Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.04.1951, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 24.04.1951, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐUílINN Þriðjudagur 24. april 1951 Kjaraskeröiiprnar B | Frá fundi sýslunefnd- ar Eyjafjarðarsýslu Vísitalan í apríi 135 stig í síðasta tölublaði Dags kemur glögglega fram máttvana reiði íhaldsþjónanna í Framsóknarfl. yfir samanburði Alþýðublaðs- ins á vöruverði fyrir og eftir stjórnarskiptin síðustu, enda er hann miður þægilegur fyrir núverandi stjórn. Lesendum Alþm., sem ekki sjá Alþýðublaðið, skulu hér birt þrjú sýnishorn af „þyrnunum“ í Framsóknarholdinu: KornvöruverÖið og kjara- skerðingin Verð á kornvöru lækkaði verulega í stjórnartíð Stefáns Jóh. Stefánssonar, en hefur stórhækkað síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. JJes. 1947: Des. 1949: Marz 1951: Rúgmjöl ...... kr. 1.57 kr. 1,27 kr. 2.28 Hveiti ....... — 1.71 — 1.60 — 3.12 Hafragrjón .... — 1.67 — 1.79 — 2.88 Hver kjarskerðing þessi verðhækkun hefur verið, síðan núver- andi ríkissjórn tók við völdum, má sjá á því, að á umræddum tímamótum hefur verkamaður með Dagsbrúnarkaupi þurít að vinna eftirtaldan mínútufjölda fyrir hverju kg. aí rúgmjöli, hveiti og hafragrjónum: Des. 1947: Des. 1949: Marz 1951: Rúgmjöl .... mín. 10.3 mín. 8.2 mín. 12.1 Hveiti ....... — 11.2 — 10.4 — 16.5 Með öðrum orðum: Verkamaðurinn þurfti styttri tíma til þess að vinna fyrir einu kg. af rúgmjöli eða hveiti, þegar stjórn Stefáns Jóhanns fór frá en þcgar hún tók við. En nú, eftir eins árs íhalds- stjórn, þarf hér um bil 50% lengri tíma til þess en þegar stjórn Stefáns Jóhanns fór frá! Verð á karimannafataetni og kjaraskerðingin Karhnannafataefni hefur stórhækkað í verði í tíð núverandi ríkisstj órnar, einkum erlent. Fer hér á eftir tafla, er sýnir verð- breytingarnar á því síðustu árin: Karlm.jataejni Des.1947 Des.1949 Marz 1951 lnnlent, 1 m....kr. 55.00 kr. 63.03 kr. 88.68 Útlent, 1 in....— 74.83 — 75.25 — 166.19 Eftirfarandi samanburður sýnir liversu verkamaður með Dags- brúnarkaupi var lengi að vinna fyrir einum metra af fataefni, inn- lendu og útlendu á umræddum tímamótum: Karlm.fataefni Des. 1947 Des. 1949 Marz 1951 Innlent 5 klst. 2 m. 6 klst. 50 m. 7 klst. 50 m. Útlent 8 klst. 12 m. 8 klst. 9 m. 14 klst. 40 m. Þarf nú nálega hehningi lengri tíma til að vinna fyrir einum metra af fataefni en um það leyti sem stjórn Stefáns Jóh. Stefáns- sonar fór frá. g Tunnuverksmiðjan hóf smíði ca. 5000 tunna í s.l. viku. Vinna þar rösklega 20 menn. Að það dróst svona á Ianginn,að tunnusmíðið hæf- ist, stafaði af því að við margt þurfti að gera áður en verksmiðjan væri tilbúin. # FélagsmálaráðuneyliS hefir til- kynnt formanni Vinnumiðlunarskrif- stofunnar hér, að hún sé lögð niður frá 1. júlí n. k. Ný lög um vinnu- miðlunarskrifstofur í bæjum og kaupstöðum, sem hafa yfir 500 íbúa, gera ráð fyrir að þær verði reknar án ríkisstyrks, en áður hefir ríkið greitt 1/3 af kostnaði við vinnu- miðlun í kaupstöðum. Fundi sýslunefndar Eyjafjarðar- sýslu laulc þriðjudaginn 10. apríl sl. og var þar ráðstafað fé úr sýslusjóði til ýmissa framkvæmda og nokkrar ályktanir gerðar. — M. a. skoraði sýslunefndin á