Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.03.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 13.03.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 13. marz 1951 Alþjrðuflokknrinn 35 ára í gær átti Alþýðuílokkur íslands 35 ára starfssögu að baki. Ilér verður þess eigi freistað að rekja þá sögu, enda svo samslungin sögu þjóðarinnar og þó einkum verkalýðsstéttanna, að þar verður vart sundur greint, og því engin leið að gera baráttusögu flokksins skil í stuttri blaðagrein. Þó skal hér drep- ið á nokkur atriði. Fyrstu árin er slarf Alþýðuflokks- ins fyrst og frernst fyrir bættum lífskjörum verkalýðsins, eftir því sem slíkt er bægt að sækja með starfi verkalýðsfélaga á hverjum stað. En brátt fer þó að gæta áhrifa flokksins í æ vaxandi mæli í laga- setningum á Alþingi og stjórn ým- issa bæjarfélaga, og má því tala um þríþætta baráttu flokksins úr því: verkalýðsmálabaráttu, bæj armálabar- áttu og landsmálabaráttu. í verkalýðsmálabaráttunni hefir flokkurinn óefað unnið það stór- virkið mest að stofna Alþýðusam- band íslands. Var það raunar svo lengi fyrst, að Alþýðusambandið og Alþýðuflokkurinn var eitt og hið sama. Hefir Alþýðusambandið haft geysiþýðingu fyrir verkalýð lands- ins í baráttunni- fram til mannsæm- andi lífskjara, og er raunar vandséð, hvar hann stæði nú, ef þessara sam- taka nyti ekki, enda þótt klofningur verkalýðsins milli Alþýðuflokksins og kommúnistaflokksins hafi tor- veldað verulega framsóknina. í bæjarmálum hefir áhrifa og valda Alþýðuflokksins gætt víða, sums staðar afgerandi, svo sem i Hafnarfirði og lsafirði, og eru þar höfuðeinkennin miklar verklegar framfarir, enda eitt aðalstefnumál flokksins að halda uppi blómlegu at- vinnulífi. Má þar nefna til fyrir- inyndar hina miklu togaraútgerð Hafnarfjarðar og samvinnubátaút- gerð ísfirðinga. Er stofnun hvort tveggja þeirra atvinnuframkvæmda merkilegir áfangar í sögu lands- manna. í landsmálabaráttunni hefir Al- þýðuflokksins gætt mest á sviði fé- lagsmála. Eru þar alkunnar lagasetn- ingar, sem flokkurinn hefir átt frum- kvæði að, svo sem lögin um bygg- ingar verkamannabústaða í kaup- stöðum, orlofslögin og almanna- tryggingalögin, svo að drepið sé á sumt hið helzta. Svo sem kunnugt er, hefir Al- þýðuflokkurinn aldrei hlotið meiri hlutavald á löggjafarþingi þjóðar- innar. Hann hefir því orðið að koma málum sinum áleiðis fram í sam- vinnu við aðra flokka. Þessi sam- vinna hefir verið ýtniss konar og ekki ætíð þægileg né flokknum geð- felld. Hefir þess þó ætíð verið freist- að að sigla eftir siglingamerkjum málefna, en eigi þröngra flokkshags- muna. Hefir flokkurinn vafalaust beðið nokkurn hnekki af slíku í fjöldafylgi, en jafnvafalaust komið fleiri málum fram en ella. Hitt leiðir svo að sjálfu sér. að svo langt getur ósanngirni annarra flokka gengið í garð þeirra stétta, sem Alþýðuflokk- urinn er málsvari fyrir, að þess sé enginn kostur að eiga lag við þá. Svo er t. d. nú. Þegar ríkisvaldinu er einhliða beitt af ráðandi flokkum gegn efna- mjnni stéttum landsins, hlýtur Al- þýðuflokkurinn að snúasl til ein- beittrai' ,og vægðarlausrar andstöðu. Sú hríð stendur nú. Það er mörgum Alþýðuflokks- manninum hressandi bardagagleði að finna, hve sárar afturhaldsflokk- unurn þykja ákomur þær, sem þeir hljóta af hispurslausri stjórnarand- stöðu Alþýðuflokksins. Finnst það nú á öllu. að hvorki Sjálfstæði né Framsókn þykja vopn hans slæ né af þróttleysi reitt til höggs. Er það vel. því að framganga jafnaðarstefnunnar er og skal vera sú öxin, sem ríður að rótum feysk- inna þjóðlífs stofna. Torsóttir m j ólkurf lutningar Meginhluti þeirrar mjólkur, er nú flytzt hingað til bæjarins, er fluttur á sleðum dregnum af beltisdráltar- vélum. Hafa sérstakii' sleðar verið smíðaðir á Skipasmíðastöð KEA til þessara flutninga, geysimikil farar- tæki, og draga vélarnar a. m. k. 4 í lest. Eru þetta verkleg vinnubrögð hjá mjólkurframleiðendum, en ef- laust kostnaðarsöm. Af Dalvík og Svalbarðsströnd er mjólk flutt á bát- um. Aðalfundur Sjómannafélags Akureyrar Aðalfundur Sjómannafélags Ak- ureyrar var haldinn fyrra sunnudag. Formaður flutti skýrslu félagsstjórn- ar og reikningar félagsins voru sam- þykktir. