Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.04.1951, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 24.04.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 24. april 1951 VerkalýðsfélögiD hefja varnarstríð sitt. Loftþrýstiborinn gerir niargt auðvelt, sem áður var óvinnandi. Framh. af 1. síðu. greiðslu á kaup. Standa að þessum samtökum félög með bæði komm- únistiskum og andkommúnistiskum stjórnum, enda öllum augljóst, sem um þessi mál hugsa af rökvísi, að hér verður ao neyta samtaka og samstarfs út í yztu æsar. Satt bezt að segja, eru fjölmargir íylgjendur stjórnarflokkanna einnig á þeirri skoðun, að kröfur verkalýðsins um fulla vísitölugreiðslu á kaup séu fulíkomlega réttmælar, eins og nú er komið málum og eins og ríkisstjórn- in hefir haldið á spilum. Eru því nokkrar vonir til, að barátta verka- lýðssamtakanna fyrir þessu réttlæt- ismáli verði ekki löng, þótt sjálfsagt sé fyrir þau að búast við hinu illa, því að það góða skaðar ekki, eins og þar stendur. Samstaðan öflug og órofa skiptir meslu og umfram allt þarf verkalýðurinn að vera á verði gegn því, að íhaldið múti foringjum kommúnista til svika. Svo sem kunnugt er af fréttum hafa um 15 félög í Reykjavík sagl upp samningum sínum við atvinnu- rekendur. Einnig félögin í Hafnar- firði, Vestmannaeyjum, Akranesi og ísafirði. Verkföll hafa komið til framkvæmda hjá Verkakvennafélag- inu Framtíðin í Hafnarfirði, og stendur það nú yfir, og Verkalýðsfél. Vestmanneyja, en það hefir nú fresl- að verkfalli fram í maí. Sömuleiðis Baldur á ísafirði, sem boðað hafði verkfall 20. þ. m. Verkalýðsfélagið Báran á Eyrar- bakka hefir þegar samið um íulla vísitölugreiðslu á kaup. Og Hafnar- fjarðarbær hefir samið við Frarn- tíðina um hið sama í allri vinnu fé- lagskvenna hjá Hafnarfjarðarbæ. Af öllum þeim fréttum, sem nú berast frá samtökum verkalýðsins, er þannig augljóst, að maí og júnímán- uðir n. k. verða reynslumánuðir fyr- ir samtökin. Hversu öflug eru þessi samtök? Sigra þau, eða verður Framsókn—Sjálfstæði að ósk sinni um að í þeim sé alvarlegur brestur? Þetta þurfa verkamenn að hafa hug- fast umfram allt: Ekkert mundi gleðja íhaldið í landinu meira en ef samtökin skorti samheldni. Ekkert tækifæri verður látið ónotað, sérstaklega af hálfu íhaldsins, til að ala á sundurþykkj u, ef nokkurs staðar verða gefin tilefni til hennar. Þess vegna verða verka- menn að vera vel á verði. Þeir þurfa að liafa það hugfast, að hér er um faglegt mál að ræða, um efnahags- lega afkomu þeirra að berjast. Þess vegna verða þeir að slanda órofa saman. Síðasio afSasaía Svoibaks. Síðastliðinn miðvikudag seldi log- arinn Svalbakur afla sinn í Grimsby, 4063 kits, fyrir 15530 sterlingspund. Mun þetta vera þriðja bezta sala ísl. togara á þessu ári. Noregskonungur gefur verðlaunabikar fil samnorrænu sundkeppn- innar. Hákon Noregskonungur hefir til- kynnt, að hann gefi verðlaunabikar, sem afhentur verður þeirri þjóð, er ber sigur af liólmi í samnorrænu sundkeppninni í sumar. Hefir Nor- egskonungur falið hirðgullsmið sín um að teikna og smíða bikar þenn- an. heldur fund þriðjudaginn 24. apríl n. k. í Túngötu 2 kl. 8.30 síðdegis. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Dýrtíðar-, atvinnu- og kaup- gjaldsmál. Framsögu hafa Sig. M. Helgason, Sigurður Kristj- ánsson, Stefán Snæbjörnsson og Halldór Friðjónsson. w: Félagsmenn, fjölmennið á fundinn. STJÓRNIN. í stuttu máli Fulllrúakjör á aðalfund Kron fór nýlega fram í Reykjavík. Kosið var milli tveggja lista, er fram komu: lista félagsstjórnar og lista lýðræðis- sinnaðra samvinnumanna. Hlaut sá fyrrnefndi 2319 atkv., en hinn síðar- nefndi 1575 atkv. 1923 félagsmenn neyttu ekki atkvæðarétlar síns. Hafnarfjarðarbær hefir fest kaup á tveimur steinkerjum í Hollandi. Verða þau notuð til að lengja nýja hafnargarðinn í Hafnarfirði. Er bú- izt við kerjunum upp til landsins í júlí n. k. Félagsdómur hefir úrskurðað upp- sögn samninga og vcrkfallsboðun á Akranesi ógilda. Felldu fjórir af fimm dómendunum þann úrskurð, en hinn fimmti, forseti A.S.I., Helgi Hannesson, vildi úrskurða uppsögn og vcrkfallsboðun gilda. Ernesl Bevin, fyrrverandi utan- ríkisráðherra brezku jafnaðar- mannastjórnarinnar andaðist 14. apríl sk, sjötugur að aldri. Bana- mein hans var hjartabilun. Bevin þykir hafa verið með aðsópsmestu stjórnmálamönnum Breta í seinni tíð. Verkföll og óeirðir liafa staðið yf- ir undanfarið á olíulindasvæðinu í Suður-Iran. Hafa óeirðirnar beinzt gegn Anglo-Iran olíufélaginu þar, en það er brezkt fyrirtæki að mestu eða öllu leyti. Svo virðist sem óeirðirnar séu af þjóðernislegum rótum runnar að einhverju leyti, en Persar hyggjast nú þjóðnýta olíulindir sínar, svo sem kunnugt er af fréttum útvarps og blaða. Brezki kafbáturinn Affrey hefir farizt á Ermasundi. Hafði hann 70 manna áhöfn og komst enginn af. Fimmtugur verður Svanberg Ein- arsson, afgreiðslumaður íslendings, firamtudaginn 26. apríl n. k. Hjálprœðisherinn. Offursti D. Welander frá Noregi og Majór B. Petersen stjórna sanikomum á [irið'judags- og miðvikudags- kvöld kl. 8.30. Söngur og hljóðfærasláttur. Aliir velkomnir. Nýjar kosningar í Bret- landi? Bevan, verkalýðsntálaráðherra í brezku jafnaðarmannastjórninni, hefir sagt af sér vegna ágreinings um fj árlagafrumvarp stjórnarinnar. Sömuleiðis Harald Wilson, verzlun- armálaráðherra. Er jafnvel búizt við, að úrsagnir fleiri ráðherra kunni að fylgja á eftir, og mun þá skannnt til nýrra kosninga í Bret- landi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.