Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.04.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 10.04.1951, Blaðsíða 1
XXI. árg. Þriðjudagur 10. apríj 1951 13. tbl. Vinraumarkaður bæjarins: iafnaðar oo rétt is i deili Hér á öðrum stað er birt athuga- semd samkvæmt tilmælum framkv.- stjóra Utgerðarfélags Akureyringa h.f. varðandi mannaráðningar í uppskipunarvinnu við íogarana s.l. sumar. Er engtfTn ljúfara en.mér að mega trúa því, að pólitík og partíska hafi þar engu ráðið, en því var þessu máli hreyft hér í siðasta tbl., að ein- mitt gagnstæður orðrémur hefir gengið meðal margra verkamanna í bænum, sem og nú að mannaráðn- ingar á skipin mættu vera réttlátari og eigi svo mikið cillit tekið til þess, hverjir eiu aðstandendur umsækj- enda um störfin og geri muni.. Er það vissulega mjög illa farið, ef úlfúð og tortryggni sprettur og vex af slíku, því að Ú. A. hefir að réttu verið áiitið eftirlætisatvinnu- stofnun hér í bæ og bæjarbúar lagt sig fram um að gera veg þess og vöxt sem mestan. Hins er þó eigi að dyljast, að vinnuskýrslur togarafélagsins og Krossanesverksmiðjunnar, meðan hún var leigð því, sýna, að einhverra orsaka vegna hafa helztu páfar kommúnista í Verkamannafélagi Ak- ureyrarkaupstaðar sleikt rjómann ofan af uppskipunarvinnunni. Er það að vísu fjarri mér að amast við því, að þeir hafi fengið og fái þar jafnan vinnuhlut við aðra, en for- réltindum þeirra mótmæli ég harð- lega. Liggur í augum uppi, að þéir þjóðfélagsþegnar, sem andvígir eru kommúnisma, geta ekki vænzt þess að sigrast á honum með því að.fita aðdáendur hans og forsvarsmenn umfram aðra þjóðfélagsþegna. En þetta hefir í rauninni verið að ger- ast hér í bæ um langt skeið. Um hríð fengu kommúnistar að fleyta rjómann af vinnunni við tunnu- verksmiðjuna, næst tókst þeim þetta við uppskipunarvinnu togaranna, nú auglýsá þeir sem allsráðendur efíir mönnum að Laxárvirkjuninni að sumri. Þarf ekki að gera því skóna, að þeir komi sínum mönnum þang- að að meirihluta, fái þeir að kljá um þessi mál einir, eins og nú horf- ir helzt. Eg þykist ekki vera sérstaklega of- stækisfullur í garð kommúnista. Marga þeirra met ég og virði sem menn, en ég er ákveðinn andstæð- ingur þeirra í pólitík. Eg veit, að á því sviði eru þeir ófyrirlátsamir og því verður að mæta með jafnhispurs- lausri ófyrirlátsemi. Allt annað er að gæla við ofríkið. I mínum aug- um er það eitt höfuolandvarnarstarf þeirra íslendinga, sem vilja frelsi og fullveldi þessarar þjóðar, að upp- ræta kommúnismann í landinu, svo að árásarþjóð úr austri finni hér enga tátyllu á samherjum, en vest- rænar þjóðir, sem óttast austangust- inn, sjái síður ástæðu til ao stofna hér til hersetu. Nú er eitt höfuðverkefni svo- nefndrar Marshallaðstoðar að gera þjóðir bjargálna af sjálfsdáðum, m. a. með það fyrir augum að sótt- kveikjur kommúnismans finni sér ekki vaxtarskilyrði meðal þjóðanna. Til Laxárvirkjunarinnar hefir ver- ið fengið fé af Marshallsjóðum, fé, sem kommúnistar eiga elgi nógu sterk orð til að fordæma. Samt sem áður á það að æxlast svo, að komm- únistar úthluti verkamannavinnunni við orkuverið! Skelegg ba.átta gegn 'kommúnisma það! Ég endurtek það, að jafnsjálfsagt og mér finnst, að kommúnistar fái ekki að ráöstafa meginhluta verka- mannavinhunnar hér í bæ, jafnsjálf- sagt firmst mér að sýna þeim sem verkamönnum fulla sanngirni um vinnu. En M. A., Akureýrarbær og síjórn Laxárvirkjunarinnar, svo og aðrir atvinnurekendur verða að gera sér þess Ijósa grein, að það er að efla kommúnismann og stuðla að vexti hans að láta kommúnistum haldast uppi að sölsa undir sig úthlutunar- rétt ahnennrar vinnu í bænum. Sh'kt á ekki að þolast. Br. S. Skylt að hafa það er sannara reynist Framkvæmdarstjóri utgerðarfé- lags Akureyringa h.f. kveður það al- rangt hjá Alþm., að hann hafi látið „kommúnista ráða nær eintóma kommúnista til allrar uppskipunar- vinnu við togarana í fyrrasumar, kommúnista annast útborgun upp- skipunarvinnunnar fyrir sig og greitt honum þóknun fyrir." í fyrsta lagi annist hann ekki mannaráðningar til togaravinnunn- ar, nema ásamt verkstjóra sínum, Bjarna Vilmundarsyni, og í öðru lagi fari allar kaupgreiðslur fram á skrifstofu félagsins og hafi aldrei verið greiddur eyrir fyrir slíkar út- borganir, heldur fastráðið starfsfólk að sjálfsögðu látið annast þær. Talandi tölur Samanburður á kaupmætti launa, þegar fyrrverandi ríkis- stjórn fór frá völdum, og nú þeg- ar núverandi ríkisstjórn hefir ríkt í rúmt ár: Fyrir eftirtöldum vörum þurfti verkamaður að vinna: 1 stk. rúgbrauðs í desember 1949 14 mín., nú 19 mín. 1 kg. af smjörlíki í des. 1949 25 mín., nú 37 mín. 1 kg. af sykri í des. 1949 ]5 mín., nú 25 mín. 1 kg. af kaffi í des. 1949 1 klst. nú 3 klst. 14 mín. Einum sokkum í des. 1949 32 mín., nú 75 mín. 1 m. af fataefni í des. 1949 8 klst., nú 15 klst. 100 kg. af kolum í des. 1949 2 klst. 40 mín., nú 3 klst. 43 mín. Félag ungra j afnaðarmanna heldur ÁÐALFUND þriðjudaginn 17. apríl kl. 9 e. h. í Túngötu 2. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Félagar, mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Kristniboðsjélag kvenna hefir bazar og kaffisölu í Zíon föstudaginn 13. apríl n.k. Opið frá kl. 3—7 e.h. Styðjið starfið. — Drekkið síðdegiskaffið í Zíon.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.