Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.05.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 08.05.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. maí 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 Skðgarlundar til minnfngar um Jðnas Hallgrfmsson Ejtirfarandi upplýsingar fékk blaðið hjá Bernharði Stefánssyni, alþm., um vœntanlegan minningarlund lónasar Hall■ grímssonar. Minnisvarði 1957. »Nokkru eftir 100 ára dánar- afmæli Jónasar Hallgrímssonar var hafin fjársöfnun til að reisa honum minnismerki í fæðingar- sveit hans. Sa.fnaðist nokkurt fé frá almenningi, sérstaklega úr Öxnadal, svo hefur og sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu lagt fram nokkra fjárhæð í því skyni. Fé þetta er þó allt of lítið til þess, að hægt sé að koma upp veglegu minnismerki fyrir það, en von- andi finnast leiðir til frekari fjár öflunar, svo að hægt verði að af- hjúpa minnismerkið, eigi síðar en á 150 ára afmæli skáldsins, 1957. Tillaga um minningarlund. En komið hefur fram tillaga um að gera fleira til minningar um iistaskáldið góða: Á þingi Skógræktarfélags íslands á Þing- völlum 1. júlí s.l., benti formaður félagsins, Valtýr Stefánsson, á það í ræðu, að vel ætti við að heiðra minningu merkra manna með því að koma upp skógar- lundum í sveitum þeirra og kenna við þá t.d. í Öxnadal, tþ minning- ar um þjóðskáldið og náttúru- fræðinginn Jónas Hallgrímsson. Fulltrúum Eyfirðinga á þingi Skógræktarfélagsins þótti hug- mynd þessi athyglisverð og ákváðu að hreyfa henni í héraði. Á næsta stjórnarfundi Skógrækt- arfélags Eyfirðinga var mál þetta tekið fyrir og ákveðið að hreyfa því við Öxndæliúga. Fór síðan varaformaður félagsins Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. bæjarfulltrúi, vestur í Öxnadal og átti þar tal um þetta við ýmsa, þar á meðai hi'eppstjórann og rnenn úr Ungmennafélagi Öxn- dæla. Allir þessir menn tóku hug- myndinni fagnandi og hétu henni stuðningi. Undirbúningur hafinn. Rétt fyrir jólin í vetur kallaði svo Þorsteinn nokkra gamla Öxn- dælinga hér í bænum sainan á fund. Voru allir þeir, er á fund- inum mættu meðal stofnenda Ungmennafélags öxndæla. — Skýrði Þorsteinn þeim frá tillög- unni um minningarlundinn og féllust þeir allir á hana og hétu henni þeim stuðningi sem þeir mættu. Ákváðu þeir að leita. sanr vinnu um þetta, auk Öxndæl- ingra sjálfra, við nánustu ætt- ingja jónasar Hallgrímssonar, Skóræktarfél. Eyfirðinga, sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu og Menn- ingarsjóðs KEA. Vékust allir þessir aðilar vel við, hétu málinu stuðningi og hafa tilnefnt sinn manninn hvor í undirbúnings- nefnd. Er sú nefnd þannig skip- uð: Frá öxnadalshreppi: Þór Þor- steinsson, oddviti, Bakka. Frá ættingjum Jónasar Hall- grímssonar: Sigtryggur Þor- steinsson, Eiðsvallagötu 8, Akur- eyri. Frá gömlum Öxndælingum á Akureyri: Ólafur Jónsson, Odda- götu 3, Akureyri. Fr Skógi’æktarfélagi Eyfirð- inga: Þorsteinn Þorsteinsson, Brekkugötu 43, Akureyri. Frá sýslunefnd Eyjafjarðar- sýslu: Brynjólfur Sveinsson, hreppstjóri, Efstalandskoti. Frá Menningarsjóði KEA: Bernharð Stefánsson, Strand- götu5, Akureyri. Frá Ungmennafélagi Öxndæla verður og fulltrúi í nefndinni, en ekki er mér enn kunnugt um hver hann verður. Mál allrar