Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.04.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 17.04.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. apríl 1951 ALÞÝÐU’MA Ð U R I N N -3 TILKYNNING Athygli innflytjenda er hér raeð vakin á auglýsingu um frjáls- an vöruinnflutning er birtist í Lögbirtingablaðinu 7. apríl. Reykjavík, 6. apríl 1951. Fjárhagsráð. TILKYNNING Að gefnu tilefni skal tekið fram, að allar innfluttar vörur, aðr- ar en bálagjaldeyrisvörur, eru háðar verðlagseftirliti og ber inn- flytjendura að fá samþykkta verðútreikninga á skrifstofu Verð- gæzlusljóra áður en sala hefst. Reykjavík, 11. apríl 1951. Verðgæzlust-jórinn. TILKYNNING Nr. 12/1951 Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffihrennslum: Heildsöluverð án söluskatts ................ kr. 34.03 pr. kg. Heildsöluverð með söluskatti ............... — 35.10--------- Smásöluverð án söluskatts .................. — 37.63 -------- Smásöluverð með söluskatti ................. —- 38.40 ------- Sé kaffi selt ópakkað, skal það vera kr. 0,40 ódýrara hvert kíló. Reykjavík, 9. apríl 1951. Verðlagsskrifstofan. TILKYNNING Nr. 13/1951 Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauð- um í smásölu: Án söluskatts: Með söluskatti: Franskbrauð 500 gr.......... kr. 2.52 kr. 2.60 Heilhveitibrauð 500 gr........ — 2.52 -—- 2.60 Vínarbrauð pr. stk............ — 0.68 — 0.70 Kringlur pr. kg............... — 7.37 — 7.60 Tvíbökur pr. kg............. —11.20 —11.55 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að oían greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskoslnaði við hámarksverðið. Reykjavík, 11. apríl 1951. Veirðlagsskrifstofan. Renault- Model R 3042. Þar sem við höfum tekið að okkur sölu á Renault-dráttarvélum, geta þeir, sem hafa áhuga fyrir dráttarvélakaupum snúið sér til okkar og fengið allar nánari upplýsingar um Renault, ásamt sam- anburði við aðrar dráttarvélar. Sérstaklega viljum við benda á eftirfarandi: Aflvélin er 22—30 hk., eldsneytið er aðeins 2.383 1. á klst., magneto l.'.eikjan auð’,eldar gangsetn nguna, vélin er með raí- magnskerfi fyrir ljós og ræsingu, vökvalyftan er mjög sterkbyggð, hægt er að hafa reimskífur á báðum hliðum vélarinnar og einnig er aflúttak aftur úr vélinni, útlit vélarinnar er með nýtízku sniði-. Þá er auðveit að tengja öll vinnslutæki við vélina, einnig er hægt að fá mikið úrval af hj álpartækj um með vélinni. Verð vélarinnar er, með vökvalyftu, reimskífu og lj ósaútbúnaði kr. 21.500.00. Róndi, sem á RENAULT-dráttarvél stendur aldrei einn, þótt óhapp hendi, vér munum hafa nauðsynlega varahluti eftir því sem ástæður leyfa. Vélsmiðja Steindórs h.f. AKUREYRI. AUGLÝSING um atvinnuieyfi úfiendinga. Að gefnu tilefni þykir rétt að benda atvinnurekendum og öðr- um, sem það varðar, á, að í lögum nr. 39, 15. marz 1951, sem nú eru komin til framkvæmda, segir á þessa leið: „Óheimilt er hverjum þeim manni, félagi eða stofnun að flytja til landsins eða taka erlenda merin í þjónustu sína gegn kaupgreiðslu í peningum eða hlririnindum, hvort heldur er um langan tíma eða skamman, án leyfis félags- málaráðherra. Erlendum mönnum er óheimilt að ráða sig í vinnu eða gegna þjónustu hjá öðrum, nema atvinnuleyfi hafi verið veitt. Brot gegn ákvæðum laga þessara varða atvinnurekend- ur og erlenda starfsmenn þeirra sektum frá 50—50000 krónur, til ríkissjóðs.“ Eyðublöð fyrir atvinnuleyfisumsóknir eru afhent hjá útlend- inga-eftirlitinu í Reykjavík, svo og hjá sýslumönnum og bæjar- fógetum um land allt. Reykjavík, 10. apríl 1951. Féíagsmálaráðurteyfið.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.