjón að'skipu- legri samgöngumálum? Hvaða tjón ' að minnkaðri skriffinnsku og starfs- mannahaldi hins opinbera? Og svona mætti lengi telja. Og hvernig má þjóðin skilja það, að betra sé að taka 250 millj. kr. af henni með gengislækkun og frígjald- eyri, hljóta af því minnkandi at- vinnuframkvæmdir og þverrandi kaupgetu, ellegar halda genginu stöðugu, taka 150—200 millj. kr. af þjóðinni með sköttum, sem reynt er að láta koma helzt við þá efnameiri, verja síðan þessum tekjum til að greiða niður vöruverð í landinu og stuðla að stöðugri atvinnu? Ekki hægt, ekki hægt, segja aftur- haldsflokkarnir, það gera erlendir markaðir. En hvað er satt í þessu? Hefir ís- lenzk útflutningsvara fallið í verði á erlendum markaði slðastliðið ár? NEI. UIl og gærur hafa stórhækk- að í verði, freðfiskur og saltfiskur hefir ekki fallið, eigi heldur lýsi né síldarafurðir, a.m.k. ekki svo nokkru nemi. Hraðfrystihúsin hafa STÓR- GRÆTT s.l. ár. Fisksaltendur hafa hagnazt drjúgum á s.l. ári. Gengis- lækkun þurfti því 'ekki vegna þess- ara aðilja. Það er hreinn tilbúning- ur. Bætti gengislækkunin hag báta- útvegsmanna? NEI. Samt féll mark- aður ekkert erlendis. Hvað olli? Of mikill kostnaður á veiðarfærum og ekki rétt skipting verðs milli hrað- frystihúsa og saltenda annars vegar og Útgerðarinríar hins vegar. Á s.I. ári var fiskverð til útgerðar- manna í Noregi 82 aurar, hér 75 aurar. Samt heyrum við í fréttum, að Norðmenn bjóða fiskinn við lægra verði á heimsmarkaðinum en við. Hvað veldur? Jú, eitt veldur m. a. miklu: Norðmenn verja 22 millj'. kr'. á ári til niðurgreiðslu á veiðar- færakostnaði. Niðurgreiðsla er heimskulegt úrræði segja Framsókn og Sjálfstæði. En ef það gefur betri raun en „viturleg" úrræði þeiria, er þá ekki sjálfsagt að hafa hið „heimskulega" ráð, sem gefst vel, en hafna því, „viturlega", sem gefst illa? Oft berja afturhaldsflokkarnir sér Framh. á 4. s:ðu. Samkomusalur bæjarins er mjög vistlegur eftir breytinguna Svo sem kunnugt er hafa breyt- ingar og viðgerð á Samkomuhúsinu staðið yflr í vetur, og er nú að. ljúka. Þvl miður hafa þessar breyt'ngar gengið seint og því orðið d a.. ó . þurft hefði að vera, ef ýfirs'ó. a hefði verið röggsöm og vafningu- laus. Aftur oikar það ekki ivímælis, að samkomusalurinn verður hinn vistlegasti eftir breytinguna. Hefir svölum verið breytt þannig, að þær eru aðeins fyrir stafni, en ná hins vegar talsvert lengra fram en áður. Eru þar uppi 80 sæti á hallandi gólfi. Niðri eru hinsvegar 195 sæti, sömu- leiðis á halland^ gólfi. Eru sætin hin þægilegustu, smíðuð á málmhúðun- arverkstæði KEA. Enn hefir sú breyting verið gerð, að talsvert for- svið hefir verið sett fyrir framan leiksvið salsins. Loks hefir ljósabún- aði öllum verið breytt og hitunar- kerfi, og salur og gangar málaðrr. Gefst nú bæjarbúum senn tæki- færi að sjá sal sinn með eigin aug- um, því að Leikfélagið mun hefj a sýningar þar n. k. fimmtudagskvöld. Verður þá sjónleikurinn „Ókunni maðurinn" frumsýndur, eftir að bæjarstjóri ¦— eða forseti bæjar- stjórnar ¦—¦ hefir afhent samkomu- salinii' til afnota.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.