yfirstjórn raforku- mála að hraða rafveituframkvæmd- um í sýslunni svo sem hægt væri, og ennfremur var skorað á ríkisstjórn- ina að láta miðskóladeild slarfa við Menntaskólann hér. Þá var ákveðið að ráða bygginga- fulltrúa fyrir sýsluna bændum til lciðbeiningar við byggingafram- kvæmdir. Iíelztu fjárúthlutanir voru þessar: Til viðhalds sýsluvega kr. 92.500, til nýrra sýsluvega kr. 50.000, íil búnaðarmála kr. 48.100 (þar í laun byggingafulltrúa), ti) heilbrigðis- mála kr. 42.800, íil Laugalandsskóla (til viðbyggingar) kr. 30.000, til brúabygginga kr. 30.000, til bóka- safna og annarra menntamála kr. 5.600, lántökuheimildir iil bygging- ar nýrra sýsluvega voru veittar, til Dalvíkurhr. kr. 50.000, til Öngulsst.- hr. kr. 20.000, til Öxnadalshr. kr. Kauplagsnefnd og hagstofan hafa reiknað út vísitölu framfærslukostn- aðar í aprílmánuði, og reyndist hún vera 135 stig, eða 12 stigum hærri en greidd kaupvísitala, þ. e. að liver vinnustund verkamanna, sem vinn- ur samkvæmt taxta Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar, er nú greidd með 1.11 kr. LÆGRA verði en ef íull vísitala væri greidd. ENDURSKOÐUN LÖG- R EGLUSAM ÞYKKTAR- SNNAR Bæjarfógeti hefur farið þess á leit við bæjaryfirvöldin, að látin verði fara fram gagnger endurskoðun á lögreglusamþykkt bæjarins, en hún er nú orðin 17 ára gömul og því úr- elt. Bæjarstjóra hefur verið falið að semja um endurskoðunina við bæj- arfógeta, og er heimilað að verja til þessa verks allt að 1000.00 kr. 10.000. Sýslusjóðsgjald var ákveðið kr. 100.000. Fengið nýtt tæki tii jarð- rannsúkna. Það er þyngdaraflsmælir, sem fenginn er vestan um haf. Jarðboranir ríkisins liaja, að nokkru leyti jyrir tilstuðlan Rann- sóknarráðs ríkisins, jesl kaup á f>yngdaraflsmœli jrá Bandaríkjun- um, og er han keyplur jyrir Mars- haUfé. Áður hafa mælingar verið gerðar hér á laudi með þyngdaraflsmælum og m. a. unnu Frakkar og íslending- ar sameiginlega að þyngdaraflsmæl- ingum hér á Suðurlandi í fyrrasum- ar. Var ]iá unnið með mælilæki, sem Frakkar áttu og þeir notuðu við mælingar í Grænlandi. Mælt var svæðið milli Reykjavíkur og Kirkju- bæjarklausturs, ennfremur voru mælingar gerðar á Reykjanesi og loks var nokkuð mælt inn til lands- ins, lengst komisl norður á Hvera- velli á Kili. Er nú að nokkru leyti búið að vinna úr þessum mælingum og hafa þær leitt í ijós að berglögin eru létt- ari inn til landsins heldur en út við ströndina. En þyngdaraflsmælirinn mælir aðdráttarafl jarðar og er það undir eðlisþunga berglaganna kom- ið, hvað hann ei' mikill. Á þann hátt er hægt að finna hverskonar berglög eru á hverjum stað og hve þykk þau eru. I sumar verður mælingum haldið áfrarn undir stjórn dr. Trausta Ein- arssonar. Verður reynt að komast sem víðast um landið íil að ná heild- armynd af aðdráttarafli og breyting- um þess eftir jarðlögum. Þegar heildarmynd verður fengin, vérða nákvæmari mælingar gerðar á ákveðnum svæðum, er haft geta mikla raunhæfa þýðingu í sambandi við leit að heilu vatni. Hinn nýi mælir, sem jarðboran- irnar hafa fengið er mjög handhægt tæki og þægilegt við mælingar. Hins vegar er hann dýr, því hann mun hafa kostað um 9 þúsund dollara.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.