Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.03.1951, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 20.03.1951, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 13. marz 1951 Leikhúsið Framhald af 1. síðð annarra hlutverka og samræmis. Er full ástæða til að vona verulegs af þessum unga leikara í framtíðinni. Frú De Hooley, ekkju, sýnir frú Sigríður P. Jónsdóliii mjög þóknan- lega. Joey Wright, uppgjafa skrá- setjara, leikur Júlíus Ingimarsson. Meðferð þess hlutverks svo og hlut- verk Christophers Penny's, málara, sein Vignir Guðmundsson fer með, munu einna veikastir hlekkir leiks- ins. Hvorugur virðist leikari, og þó Júlíus enn síður. Gervi hans er líka mjög „púkalegt", sem það að vísu á líka að vera í tveimur fyrri þátt- unum, en mætti ekki breyta því í virðulegra form í síðasta þætti? Jape Samuels, kaupsýslumann, leik- ur Guðmundur Gunnarsson mjög vel. Er Guðmundur alltaf að sækja sig með leik og gera betur og betur. Hið eina, sem ég vildi hér gagnrýna, er gyðingsnef hans í kaupsýslu- mannsgervinu. Það var ekki gott og þyrfti að betrumbætast. Harry Larc- oom, hljómlistarmann, sýnir Hjálm- ar Júlíusson á skemmtilegan og frjálsmannlegan hátt. Er hér nýliði a ferð, sem auðsjáanlega á erindi upp á le.ksvið og kann við sig þar. Loks er svo eitt aðalhlutverk leiks- ins, Okunni maðurinn, leikinn af Sigurði Kristjánssyni. Er þetta tví- mælalaust vandasamasta hlutverkið fra hendi höfundar. Fer Sigurður með það af mikilli alúð og trú- mennsku, en þó verður því ekki neit- að, að áhorfandinn sér eigi til fulls hjá honum þann alltsigrandi per- sónuleika, sem umsvifalaust var þess umkominn að breyta tataralýð þeim, sem okkur er sýndur í upphafi leiks- ins, í menn þá, er leikslokin birta. Eg mundi segja, að Sigurður sýndi mildi og góðleik umbótamannsins vel, ákveðni hans síður. Heldur þyk- ir mér dimmt yfir gervi hans. Fyrir leiksýninguna flutti forseti bæjarstjórnar, Þorsteinn M. Jóns- son, stutta ræðu, þar sem hann opn- aði hið nýviðgerða samkomuhús bæjarins til afnota og lýsti aðdrag- anda ag framkvæmd þeirra miklu og vistlegu breytinga, sem á húsinu hafa verið gerðar. Eftir sýningu voru leikendur og leikstjóri kallaðir fram og hylltir með blómum og lófataki, en að lok- um ávarpaði form. L. A., Guðm. Gunnarsson, leikhúsgesti og þakkaði bæjarstjórn umbætur á húsinu. Br. S. Fðlsudu félagaskrá Dagslirúnar til aö fá fleiri tulltrða á Aiþýöusambands- þing. Það upplýstisl á aðalfundi Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, að stjórn félagsins hefir jalsað félags- mannaskrá þess lil hœkkunar um allt að 300 manns að minnsta kosti á síðastliðnu ári og fengið þannig þremur fleiri fulltrúa á Alþýðusam- bandsþing og í fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna en félagainu bar. Félagalölunnar er ekki getið í skýrslu stjórnarinnar, en getið var þar um, hve margir félagar hafa gengið í félagið á árinu, sagt sig úr því eða látizt. Spurðist einn fé- lagsmanna. Sigurður Guðmunds- son, fyrir um það, hvers vegna hennar væri ekki getið. Benti hana á það, að" s.unkvæmt innheimt- um félagsgjöldum ga^tu sk'uldlausir félagsmenn ekki verið fleiri en 2400,' en útistandandi skuldir væru ekki meird en það^ sein því næmi, að 590 menn skulduðu eitt ár, þólt vafalaust skulduðu 100—200 manns meira. Rins vegar greiddi Dagsbrún skatt af 3263 mönnum til styrktarsjóðs sjómanna og verkalýðsfélaganna í Reykjavík og til Alþýðusambands- ins, eða af um nálega 300 fleiri mönnum en í félaginu geta verið. Sigurður ítrekaði þessa spurningu og um síðir viðurkenndi Eðvarð S!gurðsson, ritari félagsins, að Dagsbrún greiddi skatt af öllum þeim, sem nytu vinnuréttinda í fé- laginu, og bar fyrir sig kröfu Al- þýðusambandsins þar um. Framangreindar upplýsingar kom Sigurður svo með á framhaldsaðal- fundinum. Kvaddi Sæmundur Ólafsson, vara- forseti Alþýðusambandsins sér þá hljóðs í umræðunum um þetta og benti á, að kjósa ætti