þjóðarinnar. Þótt Jór.as Hallgrímsson væri fæddur og uppalinn í Öxnadal, og því þyki rétt að þessi minn- ingarlundur hans verði þar, er auðvitað langt frá, að þetta sé nokkurt sérmál Öxndælinga. Þjóðin öll á verk Jónasar Hall- grímssonar og hún stendur í svo mikilli þakkarskuld við hann, að allir Iandsmenn ættu að vera fús- ir að heiðra minningu hans og þá ekki hvað sízt Eyfirðingar. Þessi minningarlundur er að vísu ekki nema lítill hluti þess, sem skylt er að gera í því efni, en þó viðleitni, sem verðskuldar stuðn- ing almennings. Má fyllilega gera ráð fyrir að fátt hefði Jón- asi sjálfum verið kærkomnara, en að sjá sinn eiginn æskudal »fyllast skógi«. Um slíkt er að vísu ekki að ræða í þessu sarn- bandi, en þó ofurlítinn vísi til þess. Er þess að vænta að héraðs búar, svo og aðrir landsmenn, \dlji Ijá þessu máli lið. Fjárframlaga leitað. Þeir sem vilja styðja þetta, mál með fjárframlögum eru beðnir að afhenda framlög sín einhverj- um af ofangreindum nefndar- mönnum eða leggja þau inn í Búnaðarbankann á Akureyri, sparisjóðsbók nr. 2667. Öll fram- Iög, þó lítil séu, frá einstökum, verða þakksamlega þegin. Komist þessi skógarlundur til minningar um Jónas Hallgríms- son upp, virtist fara, vel á því, að minnismerki um skáldið verði á sínum tíma. reist þar. Enginn ákvörðun um það hefur þó enn verið tekin. í trausti þess, að almenningur bregðist vel og drengilega við þessu máli, enda ég þessa frá- sögn.« SAMVINNUNNI BÁRUST 193 SMÁSÖGUR Tímaritið Samvinnan efndi í fe- brúarmánuði síðastliðnum til smá- sagnasamkeppni og lofaði ferð til Miðjarðarhafslandanna með ein- hverju af skipurn SÍS sem fyrstu verðlaunum. Frestur til að skila sög- um var útrunninn um mánaðamótin, og hafa Samvinnunni nú borizt 193 sögur. Mun þessi gífurlega þátttaka vera algert einsdæmi hér á landi. Dómsnefndin hefir að sjálfsögðu ekki komizt yfir að lesa allar sögurn- ar enn, enda barst mest af þeim síð- ustu dagana, þá oft 10—20 á dag. En ef dærna má eftir þeim handrit- um, sem lesin hafa verið, rithönd þeirra og frágangi, hafa unglingar, gamahnenni og allt þar á milli skrif- að sögur, en póststimplarnir gefa til kynna, að höfundarnir séu uin allt land, í bæjum og þorpunt og upp til sveita, og jafnvel frá Danmörku og Svíþjóð bárust sögur. 1 dónmefnd þeirri, sem mun velja verðlaunasögurnar, eiga sæti þeir Andrés Björnsson, magister, Árni Kristjánsson, magister, og Benedikt Gröndal, ritstjóri Samvinnunnar. — Upphaflega var ætlunin að verð- launasögurnar yrðu birtar í júní- hefti Samvinnunnar, en vegna hinn- ar geysimiklu þátttöku getur svo far- ið, að það dragizt til júlíheftisins, enda þótt úrslitin verði tilkynnt fyrr. Auglýsið i Alþýðumanninum ©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©>©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©« Nr. 15/1951 TILKYNNING Fjárhagsráð hefur ákveðið nýtt hámarksverð á kaffibæti og verður verðið framvegis sem hér segir: Heildsöluverð án söluskatts............kr. 8.49 pr. kg. Heildsöluverð með söluskatti ......... — 8.75---------- Smásöluverð án söluskatts ............ — 10.19--------- Smásöluverð með söluskatti ........... — 10.40--------- Reykjavík, 27. apríl 1951. Verðlagsskrifstofan.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.