Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.04.1951, Page 1

Alþýðumaðurinn - 10.04.1951, Page 1
Vintsuiíiarkaður bæjarins: Nanðsyn jafnaðar og rétt í deilingo vi Hér á öðrum stað er birt athuga- . semd sainkvæmt tilmælum frarnkv.- stjóra Útgerðarfélags Akureyringa h.f. varðandi mannaráðningar í uppskipunarvinnu við íogarana s.l. sumar. Er engum Ijúfara en.mér að mega trúa því, að pólitík og partíska hafi þar engu ráðið, en því var þessu máli hreyft hér í siðasta tbl., að ein- mitt gagnstæður orðrómur hefir gengið meðal margra verkamanna í bænum, sem og nú að mannaráðn- ingar á skipin mættu vera réttlátari og eigi svo mikið tillit tekið til þess, hverjir eru aðstandendur umsækj- enda um störfin og geri muni, Er það vissulega mjög illa farið, ef úlfúð og tortryggni sprettur og vex af slíku, því að Ú. A. hefir að réttu verið álitið eftirlætisatvinnu- stofnun hér í bæ og bæjarbúar lagt sig fram um að gera veg þess og vöxt sem mestan. Hins er þó eigi að dyljast, að vinnúskýrslur togarafélagsins og Krossanesverksmiðj unnar, meðan hún var leigð því, sýna, að einhverra orsaká vegna hafa helztu páfar kommúnista í Verkamannafélagi Ak- ureyrarkaupstaðar sleikt rjómann ofan af uppskipunarvinnunni. Er það að vísu fjarri mér að amast við því, að þeir hafi fengið og fái þar jafnan vinnuhlut við aðra, en for- réltindum þeirra mótmæli ég harð- lega. Liggur í augum uppi, að þeir þj óðfélagsþegnar, sem andvígir eru kommúnisma, geta ekki væhzt þess að sigrast á honum með því að fita aðdáendúr hans og forsvarsmenn umfrarn aðra þjóðfélagsþegna. En þetta hefir í rauninni verið að ger- ast hér í bæ um langt skeið. Um hríð fengu kommúnistar að fleyta rjómann af vinnunni við tunnu- verksmiðjuna, næst tókst þeim þetta við uppskipunarvinnu togaranna, nú auglýsa þeir sem allsráðendur eftir mönnum að Laxárvirkj uninni að sumri. Þarf ekki að gera því skóna, að þeir komi sínum mönnum þang- að að meirihlutá, fái þeir að kljá um þessi má! einir, eins og nú horf- ir helzt. Ég þykist ekki vera sérstaklega of- stækisfullur í garð kommúnista. Marga þeirra met ég og virði sem menn, en ég er ákveðinn andstæð- ingur þeirra í pólitík. Ég veit, að á því sviði eru þeir ófyrirlátsamir og því verður að mæta með j afnhispurs- lausri ófyrirlátsemi. Allt annað er að gæla við ofvíkið. i mínum aug- um er það eitt höfuðiandvarnarstarf þeirra Islendinga, sem vilja frelsi og fullveldi þessarar þjóðar, að upp- ræta kommúnismann í landinu, svo að árásarþjóð úr austri finni hér enga tátyllu á samherjum, en vest- rænar þjóðir, sem óttast austangust- inn, sjái síöur ástæðu til ao stofna liér lil hersetu. Nú er eitt höfuðverkefni svo- nefndrar Marshallaðstoðar að gera þjóðir hjargálna af sjálfsdáðum, m. a. með það íyr'r augum að sótt- kveikjur kommúnismans finni sér ekki vaxtarskilyrði ineðal þjóöanna. Til Laxárvirkjunarinnar hefir ver- ið fengið fé af Marshallsjóðum, fé, scm kommúnistar eiga eigi nógu sterk orð til að fordæma. Samt sein áður á það að æxlast svo, að komm- únistar úthluti verkamannavinnmini við orkuverið! Skelegg harátta gegn koinmúnisma það! Ég endurtek það, að jafnsjálfsagt og mér finnst, að kommúnistar fái ekki að ráðstafa meginhluta verka- mannavinnunnar hér í bæ, jafnsjálf- sagt finnst mér að sýna þeim sem verkamönnum fulla sanngirni um vinnu. En U. A., Akureýrarbær og síjórn Laxárvirkjunarinnar, svo og aðrir atvinnurekendur verða að gera sér þess Ijósa grein, að það er að efla kommúnismann og stuðla að vexti hans að láta kommúnistum haldast uppi að sölsa undir sig úthlutunar- rétt almennrar vinnu i bænum. Slíkt á ekki að þolast. Br. S. Skylt að Iiafa það er sannara reynist Framkvæmdarstjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa h.f. kveður það al- rangt hjá Alþm., að hann hafi látið „kommúnista ráða nær eintóma kommúnista til allrar uppskipunar- vinnu við togarana í fyrrasumar, koinmúnista annast útborgun upp- skipunarvinnunnar fyrir sig og greitt honum þóknun fyrir.“ I fyrsta lagi annist hann ekki mannaráðningar til togaravinnunn- ar, nema ásamt verkstjóra sínum, Bjarna Vilmundarsyni, og í öðru lagi fari allar kaupgreiðslur fram á skrifstofu félagsins og hafi aldrei verið greiddur eyrir fyrir slíkar út- borganir, heldur fastráðið starfsfólk að sjálfsögðu látið annast þær. Talandi tölur Samanburður á kaupmætti launa, þegar fyrrverandi ríkis- stjórn fór frá völdum, og nú þeg- ar núverandi ríkisstjórn hefir ríkt í rúmt ár: Fyrir eftirtöldum vörum þurfti verkamaÖur að vinna: 1 stk. rúgbrauðs í desemher 1949 14 mín., nú 19 mín. 1 kg. af smjörlíki í des. 1949 25 mín., nú 37 mín. 1 kg. af sykri í des. 1949 15 mín., nú 25 mín. 1 kg. af kaffi í des. 1949 1 k!st. nú 3 klst. 14 mín. Einum sokkum í des. 1949 32 mín., nú 75 mín. 1 m. af fataefni í des. 1949 8 klst., nú 15 klst. 100 kg. af kolum í des. 1949 2 klst. 40 mín., nú 3 klst. 43 mín. Félag ungra jafnaðarmanna heldur AÐAIFUND þriðjudaginn 17. apríl kl. 9 e. h. í Túngötu 2. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Aðalfundarstörf. 3. Onnur mál. Félagar, mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Kristniboðsfélag kvenna hefir bazar og kaffisölu í Zíon föstudaginn 13. apríl n.k. Opið frá kl. 3—7 e.h. Styðjið starfið. — Drelckið síðdegiskaffið í Zíon.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.