íulltrúa á sani- bandsþing aðeins fyrir fullgilda fé- laga, þ. e. samkvæmt 30. grein sam- bandslaganna, sem hljóðar svo: „Hverju sambandsfélagi er skylt að láta fara fram kosningu fulltrúa á sambandsþing úr hópi félaga sinna. Tala fulltrúa miðast við tölu fullgildra félagsmanna, eins og hún er tilfærð á síðustu skýrslu til sam- bandsins þannig: fyrir allt að einu hundraði félaga einn fulltrúi og síð- ' an einn fulltrúi fyrir hvert hundrað : félagsmanna eða brot úr hundraði, [ ef það nemur hálfu hundraði eða ( meira. Kjósa skal jafnmarga til ' vara." Þá hélt Sæmundur því fram, að greiða bæri skatt af öllum félags- mönnum nema þeim, sem gjald- frjálsir eru sakir elli; bæði aðalfé- lögurn og aukafélögum, með þeim sk'ln'ngi, a'ð aukafélagar væru þeir, sem gengið hefðu lög'ega í félagið cg greltt inntökugjald, hefðu þó ekki verið settir á aukaskrá vegna skulda, en væru aukafélagar í félag- inu/ vegna takmarkana á réttindum þeirra sainkvæmt lögum félagsins sjálfs. Benti Sæmundur til dæmis um það á Eggert Þorbjarnarson, sem nú væri aukafélagi í Dagsbrún. Hann sagði ennfremur, að slíkum aukafélögum mætti ekki rugla sam- an v. ð menn, sem greitt hafa auka- félagsmannagjald og fengið tak- mörkuð vinnuréitindi, en aldrei gengið í félagið og njóta þvá ekki al- mennra félagsrétt:nda í því. En það hef'r Dagsb ún nú gert eft'r sögu sögn síjórnarinnar sjálfrar og feng- ið þannig að minnsta k:sL þremur fulltrúum fleira á sambandsþing og í fulltrúaráð verl-alýðsfélaganna en félagið á rétt til samkvæmt lögum A Iþý ðusarnbandsins. Aðalfundur Framhald af 1. síðð verkalýðsmálum, bæjarmálum og landsmálum, enda þingmaður kjör- dæmisins um skeið. Var tillaga for- manns samþykkt með lófataki. Að þessu loknu hófust aðaifund- aistörf. Voru reiknmgar félagsins og Alþýðumannsins lesnir og var þar um góða afkomu að ræða, eftir því sem nú gerist. Síðan fór fram stiórn- ar- og Lrúnaðanáðskjör. Fráfarandi sljórn, sem var skipuð Braga Sigur- jónssyni, Hallgrími Vilhjálmssyni, Hcskuldi Helgasyni, Steindóri Stein- lórssyni og Jóni B. Rögnvaldssyni mæltist undan endurkjöri, en bar 'am þá tillögu að stjórnin yrði næsta ár skipuð þannig: Sigurður M. Helgason, formaður Þorst. Svanlaugsson, varaform. Sigurður Kristjánsson, ritari Stefán Þórarinsson, gjaldkeri Stefán Snæbjörnsson, meðstj. Fleiri uppástungur um stjórn komu ekki fram og var þessi stjórn |)ví sjálfkjörin. I vaiastjórn voru kosnir: Halldór Friðjónsson, ritari Erlingur Friðjónsson, gjaldkeri Árni Þorgrímsson, meðstj. Endurskoðendur voru kjörnir: Stefán Ág. Kristjánsson og Jón Hinriksson, og til vara Finnur Árna- 601). Trúnaðarráð skipa nú þessir menn: Steindór Steindórsson, Bragi Sig- urjónsson, Þorsteinn Svanlaugsson, Fr.ðjón Skarphéðinsson, S^gurður M. Helgason, Sigurður Kristjánsson, Stefán Þóraiinsson, Stefán Snæ- björnsson, Albert Sölvason, Erling- ur Friðjónsson, Arni Þorgrímsson, Halldór Friðjónsson, Jón M. Árna- son, Stefán Árnason, Hafsteinn Hall- dórsson, og til vara: Hallgr'mur Vil- hjálmsson, Höskuldur Helgason, Jón Hinriksson, Jón B. Rögnvaldsson, Alfreð Möller, Finnur Árnason. Norðri hefur úrgáfu tima- rits Bókaútgáfan Norðri hefir hafið útgáfu tímarits, sem ber heit ð Heima er bezt. Ritstjóri er Vilhjálm- ur S. Vilhjálmsson, rithöfundur. Segir í inngangsorðum um stefnu g tilgang ritsins, að því sé fyrst og 'remst ætlað að segja frá lífsbaráctu Jólksins í landinu. Rltið er í allstoru broti, 32 síður hvert hefti og kemur ít mánaðarlega. Kostar 7 kr. heítið. ArsritSkógrækfarfélags ísiands 1950 er nýkomið út. Flytur það meðal :nnars greinar eftir Valtý Stefáns- ;jn, Hákon Bjarnason, Ármann Dal- .lannsson og Steindór Steindórsson, tuk aðalfundargerðar og skýrslna ¦''ógræktarfélaga 1949. Frá Leikjélasinu. Næsta sýning verður á annan í páskum, þar eð sýnlng á mið- vikudagökvöld fellur niður sökum Akur- eyrarkvölds í útvarpinn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.