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður: Tryggvi Helgason. Varaform.: Lórenz Halldórsson. Ritari: Jón Árnason. Gjaldk.: Aðalsteinn Einarsson. Meðstj.: Páll Þórðarson. í varastjórn voru kosnir: Yngvi Árnason, Marteinn Sigurólason og Þorsteinn Sigurbjörnsson. I trúnaðarmannaráð hlutu kosn- ingu: Jónas Tryggvason, Karl Kristjánsson, Jóhann Valdimarsson, og til vara: Yngvi Árnason, Tómas Kristjánsson, Sigurður Einarsson og Þorsteinn Símonarson. Endurskoðendur: Árni Valdi- marsson og Elías Eyjólfsson, og til vara Jón S. Jónsson. Tryggingastofnun ríkisins greiddi á s. 1. ári um 1.6 millj. kr. í bætur í Eyjafjarðar- sýslu Nýlega er lokið reikningsskilum tryggingaumdæmis Eyjafjarðarsýslu fyrir árið 1950. Greiddar hafa verið á árinu bætur samkvæmt almannatryggingarlögun- um lil manna búsettra í sýslunni sein hér segir: Kr. Ellilífeyrir 926.016.54 Ororkulífeyrir .... 228.859.45 Örorkustyrkur .... 48.454.80 Óendurkr. barnalífe. 109.591.58 Fjölskyldubætur 177.673.01 Fæðingarstyrkir 82.630.00 Ekkjubætur 29.727.91 Makabætur 4.136.50 Sjúkrabætur 43.510.20 Samtals kr. 1.650.599.99 Auk þessa greiddi umdæmið kr. 77.830.00 endurkræfan barnalífeyri. Einnig eru slvsabætur hér fyrir ut- an. Álögð gjöld í sýslunni vegna trygginganna voru hins vegar sam- Verður hafin flugvallargerð við Akureyri í sumar? Á bæjarráðsfundi fyrir nokkru var bæjarstj. eftir uppástungu Jak- obs Frímannss. og Br. Sigurjóns- sonar falið að grennslast eftir því hjá flugráði ríkisins, hverjar horfur væru á, að hafin yrði gerð flugvall- ai við Akureyri í sumar, og jafn- framt að tjá stjórn þessara má'a, hvílíkt áhuga- og hagsmunamál nýr flugvöllur við Akureyri væri bæjar- búum. Listamannalaunum 1950 hefir verið úthlutað Nýlokið er úthlutun listamanna- launa fyrir yfirstandandi ár og hlutu að þessu sinni 89 manns laun, þar af um 70 búsettir í Reykjavík og Hafnarfirði. Af þeim um 20 manns utan Reykjavíkur, er launa þessara 9 njóta, eru um tæpur helmingur í lægsta flokki. Mun því mörgum verða á að spyrja, sem þessum mál- um velta fyrir sér, hvort skilyrði. til listræna afreka séu þessu lakari úti á landi en í höfuðborginni, eða hvort úthlutun sé hlutdræg. Verður ekki lagður dómur á slíkt hér, enda má um slíkar úthlutanir deila endalaust. Þó getur sá, er þetta ritar, ekki dul- izt þess, að hann saknar þar nokk- urra af blaði, en sér þar aðra, sem hann hefir hvorki heyrt né séð fyrr og veit ekkert fyrir hvað þeir hljóta listamannalaun, en vel kann slíkt að stafa af þekkingaskorti, eins og af listhæfnisleysi launtakans. Þessir Norðlendingar hlutu lista- mannalaun að þessu sinni: Davíð Stefánsson, Ak. 15.000 kr. Heiðrekur Guðmundss., Ak. 5.400 — Eyþór Stefánss., Sauðárkr. 3.600 — Krist.'n Sigfúsdóttir, Ak. 3.600 — Filippía Kristjánsd., Ak. 3.000 — Gísli Ólafsson, Skagafirði 3.000 — Ilelgi Valtýsson, Akureyri 3.000 — Kári Tryggvason, S.-Þing. 3.000 — Svava Jónsdóttir, Akureyri 3.000 — Loks er svo vert að benda á þá staðreynd, að það er stök undantekn ing, að listalaunþegi sé búsettur ut- an kaupstaða eða þorpa. tals um kr. 988.655.24, þ. e. iðgjöld einstaklinga, iðgjöld atvinnurekenda og framlag sveitarfélaga.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.