Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.04.1951, Page 1

Alþýðumaðurinn - 24.04.1951, Page 1
Verkalýflsfélögin hefja varnarstríð sitt. Fjölmörg verkalvðsfélög sunnan- og vestan- lancls liafa sagt upp sainninguni við atvinnu- rekendur. Norðleuzk verkalýðsfélög munu mörg segja upp um næstu mánaðamót Svo sem alla mun reka minni til, var núverandi ríkisstjórn fyrst og fremst komið á laggirnai til að fella gengi ísl. krónunnar og koma með því jafnvægi á íslenzkt hag- kerfi að trú og skoðut, stjórnar- flokkanna. Strax lét stjórnin fjandskaji sinn í ljós við verkalýðs- og '.aunastétt- irnar, er hún breytti vísitolngrund- vellinum þeim í óhag, næst með því að greiða ekki einu sinni fuUa þann- ig breytta vísitölu á kaup, hat næst með því að hætta að berisst gegn verðbólgu og loks nú uk rr^mótin rneð því að ákveða með íöauin að eigi skuli greidd hærri vísitala á kaup en 123 stig, hvað ha sem vísi- talan yrði, nema ef atvinnurekend- ur semdu um annað. Seinna lék svo ríkisstjórnin það vináttubragð að eggja atvinnurekendur til samtaka um að gera enga slíka sam'iinga við launasamtökin. Þegar það svo er haft í huga, hve alhirðulaus ríkisstjórnin hefir verið í því að andæfa með skvnsamíegum ráðurn viðráðanlegum verðlrækkun- um, má öllum vera Ijóst, að hún tel- ur sig ekki stjórn almennings i land- inu, lieldur hefir einhver cnnur mið að sigla eftir en heill alþjóðai'. Stjórnarblöðin hrópa nú hátl um það, að íslenzkar alþýðustéttir vilji ekki taka á sig réttlátan hluta af við- reisnarbyrði. Þetta er alrangt. En þær vilja hins vegar ekki taka á sig RANGLÁTAR BYRÐIR. Verkalýð- urinn sætti sig tiltölulega möglunar- lítið við vísitöluskerðingu í stjórnar- tíð Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Hvers vegna? Af því að meginhluti verkalýðsins skyldi, að sú stjórn hafði vilja til að halda niðri verð- lagi í landinu. Þessi ríkisstjórn reyn- ir ekkert slíkt. Og því er nú svo komið, að hún hefir kallað yfir sig storm, storm kaupdeilna og verkfalla. Ekki svo að skilja, að verkalýðurinn hafi ekki margfalt fremur kosið friðsamlegt samkomulag. Hann hefir meira að segja margreynl að ná því. En ríkis- stjórnin hefir daufheyrzt við öllum slíkum óskum og barið hvað eftir annað á hönd samstarfs og sam- komulags. Allt virðist benda til þess, að rík- isstjórnin hafi treyzt því, að verka- lýðurinn mundi ganga klofinn til haráttu við hana, og satt er það, að um skeið var nokkuð að óttast um það, að kommúnistar ætluðu að setja ímyndaða flokkshagsmuni sína ofar afkomuhagsmunum umbjóð- enda sinna í verkalýðsstétt. Nú eru hins vegar horfur á, að skynsemin hafi sigrazst þar á ofstækinu, því að fjölmörg verkalýðsfélög í Reykjavík hafa gert með sér samtök um sam- eiginlega baráttu fyrir fullri vísitölu- Fratnhald á 4. síðu Björgvin Guðmiiiidsson sextugur Næstkomandi fimmtudag verður Björgvin Guðmundsson, tónskáld, sexlugur. Björgvin Guðmundsson er löngu þjóðkunnur fyrir tónverk sín, enda mörg lög hans mjög ástsæl meðal alþýðu manna, og er það kannske öruggasti vottur þess, að hann hafi gefið þjóð sinni dýrar gjafir. I tilefni af afmæli tónskáldsins gengst Kantötukór Akureyrar fyrir opinberri skennntun í Samkomuhús- inu annað kvöld (miðvikudagskv.). Verður þar skemmt m. a. með því að sungin verða lög eftir tónskáldið. Höfðiugleg og merki- Þg gjöf Jakob Karlsson, forstjóri Eim- skips hér í bæ, hefir boðið Akureyr- arbæ að gjöf fugla- og eggjasafn sitt, sem vera mun eitt verðmætasta og merkilegasta safn sinnar tegundar hér á landi. Gefandinn setur þau skilyrði, að safninu verði fengið sérstakt hús- næði og óskar eftir, að Kristjáni Geirmundssyni verði falin gæzla safnsins. Bæjarstjórn Akureyrar hefir þakkað gefandanum hina höfðing- legu gjöf og þegar orðið við skil- yrðum hans. Verður safninu fengið húsnæði í nýju slökkvistöðinni að tillögum Rotaryklúbbs Akureyrar, en hann hefir boðizt til að stuðla að öflun ýmissa muna handa einskonar byggðasafni hér á vegum bæjar og sýslu. — Nýja bíó — Næsta mynd: HAWAIl-NÆTUR Metro Goldwyn Mayer-kvikmynd í eðlilegum litum gerð af Joe Pa- sternak. Aðalhlutverk: Esther Williams Peter Laivjord Richardo Montalban Cyd Charisse Jiminy Durante Xavier Cugat og hljómsveil. mmmmmmmmmsmmmmm Alþýðuflokksféiögin halda S p i I a k v ö I d að Hótel Norðurlandi föstudaginn 27. apríl n. k. kl. 8.30. Til skemmtunar: Kvikmynd. Félagsvist. Söngur Dans. Félagsmenn hafi með sér spil og blýant. Síðasta spilakvöldið! Kvenfélag Alþýðuflokksins. Alþýðuflokksfélag Akureyrar. Félag ungra jafnaðarmanna. Jafnaðortnenn vinna glæsi- legan sigur innan finnsku alþýðusamlakanna. Nýlokið er fulltrúakjöri til al- þýðusambandsins í Finnlandi. Fengu jafnaðarmenn um 150 fulltrúa kjörna, en kommúnistar ekki nema um 70. Hefir hlutfallið breytzt þeim mjög í óhag frá síðustu kosningum.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.